Innlent

„Tel ekki til­efni til að svara þessari Facebook færslu sér­stak­lega“

Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn.

Innlent

Fjölnotaíþróttahús byggt í Borgar­nesi

Heilmiklar framkvæmdir fara fram í Borgarbyggð á nýju ári en þar ber helst að nefna byggingu nýs fjölnotaíþróttahúss í Borgarnesi og endurbyggingu á grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum. Kostnaðurinn við þessi tvö verkefni er um þriðja milljarð króna.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Karlmaður á þrítugsaldri er alvarlega særður eftir að hann var stunginn í búkinn í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn grunaður um árásina. Mennirnir eru ekki taldir tengjast. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 

Innlent

Í lífs­hættu eftir tilefnislausa stunguárás

Karlmaður á þrítugsaldri er mjög alvarlega særður eftir að hann var stunginn í vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn grunaður um árásina. Tildrög árásarinnar eru óljós.

Innlent

Breiðfylkingin og SA funda hjá ríkis­sátta­semjara

Samninganefnd breiðfylkingar stéttarfélaga kemur saman til fundar klukkan 11 til að ræða um næstu skref í harðnandi kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins. Klukkan 13 fundar samninganefndin með SA hjá ríkissáttasemjara. Viðræðurnar eru komnar í uppnám, og líklegt þykir að deilunni verði formlega vísað til ríkissáttsemjara. 

Innlent

Hlýrra í dag en kólnar á ný á morgun

Hlýrra verður á landinu í dag en undanfarna daga og hiti í kringum frostmark. Spáð er austan átt, 10-18 metrum á sekúndu sunn­an­til með slyddu eða rign­ingu, en mun hæg­ari norðan­lands og snjó­koma.

Innlent

Unnið með vitund en ekki sátt fjöl­skyldunnar

Troels Uhrbrand Rasmussen dagskrárstjóri Pipeline, kvikmyndafyrirtækisins sem framleiddi þættina A Dangerous Boy, eða Hættulegur strákur, þar sem fjallað er um Sigga hakkara svokallaðan, segir margt skjóta skökku við í gagnrýni sem fram hefur komið á þættina og verklagið.

Innlent

Ung­lingur skemmdi lög­reglu­bíl

Þegar lögregluþjónar voru kallaðir til aðstoðar vegna unglingasamkvæmis í Árbæ gærkvöldi var einn unglingur handtekinn, eftir að hann skemmdi lögreglubíl. Í dagbók lögreglu segir að málið verði unnið með barnavernd og forráðamönnum.

Innlent

Met slegið í raf­orku­notkun á höfuð­borgar­svæðinu

Mesta rafmagnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu frá upphafi mældist í vikunni en fyrra met hafði staðið frá 2008. Aukin orkunotkun skýrist af orkuskiptum, fólksfjölgun og ferðamannastraumi. Reikna megi með tvöföldun í raforkudreifingu á næstu 20 til 30 árum.

Innlent

Máttu ekki segja konu upp vegna grófra hótana barns­föður

Fyrirtæki í Reykjavík hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni laun á uppsagnafresti og miskabætur vegna ólögmætrar riftunar á ráðningarsamningi. Konan hafi ekki getað borið ábyrgð á grófum hótunum barnsföður síns í garð samstarfsmanns hennar. Landsréttur kollvarpaði fyrri niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu.

Innlent

Mygla í Blóðbankanum hafi ekki á­hrif á starf­semi bankans

Mygla greindist í Blóðbankanum í sumar. Læknir segir ekkert benda til þess að mygla og raki hafi áhrif á blóð sem geymt er í bankanum, loftgæði séu góð í húsinu og forsvaranlegt að halda starfseminni áfram. Öryggi starfsmanna, blóðgjafa og starfseminnar sé tryggt. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ný og djúp sprunga opnaðist í Grindavík í dag en hættumat Veðurstofunnar var fært niður þar sem eldgosi er formlega lokið. Bláa lónið verður opnað á morgun.

Innlent

Mann­réttinda­dóm­stóllinn vísar máli Hussein frá

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur lýst kæru íranska hælisleitandans Hussein Hussein og fjölskyldu hans ótæka til efnismeðferðar og vísað henni frá. Einnig hefur dómstóllinn ákveðið að aflétta bráðabirgðastöðvun á flutningi Hussein frá Íslandi til Grikklands. 

Innlent

Ó­vissu­stig vegna snjó­flóða­hættu í Mýr­dal

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Suðurlandi. Mikilli snjókomu og austan skafrenningi er spáð í Mýrdalnum í dag föstudag og fram í fyrramálið og er talið að í Mýrdalnum geti skapast snjóflóðahætta á þekktum stöðum.

Innlent

Neituðu að fara út í kuldann

Hópur heimilislausra manna fór í setuverkfalli í gistiskýlinu á Granda í morgun. Þeir mótmæltu því að skýlinu sé lokað klukkan tíu í frosthörku þegar flestir liggi í flensu. Formaður Velferðarráðs hjá Reykjavíkurborg segir aðstöðu í skýlinu ekki fullnægjandi á daginn. Neyðaropnun hafi verið virkjuð og boðið upp á úrræði og þjónustu í Samhjálp yfir daginn.

Innlent

Héraðssaksóknari leitar að manni

Héraðssaksóknari óskar eftir að ná tali af aðila á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar og varðar skemmdarverk á bifreið lögreglumanns þann 20. desember 2023.

Innlent

Raf­magn aftur komið á Grinda­vík

Rafmagn er eftir komið á Grindavík eftir að hafa farið út um klukkan 7:15 í morgun vegna bilunar í stofnstreng sem liggur undir hrauni í kjölfar eldgossins um helgina.

Innlent