Innlent

Líkams­á­rásir, skemmdar­verk og klifurslys

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Þrír voru handteknir fyrir líkamsárás á höfuðborgarsvæðinu í nótt, í þremur aðskildum málum. 

Þá var tilkynnt um eignaspjöll í hverfum 104, 105 og 110, þar sem rúður voru meðal annars brotnar og farið inn í hús.

Ein tilkynning barst um slys, þar sem maður hafði verið að klifra niður kaðal af svölum húss og átti um það bil fimm metra ófarna niður þegar hann missti takið og datt. Var hann fluttur á bráðamóttöku til skoðunar.

Lögreglu barst einnig tilkynning um þjófnað í Hafnarfirði, þar sem farið var inn í búningsklefa og eigum íþróttaiðkenda stolið.

Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni og þá hafði lögregla sérstakt eftirlit með veitingastöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×