Watney fagnaði sigri á heimsmótinu á Doral vellinum 14. mars 2011 11:30 Nick Watney sigraði á heimsmótinu í golfi sem lauk á Doral vellinum í Miami í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 29 ára gamli bandaríski kylfingur sigrar á heimsmótaröðinni. AP Nick Watney sigraði á heimsmótinu í golfi sem lauk á Doral vellinum í Miami í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 29 ára gamli bandaríski kylfingur sigrar á heimsmótaröðinni. Hann hefur hægt og bítandi skipað sér í hóp bestu kylfinga heims en hann lék lokahringinn á 5 höggum undir pari eða 67 höggum. Watney lék samtals á 16 höggum undir pari var tveimur höggum betri en Dustin Johnson. Fyrir sigurinn fékk Watney um 160 milljónir kr. „Ég er stoltur að ná að sigra á móti þar sem 50 bestu kylfingar heims eru á meðal keppenda," sagði Watney. Golfkennarinn Butch Harmon brost breitt í gær enda eru þeir Watney og Johnson báðir „nemendur" hjá hinum þekkta kennara. Watney hefur verið undir handleiðslu Harmon frá því hann var í háskólaliði Fresno State og á þeim tíma var hann alls ekki á meðal þeirra hæfileikaríkustu í íþróttinni. Watney hefur sýnt mikinn stöðugleika en hann hefur ávallt endað í hópi 10 efstu á þeim mótum sem hann hefur tekið þátt í á þessu ári. Francesco Molinari, frá Ítalíu, endaði í þriðja sæti ásamt Anders Hansen frá Danmörku. Hansen er í 50. sæti heimslistans og þar þarf hann að vera næstu tvær vikurnar til þess að öðlast keppnisrétt á Mastersmótinu sem hefst í apríl. Tiger Woods náði besta hringnum á þessu ári þegar hann lék síðustu 18 holurnar á 66 höggum eða 6 undir pari. Woods endaði í 10. sæti og er það besti árangur hans í 9 mánuði á PGA mótaröðinni. „Ég vil vinna golfmót og ég gerði það ekki í þessari viku. Það eru samt sem áður batamerki á leik mínum og ég mun taka það með mér í næsta mót," sagði Woods.Staða efstu manna Nick Watney (67-70-68-67) 272 högg Dustin Johnson (69-69-65-71) 274 högg Anders Hansen (71-69-68-67= 275 högg Francesco Molinari (68-68-70-69) 275 högg Matt Kuchar (68-69-68-71) 276 högg Luke Donald (67-72-66-72) 277 högg Adam Scott (68-70-68-71) 277 högg Rickie Fowler (71-73-68-66) 278 högg Hunter Mahan (64-71-71-73) 279 högg Jonathan Byrd (70-74-68-68) 280 högg Padraig Harrington (68-71-68-73) 280 högg Martin Laird (67-70-70- 73) 280 högg Rory McIlroy (68-69-69-74) 280 högg Tiger Woods (70-74-70-66) 280 högg Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Nick Watney sigraði á heimsmótinu í golfi sem lauk á Doral vellinum í Miami í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 29 ára gamli bandaríski kylfingur sigrar á heimsmótaröðinni. Hann hefur hægt og bítandi skipað sér í hóp bestu kylfinga heims en hann lék lokahringinn á 5 höggum undir pari eða 67 höggum. Watney lék samtals á 16 höggum undir pari var tveimur höggum betri en Dustin Johnson. Fyrir sigurinn fékk Watney um 160 milljónir kr. „Ég er stoltur að ná að sigra á móti þar sem 50 bestu kylfingar heims eru á meðal keppenda," sagði Watney. Golfkennarinn Butch Harmon brost breitt í gær enda eru þeir Watney og Johnson báðir „nemendur" hjá hinum þekkta kennara. Watney hefur verið undir handleiðslu Harmon frá því hann var í háskólaliði Fresno State og á þeim tíma var hann alls ekki á meðal þeirra hæfileikaríkustu í íþróttinni. Watney hefur sýnt mikinn stöðugleika en hann hefur ávallt endað í hópi 10 efstu á þeim mótum sem hann hefur tekið þátt í á þessu ári. Francesco Molinari, frá Ítalíu, endaði í þriðja sæti ásamt Anders Hansen frá Danmörku. Hansen er í 50. sæti heimslistans og þar þarf hann að vera næstu tvær vikurnar til þess að öðlast keppnisrétt á Mastersmótinu sem hefst í apríl. Tiger Woods náði besta hringnum á þessu ári þegar hann lék síðustu 18 holurnar á 66 höggum eða 6 undir pari. Woods endaði í 10. sæti og er það besti árangur hans í 9 mánuði á PGA mótaröðinni. „Ég vil vinna golfmót og ég gerði það ekki í þessari viku. Það eru samt sem áður batamerki á leik mínum og ég mun taka það með mér í næsta mót," sagði Woods.Staða efstu manna Nick Watney (67-70-68-67) 272 högg Dustin Johnson (69-69-65-71) 274 högg Anders Hansen (71-69-68-67= 275 högg Francesco Molinari (68-68-70-69) 275 högg Matt Kuchar (68-69-68-71) 276 högg Luke Donald (67-72-66-72) 277 högg Adam Scott (68-70-68-71) 277 högg Rickie Fowler (71-73-68-66) 278 högg Hunter Mahan (64-71-71-73) 279 högg Jonathan Byrd (70-74-68-68) 280 högg Padraig Harrington (68-71-68-73) 280 högg Martin Laird (67-70-70- 73) 280 högg Rory McIlroy (68-69-69-74) 280 högg Tiger Woods (70-74-70-66) 280 högg
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira