Innlent

„Þetta er komið að þolmörkum“

Líklega mun gjósa á næstu þremur dögum að sögn eldfjallafræðingsins Þorvaldar Þórðarsonar. Hann spáir kraftmiklu eldgosi sem detti hratt niður og endist stutt. Á Veðurstofunni fylgjast sérfræðingar grannt með mælum og vefmyndavélum til að geta brugðist sem hraðast við.

Innlent

Vinstri græn næðu ekki inn á þing

Vinstri græn mælast með 4,7 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn myndi detta af þingi ef niðurstaðan yrði þessi í næstu Alþingiskosningum. Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkur landsins þó fylgið dali um rúm tvö prósentustig frá síðustu könnun.

Innlent

Nýr for­seta­fram­bjóðandi stígur fram

Agnieszka Sokolowska, verkefnastjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og sjálfstætt starfandi túlkur, hefur boðið sig fram til embættis forseta Íslands fyrir forsetakosningarnar 2024.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Samninganefndir breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins hafa setið á fundi hjá ríkissáttasemjara í allan dag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá karphúsinu og förum yfir nýjustu vendingar.

Innlent

Hvalur hf. fær 400 þúsund króna sekt

Matvælastofnun hefur sektað Hval hf. um 400 þúsund krónur eftir að fyrirtækið braut dýravelferðarlög þegar hálftími leið á milli fyrra skots og síðara skots við veiðar á hval. Dýrið drapst nokkrum mínútum eftir síðara skotið en í kjölfar atviksins voru veiðar stöðvaðar á hvalveiðibátnum sem veiddi hvalinn. 

Innlent

Telja hóf­legar launa­hækkanir ekki duga einar og sér

Viðræðunefnd VR og Landssambands íslenskra verzlunarmanna (LÍV) hafa formlega óskað eftir að ríkissáttasemjari hlutist til um viðræður við Samtök atvinnulífsins. Nefndin telur að í viðræðunum dugi hóflegar launahækkanir ekki einar og sér.

Innlent

Hildi­gunnur nýr veður­stofu­stjóri

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa Hildigunni H. H. Thorsteinsson í embætti forstjóra Veðurstofu Íslands til næstu fimm ára. Hún verður skipuð í embættið frá og með 1. júní næstkomandi.

Innlent

Altjón á yfir sex­tíu húsum í Grinda­vík

Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. 

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fylgjumst við með kjarasamningsviðræðunum í Karphúsinu en þar hefur ýmislegt gengið á síðustu daga.

Innlent

Mat á skemmdum eigna í Grinda­­vík nánast lokið

Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku.

Innlent

Lög­reglan lýsir eftir manni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum. Hann er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík í síma 444-1000.

Innlent

„Þess full­viss að verkfallsboðunin verður sam­þykkt“

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist vera fullviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsboðun. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um verkföll starfsfólks sem starfa við ræstingu á mánudag. Fundað verður á eftir í Karphúsinu klukkan níu.

Innlent

Kom til landsins með kíló af kókaíni inn­vortis

Maður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudaginn til tuttugu mánaða fangelsisvistar og greiðslu rúmra tveggja milljón króna í sakarkostnað fyrir að hafa farið með rúmt kíló af kókaíni földu innvortis til Íslands með flugi frá París.

Innlent