Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. mars 2025 21:04 Eyvindur og Aðalbjörg Rún, kúabændur á Stóru – Mörk í Rangárþingi eystra með verðlaunin sín frá Búnaðarsambandi Suðurlands, sem Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri afhenti þeim á aðalfundi kúabænda á Suðurlandi á Hvolvelli í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kúabændurnir, sem eiga afurðahæsta kúabú landsins annað árið í röð vilja fá norskar kýr til landsins því þær muni alltaf nýta heyið betur og mjólka meira en íslenska kýrnar. Hér erum við að tala um bændurnar á bænum Stóru – Mörk í Rangárþingi eystra. Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi fór fram í Hvolnum á Hvolsvelli í gær þar sem Búnaðarsamband Suðurlands veitti m.a. verðlaun fyrir góðan árangur kúabúa á nýliðnu ári. Ábúendurnir á Stóru – Mörk fengu Huppu styttuna svonefndu, sem er farandgripur og svo verðlaunaplatta fyrir frábæran árangur með kúabúið en kýrnar á búinu mjólkuðu rétt rúmlega níu þúsund lítra á árskú 2024 en þetta er í fyrsta sinn, sem kúabú fer yfir níu þúsund lítra á árskú og er því Íslandsmet í afurðum. 130 mjólkurkýr eru á bænum. Þetta er ótrúlega vel gert hjá ykkur, eruð þið ekki ánægð? „Jú og mikil vinna og allir dagar eins,” segir Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, kúabóndi á Stóru-Mörk. „Þessar kýr eru eins og fjögurra ára krakkar og vilja hafa alla daga nákvæmlega eins, já kannski ekkert mjög rómantískt en mikil vinna og allir dagar nákvæmlega eins,” bætir Eyvindur Ágústsson, kúabóndi á bænum við. Kýrnar á Stóru-Mörk, settu Íslandsmet í afurðum á síðasta ári en þetta er annað árið í röð, sem kúabúið er það afurðahæsta á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og bændurnir eru æstir í að flytja inn nýtt kúakyn til landsins. „Já, að sjálfsögðu. Ég held að við eigum að vera opin fyrir því að skoða þetta eins og allt annað miðað við hvað allt hvernig búrekstur er orðin þungur í dag. Ég vil flytja inn NFR norskar rauðar, þær heilla mig mest,” segir Aðalbjörg Rún. En hvað segir Eyvindur? „Ég myndi allan daginn velja þessar norsku rauðu, það eru rosalega heilsuhraust kýr og með góða fóðurnýtingu þannig að við myndum fá bara mun meiri mjólk út í heyinu okkar heldur en við gerum í dag og minka þá þetta innflutta kjarnfóður.” Og þessi skilaboð í lokin frá Aðalbjörgu Rún „Við eigum bara að vera opin og skoða allar hliðar á öllum málum. Við erum það og vonum bara að það séu fleiri, sem geri það líka”. Fallegur kálfur í fjósinu á Stóru – Mörk.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Kýr Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi fór fram í Hvolnum á Hvolsvelli í gær þar sem Búnaðarsamband Suðurlands veitti m.a. verðlaun fyrir góðan árangur kúabúa á nýliðnu ári. Ábúendurnir á Stóru – Mörk fengu Huppu styttuna svonefndu, sem er farandgripur og svo verðlaunaplatta fyrir frábæran árangur með kúabúið en kýrnar á búinu mjólkuðu rétt rúmlega níu þúsund lítra á árskú 2024 en þetta er í fyrsta sinn, sem kúabú fer yfir níu þúsund lítra á árskú og er því Íslandsmet í afurðum. 130 mjólkurkýr eru á bænum. Þetta er ótrúlega vel gert hjá ykkur, eruð þið ekki ánægð? „Jú og mikil vinna og allir dagar eins,” segir Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, kúabóndi á Stóru-Mörk. „Þessar kýr eru eins og fjögurra ára krakkar og vilja hafa alla daga nákvæmlega eins, já kannski ekkert mjög rómantískt en mikil vinna og allir dagar nákvæmlega eins,” bætir Eyvindur Ágústsson, kúabóndi á bænum við. Kýrnar á Stóru-Mörk, settu Íslandsmet í afurðum á síðasta ári en þetta er annað árið í röð, sem kúabúið er það afurðahæsta á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og bændurnir eru æstir í að flytja inn nýtt kúakyn til landsins. „Já, að sjálfsögðu. Ég held að við eigum að vera opin fyrir því að skoða þetta eins og allt annað miðað við hvað allt hvernig búrekstur er orðin þungur í dag. Ég vil flytja inn NFR norskar rauðar, þær heilla mig mest,” segir Aðalbjörg Rún. En hvað segir Eyvindur? „Ég myndi allan daginn velja þessar norsku rauðu, það eru rosalega heilsuhraust kýr og með góða fóðurnýtingu þannig að við myndum fá bara mun meiri mjólk út í heyinu okkar heldur en við gerum í dag og minka þá þetta innflutta kjarnfóður.” Og þessi skilaboð í lokin frá Aðalbjörgu Rún „Við eigum bara að vera opin og skoða allar hliðar á öllum málum. Við erum það og vonum bara að það séu fleiri, sem geri það líka”. Fallegur kálfur í fjósinu á Stóru – Mörk.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Kýr Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira