Golf

Shrek með fimm högga forustu á opna breska
Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen hefur fimm högga forskot eftir annan daginn á opna breska meistaramótinu í golfi en Norður-Íriinn Rory Mcllroy sem var í forustu eftir fyrsta daginn átti hinsvegar afleitan dag í gær og var einn af fórnarlömdum erfiða aðstæðna.

John Daly: Happa-buxurnar hjálpuðu
Stuðboltinn John Daly sló vel á fyrsta hringnum á opna breska meistaramótinu í golfi í dag. Hann lauk keppni á 66 höggum, sex undir pari, og var óheppinn að gera ekki betur.

Fjöldi íslenskra kylfinga tvöfaldast á tíu árum
Samkvæmt gögnum Golfsambands Íslands eru 75 prósent af kylfingum á Íslandi karlar. Meirihluti kylfinga er á aldrinum 22-49 ára eða 44 prósent.

Kylfusveinn Tigers gagnrýnir púttin hans
Steve Williams, kylfusveinn Tiger Woods, er nú ekki vanur að tjá sig mikið en hann hefur nú ákveðið að gagnrýna púttin hans Tigers rétt áður en Opna breska meistaramótið hefst.

Afleitt veður á St. Andrews í Skotlandi
Meistaraáskoruninni á opna breska mótinu í golfi hefur verið aflýst. Fyrrum sigurvegarar mótsins áttu að keppa í liðakeppni í dag en afleitt veður hefur sett strik í reikninginn.

Tiger skiptir um pútter
Tiger Woods greindi frá því í dag að hann muni nota nýjan pútter á Opna breska meistaramótinu sem hefst á St. Andrews á fimmtudag.

Hvassviðri ógnar opna breska meistaramótinu
Undirbúningur kylfinga fyrir opna breska meistaramótið gengur ekki sem best en það var gríðarlega hvasst er Tiger Woods og félagar æfðu á St. Andrews-vellinum í gær.

Ísland í 17. sæti á EM og fær þátttökurétt áfram
Íslenska karlalandsliðið í golfi náði að tryggja sér áframhaldandi þátttökurétt á EM með því að vinna sinn riðil í Svíþjóð. Íslandi lenti í 17. sæti af 20 þjóðum.

Íslensku golflandsliðin unnu bæði
Golflandslið Íslands í karla og kvennaflokki fóru bæði með sigur af hólmi í viðareignum sínum í dag. Bæði lið keppa um þessar mundir á Evrópumóti landsliða, stelpurnar á Spáni en strákarnir í Póllandi.

Golflandsliðin í C-riðil
Bæði karla- og kvennalandsliðið í golfi munu leika í C-riðli á EM áhugamanna.

Tiger í tómu rugli
Tiger Woods gengur afar illa að finna sitt fyrra form þessa dagana og spilamennsku hans virðist hreinlega hraka með hverri vikunni sem líður.

Golfstrákarnir nálægt botninum
Íslenska karlalandsliðið í golfi er í 18. sæti af 20 á Evrópumóti áhugamanna sem fram fer í Svíþjóð. Liðið lék samtals á 23 höggum yfir pari í dag eða tveim höggum meira en Sviss sem er í 17. sæti.

Íslenska liðið langneðst
Íslenska kvennalandsliðið í golfi fór ekki vel af stað á EM í dag og er í 17. og langneðsta sæti mótsins sem fram fer á Spáni.

Eygló dregur sig úr landsliðinu
Eygló Myrra Óskarsdóttur mun ekki fara með íslenska landsliðinu í golfi til Spánar þar sem sem landsliðið tekur þátt í Evrópumótinu.

Hlynur og Valdís með góða forystu
Hlynur Geir Hjartarson leiðir stigalista Eimskipsmótaraðarinnar í golfi eftir sigur á Canon-mótinu um síðustu helgi. Hann er með góða forystu en Kristján Þór Einarsson er honum næstur.

Léku 146 holur á Íslandi á 24 tímum
Tveir Englendingar spiluðu átta golfhringi og tveimur holum betur, alls 146 holur, á einum sólarhring í gær og í dag. Strákarnir voru að styrkja góð málefni í heimalandi sínu en þeir léku holurnar á Kiðjabergsvelli.

Hlynur Geir og Tinna unnu á Urriðavelli
Hlynur Geir Hjartarson og Tinna Jóhannsdóttir, bæði úr GK, unnu sigur á Canon-mótinu í golfi sem lauk á Urriðavelli í dag. Mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni.

Golflandsliðin fyrir EM valin
Ragnar Ólafsson landsliðsþjálfari hefur valið þá kylfinga sem taka þátt í EM í golfi í sumar. Keppt verður 6.-10.júlí. EM karla fer fram hjá Österåkers Golf Club, Åkersberga í Svíþjóð og kvennalið íslands leikur á La Manga Club á Spáni.

McDowell vann US Open - Tiger fjórði
Norður-Írinn Graeme McDowell varð í nótt fyrsti Evrópubúinn í 40 ár sem nær að vinna opna bandaríska meistaramótið í golfi. Hann gerði það með glæsibrag á Pebbe Beach í nótt.

Tiger fimm höggum frá efsta manni
Tiger Woods þarf að spila enn betur en hann gerði í gær á opna bandaríska meistaramótinu í golfi í dag. Þá fer lokadagurinn fram og er Tiger fimm höggum á eftir efsta manni.

Fimm ár Tiger Woods á toppnum á enda um helgina?
Opna bandaríska meistaramótið í golfi, US Open, verður um næstu helgi. Allra augu beinast sem endranær að Tiger Woods.

Hélt hann hefði sett vallarmet en var dæmdur úr leik
Það var æði skrautlegt Fitness Sport mótið á Eimskipsmótaröðinni um helgina. Veður sett strik í reikninginn og þá bárust fréttir af glæsilegu vallarmeti, sem þurfti síðan að draga til baka.

Sigurþór vann á Leirdalsvelli
Allt útlit er fyrir að Sigurþór Jónsson, GK, hafi borið sigur úr býtum á Fitness Sport-mótinu sem fór fram á Leirdalsvelli í dag.

Byrjað upp á nýtt á Fitness Sportmótinu í dag
Fitness Sportmótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi var frestað vegna slæms veðurs í gær og hringurinn sem leikinn var í gær var felldur niður að fullu. Mótið fer fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.

Seinni hring dagsins á Fitness Sportmótinu frestað
Það hefur orðið breyting á Fitness Sportmótinu sem er annað mótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi en spilað er á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Mótstjórn hefur ákveðið að fresta seinni hring dagsins vegna veðurs.

Birgir Leifur ætlar aftur á Evrópumótaröðina
Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson stefnir á að komast aftur inn á Evrópumótaröðina í golfi. Hann missti réttinn í fyrra en þá var hann meiddur.

Björgvin: Askan hafði mikil áhrif á alla
Björgvin Sigurbergsson og Valdís Þóra Jónsdóttir unnu fyrsta stigamót GSÍ sem fór fram í Eyjum um helgina. Björgvin var jafn Kristjáni Þór Einarssyni á 138 höggum en vann umspilið þar sem hann fékk par en Kristján skolla.

Björgvin vann eftir bráðabana
Björgvin Sigurbergsson úr GK vann fyrsta stigamót GSÍ-mótaraðarinnar eftir umspil við Kristján Þór Einarsson úr GKj. Þeir spiluðu báðir á 138 höggum eða á tveimur undir pari.

Valdís vann í Vestmannaeyjum
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni bar sigur úr býtum á Flugfélags Íslands mótinu en keppni í kvennaflokki er nýlokið. Leikið var í Vesmannaeyjum.

Ólafur Björn á fimm undir í Eyjum
Íslandsmeistarinn Ólafur Björn Loftsson er á fimm höggum undir pari eftir fyrri hringinn á Flugfélags Íslands-mótinu, fyrsta mótinu í Íslandsmeistaramótaröðinni, sem fer fram í Vestmannaeyjum.