Ótrúlegir yfirburðir hjá Fowler gegn Mickelson Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. febrúar 2011 11:22 Rickie Fowler sýndi ótrúleg tilþrif á öðrum keppnisdegi á heimsmótinu í holukeppni í golfi í gær þar sem hann "rúllaði“ upp Phil Mickelson í 2. umferð í 32-manna úrslitum. AP Rickie Fowler sýndi ótrúleg tilþrif á öðrum keppnisdegi á heimsmótinu í holukeppni í golfi í gær þar sem hann „rúllaði" upp Phil Mickelson í 2. umferð í 32-manna úrslitum. Hinn 22 ára gamli Fowler sýndi enga miskun og vann hinn þaulreynda Mickelson 6 / 5 – sem er stærsti ósigur Mickelson í holukeppni frá upphafi. Ungir kylfingar stálu senunni í gær á þessu sterka móti en Fowler var á 8 höggum undir pari þegar leiknum lauk á 13. holu. Hinn 17 ára gamli Matteo Manassero frá Ítalíu sigraði Charl Schwartzel frá Suður-Afríku og hinn 23 ára gamli Jason Day vann Paul Casey 4 /2. Manassero er eitt mesta efni sem komið hefur fram á síðari árum. Hann er yngsti sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni frá upphafi og einnig sá yngsti sem hefur sigrað á opna breska áhugamannamótinu. Mótshaldara eru eflaust ekki sáttir við þá staðreynd að stærstu nöfn mótsins eru úr leik. Tiger Woods féll úr keppni í fyrstu umferð, Lee Westwood, sem er efstur á heimslistanum, er úr leik eftir að hafa tapað gegn Nick Watney frá Bandaríkjunum. Steve Stricker og Jim Furyk eru einnig úr leik en þeir féllu báðir úr keppni í fyrstu umferð. Þjóðverjinn Martin Kaymer vann Justin Rose frá Englandi en Kaymer er í öðru sæti heimslistans og er líklegur til afreka. Hann þurfti að hafa verulega fyrir sigrinum gegn Rose og úrslitin réðust ekki fyrr en á 20. holu. Af þeim 16 kylfingum sem eru eftir í keppninni er helmingur þeirra 30 ára eða yngri. Norður-Írinn Rory McIlroy átti ekki góðan dag gegn Ben Crane frá Bandaríkjunum. Hinn 21 árs gamli McIlroy, sem er í 7. sæti heimslistans, sá aldrei til sólar gegn Crane og tapaði með gríðarlegum mun, 8/7. Leiknum var því lokið á 11. braut. Graeme McDowell frá Norður –Írlandi komst áfram með því að vinna Ross Fisher frá Englandi 4/2. Með sigrinum er öruggt að McDowell hefur sætaskipti við Tiger Woods á heimslistanum og fer Woods niður í fjórða sæti. Miguel Angel Jimenez frá Spáni er langelsti kylfingurinn sem er enn í baráttunni, en hann er 47 ára gamall. Hann hefur eflaust fengið sér vindling og rauðvín í gærkvöldi en Jimenez kann að njóta lífsins og er yfirleitt ekki að stressa sig mikið á hlutunum. Hann mætir Ben Crane í næstu umferð. Þeir sem mætast í þriðju umferð eru: Bobby Jones deildin: Nick Watney – Ryan Moore Matteo Manessero – Luke Donald Sigurvegarnir úr þessum tveimur leikjum mætast í átta manna úrslitum. Ben Hogan deildin: Rickie Fowler – Matt Kuchar Greame McDowell – YE Yang Sigurvegarnir úr þessum tveimur leikjum mætast í átta manna úrslitum. Sigurvegararnir úr Bobby Jones deildinni og Ben Hogan deildinni mætast í undanúrslitum: Gary Player deildin: Martin Kaymer – Hunter Mahan Ben Crane – Miguel Angel Jimenez Sigurvegarnir úr þessum tveimur leikjum mætast í átta manna úrslitum.Sam Snead deildin: Geoff Ogilvy – Bubba Watson Jason Day – JB Holmes Sigurvegarnir úr þessum tveimur leikjum mætast í átta manna úrslitum. Sigurvegararnir úr Gary Player deildinni og Sam Snead deildinni mætast í undanúrslitum: Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Rickie Fowler sýndi ótrúleg tilþrif á öðrum keppnisdegi á heimsmótinu í holukeppni í golfi í gær þar sem hann „rúllaði" upp Phil Mickelson í 2. umferð í 32-manna úrslitum. Hinn 22 ára gamli Fowler sýndi enga miskun og vann hinn þaulreynda Mickelson 6 / 5 – sem er stærsti ósigur Mickelson í holukeppni frá upphafi. Ungir kylfingar stálu senunni í gær á þessu sterka móti en Fowler var á 8 höggum undir pari þegar leiknum lauk á 13. holu. Hinn 17 ára gamli Matteo Manassero frá Ítalíu sigraði Charl Schwartzel frá Suður-Afríku og hinn 23 ára gamli Jason Day vann Paul Casey 4 /2. Manassero er eitt mesta efni sem komið hefur fram á síðari árum. Hann er yngsti sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni frá upphafi og einnig sá yngsti sem hefur sigrað á opna breska áhugamannamótinu. Mótshaldara eru eflaust ekki sáttir við þá staðreynd að stærstu nöfn mótsins eru úr leik. Tiger Woods féll úr keppni í fyrstu umferð, Lee Westwood, sem er efstur á heimslistanum, er úr leik eftir að hafa tapað gegn Nick Watney frá Bandaríkjunum. Steve Stricker og Jim Furyk eru einnig úr leik en þeir féllu báðir úr keppni í fyrstu umferð. Þjóðverjinn Martin Kaymer vann Justin Rose frá Englandi en Kaymer er í öðru sæti heimslistans og er líklegur til afreka. Hann þurfti að hafa verulega fyrir sigrinum gegn Rose og úrslitin réðust ekki fyrr en á 20. holu. Af þeim 16 kylfingum sem eru eftir í keppninni er helmingur þeirra 30 ára eða yngri. Norður-Írinn Rory McIlroy átti ekki góðan dag gegn Ben Crane frá Bandaríkjunum. Hinn 21 árs gamli McIlroy, sem er í 7. sæti heimslistans, sá aldrei til sólar gegn Crane og tapaði með gríðarlegum mun, 8/7. Leiknum var því lokið á 11. braut. Graeme McDowell frá Norður –Írlandi komst áfram með því að vinna Ross Fisher frá Englandi 4/2. Með sigrinum er öruggt að McDowell hefur sætaskipti við Tiger Woods á heimslistanum og fer Woods niður í fjórða sæti. Miguel Angel Jimenez frá Spáni er langelsti kylfingurinn sem er enn í baráttunni, en hann er 47 ára gamall. Hann hefur eflaust fengið sér vindling og rauðvín í gærkvöldi en Jimenez kann að njóta lífsins og er yfirleitt ekki að stressa sig mikið á hlutunum. Hann mætir Ben Crane í næstu umferð. Þeir sem mætast í þriðju umferð eru: Bobby Jones deildin: Nick Watney – Ryan Moore Matteo Manessero – Luke Donald Sigurvegarnir úr þessum tveimur leikjum mætast í átta manna úrslitum. Ben Hogan deildin: Rickie Fowler – Matt Kuchar Greame McDowell – YE Yang Sigurvegarnir úr þessum tveimur leikjum mætast í átta manna úrslitum. Sigurvegararnir úr Bobby Jones deildinni og Ben Hogan deildinni mætast í undanúrslitum: Gary Player deildin: Martin Kaymer – Hunter Mahan Ben Crane – Miguel Angel Jimenez Sigurvegarnir úr þessum tveimur leikjum mætast í átta manna úrslitum.Sam Snead deildin: Geoff Ogilvy – Bubba Watson Jason Day – JB Holmes Sigurvegarnir úr þessum tveimur leikjum mætast í átta manna úrslitum. Sigurvegararnir úr Gary Player deildinni og Sam Snead deildinni mætast í undanúrslitum:
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira