Þekktir kappar vilja hanna ÓL golfvöllinn í Brasilíu Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 8. mars 2011 16:00 Jack Nicklaus hefur hannað fjölmarga golfvelli á síðustu áratugum. Nordic Photos/Getty Images Keppt verður í golfi í fyrsta sinn á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 2016 og helstu golfvallahönnuðir heims keppast nú um að þeir verði valdir til þess að hanna keppnisvöllinn fyrir ÓL. Robert Trent Jones, einn þekktasti golfvallarhönnuður heims hefur dvalið í Brasilíu undanfarna daga til þess að kynna sér aðstæður. Hann mun fá harða samkeppni frá þekktum kylfingum sem hafa gert það gott í golfvallarhönnun á undanförnum árum. Þar má nefna Jack Nicklaus, Arnold Palmer, Gary Player, Nick Faldo, Seve Ballesteros og Greg Norman. Jones hefur fengið einn þekktast kylfing Brasilíu, Mario Gonzalez, með sér í lið og hafa þeir hitt skipulagsnefnd ÓL í Brasilíu. Ekki er búið að ákveða hvar völlurinn verður byggður en flestir eru á þeirri skoðun að völlurinn verði ekki langt frá aðalkeppnissvæðinu. Nicklaus og Norman eru án efa líklegir til þess að fá verkefnið en þeir hafa fengið þekktar konur úr golfíþróttinni til þess að kynna sínar hugmyndir. Lorena Ochoa frá Mexíkó ætlar að vinna með Nicklaus og Annika Sörenstam frá Svíþjóð er í „liði" með Norman. Að öllum líkindum verður keppnisvöllurinn byggður með það að markmiðið að almenningur geti notað hann eftir leikana þar sem að golfíþróttin hefur ekki náð að festa sig í sessi í Brasilíu. Aðeins 30.000 kylfingar eru skráðir í landinu og rétt um 100 golfvellir eru í notkun. Það þykir ekki mikið í landi þar sem að búa um 200 milljónir. Til samanburðar eru tæplega 70 golfvellir á Íslandi og um rúmlega 15.000 kylfingar. Keppnisfyrirkomulagið í golfkeppninni á ÓL er með þeim hætti að 60 karlar og 60 konur taka þátt. Leiknar verða 72 holur á fjórum dögum í höggleik. Búast má við því að flestir af bestu kylfingum heims ætli sér að skrifa nafn sitt í sögubækurnar þegar nýr kafli hefst í golfsögunni í Brasilíu. Golf Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Keppt verður í golfi í fyrsta sinn á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 2016 og helstu golfvallahönnuðir heims keppast nú um að þeir verði valdir til þess að hanna keppnisvöllinn fyrir ÓL. Robert Trent Jones, einn þekktasti golfvallarhönnuður heims hefur dvalið í Brasilíu undanfarna daga til þess að kynna sér aðstæður. Hann mun fá harða samkeppni frá þekktum kylfingum sem hafa gert það gott í golfvallarhönnun á undanförnum árum. Þar má nefna Jack Nicklaus, Arnold Palmer, Gary Player, Nick Faldo, Seve Ballesteros og Greg Norman. Jones hefur fengið einn þekktast kylfing Brasilíu, Mario Gonzalez, með sér í lið og hafa þeir hitt skipulagsnefnd ÓL í Brasilíu. Ekki er búið að ákveða hvar völlurinn verður byggður en flestir eru á þeirri skoðun að völlurinn verði ekki langt frá aðalkeppnissvæðinu. Nicklaus og Norman eru án efa líklegir til þess að fá verkefnið en þeir hafa fengið þekktar konur úr golfíþróttinni til þess að kynna sínar hugmyndir. Lorena Ochoa frá Mexíkó ætlar að vinna með Nicklaus og Annika Sörenstam frá Svíþjóð er í „liði" með Norman. Að öllum líkindum verður keppnisvöllurinn byggður með það að markmiðið að almenningur geti notað hann eftir leikana þar sem að golfíþróttin hefur ekki náð að festa sig í sessi í Brasilíu. Aðeins 30.000 kylfingar eru skráðir í landinu og rétt um 100 golfvellir eru í notkun. Það þykir ekki mikið í landi þar sem að búa um 200 milljónir. Til samanburðar eru tæplega 70 golfvellir á Íslandi og um rúmlega 15.000 kylfingar. Keppnisfyrirkomulagið í golfkeppninni á ÓL er með þeim hætti að 60 karlar og 60 konur taka þátt. Leiknar verða 72 holur á fjórum dögum í höggleik. Búast má við því að flestir af bestu kylfingum heims ætli sér að skrifa nafn sitt í sögubækurnar þegar nýr kafli hefst í golfsögunni í Brasilíu.
Golf Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira