Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2025 09:27 Kolbeinn Tumi og Berghildur Erla eru meðal þeirra sem eru tilnefnd til Blaðamannaverðlaunanna 2024. Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason, blaðamenn fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, eru tilnefnd til Blaðamannaverðlaunanna 2024. Berghildur Erla er tilnefnd í flokknum Umfjöllun ársins fyrir sjónvarpsþáttaröðina Vistheimilin en í rökstuðningi dómnefndar segir: „Rannsóknarvinna blaðamannsins skín í gegn í ítarlegum og vönduðum þáttum þar sem viðmælendur stíga fram og ræða þungbæra lífsreynslu, margir hverjir í fyrsta sinn. Fjölmargar aðrar heimildir eru dregnar fram og settar í samhengi. Umfjöllunarefni sem erfitt er að gera myndræn skil en það er leyst á bæði hugmyndaríkan og áhrifamikinn hátt.“ Kolbeinn Tumi er tilnefndur í flokknum Viðtal ársins, fyrir viðtal sitt við Davíð Viðarsson. Í rökustuðningi dómnefndar segir: „Án óþarfa málalenginga er sögu hins upprunalega Davíðs Viðarssonar gerð skil. Aðstæður hans og samskipti við Quang Le eru harmrænar og blaðamaðurinn nálgast viðmælandann af virðingu og nærgætni, um leið og hann gerir flókna sögu skýra og spennandi. Viðtalið er knappt en engu að síður eitt hið eftirminnilegasta frá árinu enda óvæntur vinkill á stórt fréttamál.“ Í flokknum Umfjöllun ársins eru tilnefndir ásamt Berghildi þau Guðrún Huld Pálsdóttir, ritstjóri Bændablaðsins, fyrir umfjöllun um einokun á íslenskum með koltvísýring, og Pétur Magnússon, fréttamaður hjá RÚV, fyrir útvarpsþáttaröðina Skaða um mál Árna Tómasar Ragnarssonar læknis. Auk Kolbeins Tuma eru tilnefnd fyrir Viðtal ársins Erla Hlynsdóttir, blaðamaður hjá Heimildinni, fyrir viðtal við Agnesi M. Sigurðardóttur biskup, og Eva Björk Benediktsdóttir, fréttamaður RÚV, fyrir viðtal við Hafdísi Báru Óskarsdóttur, sem varð fyrir lífshættulegri líkamsárás af hendi barnsföður síns. Jóhann Bjarni Kolbeinsson og Árni Þór Theodórsson, fréttamenn hjá RÚV, eru tilnefndir í flokknum Rannsóknarblaðamennska ársins fyrir umfjöllun um unga fatlaða einstaklinga sem vistaðir eru á hjúkrunarheimilum, Sunna Ósk Logadóttir og Bjartmar Oddur Þeyr Alexanderson, blaðamenn á Heimildinni, fyrir fréttaskýringar um Running Tide, og Urður Örlygsdóttir og Arnar Þórisson, fréttamenn hjá RÚV, fyrir umfjöllun um mansal á matsölustöðum Quang Le. Í flokknum Blaðamannaverðlaun ársins eru tilnefnd Auður Jónsdóttir á Heimildinni fyrir fjölbreytt viðtöl og umfjöllun, Freyr Gígja Gunnarsson hjá RÚV fyrir fréttaskýringar í Speglinum og Hólmfríður María Ragnhildardóttir á Morgunblaðinu og mbl.is fyrir umfjöllun um skólakerfi í vanda. Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Berghildur Erla er tilnefnd í flokknum Umfjöllun ársins fyrir sjónvarpsþáttaröðina Vistheimilin en í rökstuðningi dómnefndar segir: „Rannsóknarvinna blaðamannsins skín í gegn í ítarlegum og vönduðum þáttum þar sem viðmælendur stíga fram og ræða þungbæra lífsreynslu, margir hverjir í fyrsta sinn. Fjölmargar aðrar heimildir eru dregnar fram og settar í samhengi. Umfjöllunarefni sem erfitt er að gera myndræn skil en það er leyst á bæði hugmyndaríkan og áhrifamikinn hátt.“ Kolbeinn Tumi er tilnefndur í flokknum Viðtal ársins, fyrir viðtal sitt við Davíð Viðarsson. Í rökustuðningi dómnefndar segir: „Án óþarfa málalenginga er sögu hins upprunalega Davíðs Viðarssonar gerð skil. Aðstæður hans og samskipti við Quang Le eru harmrænar og blaðamaðurinn nálgast viðmælandann af virðingu og nærgætni, um leið og hann gerir flókna sögu skýra og spennandi. Viðtalið er knappt en engu að síður eitt hið eftirminnilegasta frá árinu enda óvæntur vinkill á stórt fréttamál.“ Í flokknum Umfjöllun ársins eru tilnefndir ásamt Berghildi þau Guðrún Huld Pálsdóttir, ritstjóri Bændablaðsins, fyrir umfjöllun um einokun á íslenskum með koltvísýring, og Pétur Magnússon, fréttamaður hjá RÚV, fyrir útvarpsþáttaröðina Skaða um mál Árna Tómasar Ragnarssonar læknis. Auk Kolbeins Tuma eru tilnefnd fyrir Viðtal ársins Erla Hlynsdóttir, blaðamaður hjá Heimildinni, fyrir viðtal við Agnesi M. Sigurðardóttur biskup, og Eva Björk Benediktsdóttir, fréttamaður RÚV, fyrir viðtal við Hafdísi Báru Óskarsdóttur, sem varð fyrir lífshættulegri líkamsárás af hendi barnsföður síns. Jóhann Bjarni Kolbeinsson og Árni Þór Theodórsson, fréttamenn hjá RÚV, eru tilnefndir í flokknum Rannsóknarblaðamennska ársins fyrir umfjöllun um unga fatlaða einstaklinga sem vistaðir eru á hjúkrunarheimilum, Sunna Ósk Logadóttir og Bjartmar Oddur Þeyr Alexanderson, blaðamenn á Heimildinni, fyrir fréttaskýringar um Running Tide, og Urður Örlygsdóttir og Arnar Þórisson, fréttamenn hjá RÚV, fyrir umfjöllun um mansal á matsölustöðum Quang Le. Í flokknum Blaðamannaverðlaun ársins eru tilnefnd Auður Jónsdóttir á Heimildinni fyrir fjölbreytt viðtöl og umfjöllun, Freyr Gígja Gunnarsson hjá RÚV fyrir fréttaskýringar í Speglinum og Hólmfríður María Ragnhildardóttir á Morgunblaðinu og mbl.is fyrir umfjöllun um skólakerfi í vanda.
Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira