Innlent

Kartöfluummælin hjálpi lítið: „Þú getur rétt í­myndað þér hvernig fólk tekur þessu“

Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, gefur lítið fyrir ummæli Sigríðar Margrétar Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, sem sagði að ef hún væri jólasveinninn þá myndi hún gefa flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn. Hann segist ekki vita hver meðallaun flugumferðarstjóra séu og að hann láti hækkunina sem farið sé fram á liggja á samningsborðinu.

Innlent

Maður grunaður um mann­dráp ekki lengur í far­banni

Maður á þrítugsaldri, sem er grunaður um að hafa orðið konu að bana á Selfossi í apríl á þessu ári, sætir ekki lengur farbanni. Farbannið rann út fyrir helgi og Héraðsdómur Suðurlands framlengdi það ekki. Lögreglan á Suðurlandi hefur kært ákvörðunina til Landsréttar.

Innlent

Ekki viss um hvort hægt væri að út­rýma fá­tækt

Félagsmálaráðherra segist ekki viss um hvort hægt væri að útrýma fátækt en það ætti hins vegar að vera markmiðið. Þingmenn vitnuðu í nýlegar skýrslur á Alþingi í dag sem sýndu að tugir þúsunda ættu erfitt með að ná endum saman og fjöldi byggi við sárafátækt.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Öllum mögulegum flóttaleiðum íbúa Gaza hefur verið lokað eftir að Ísraelsmenn hófu öflugar loftárásir á suðurhluta Gazastrandarinnar. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Innlent

Rauk í burtu en skildi eftir veskið og typpateikningu í snjónum

Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Edda Björk Arnardóttir, sem þá stóð til að afhenda norskum yfirvöldum, sætti gæsluvarðhaldi á grundvelli norrænnar handtökuskipunar. Í úrskurði Landsréttar er vakin athygli á því að Edda Björk hafi vanrækt tilkynningarskyldu þegar hún sætti farbanni. Þá beið typpamynd í snjó lögreglu við eina húsleit.

Innlent

Nú má heita Strympa

Mannanafnanefnd hefur birt fjölda úrskurða um mannanöfn sem kveðnir voru upp í gær. Meðal nafna sem voru samþykkt eru Strympa, Doddi og Íviðja. Kvenmannsnöfnunum Talia og Leah var hins vegar hafnað.

Innlent

Sig­ríður Hrund í­hugar fram­boð til for­seta Ís­lands

Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir, eigandi Vinnupalla ehf. og fyrrverandi formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, liggur undir feldi varðandi mögulegt forsetaframboð á nýju ári. Forseti Íslands ætlar ekki að upplýsa um áform sín fyrr en í áramótaávarpi sínu.

Innlent

Íbúðarleigufyrirtæki skjóti sér undan skatti

Fjármálaráðherra segir að rétta þurfi samkeppnisstöðu AirBnB og þeirra fyrirtækja sem væru með íbúðir á leigu og efla samstarf ríkis og sveitarfélaga í eftirliti með þessari starfsemi. Formaður Samfylkingarinnar segir fjölda fyrirtækja koma sér undan því að greiða hærri fasteignagjöld af íbúðaleigu með því að skrá íbúðirnar sem íbúðarhúsnæði.

Innlent

Loka grunn­skólanum á Hólum

Grunnskólanum austan Vatna á Hólum verður lokað frá og með næsta skólaári. Þess í stað fara nemendur skólans á Hofsós í skóla. Einungis níu nemendur voru við skólann á síðustu önn. 

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við bæjarstjórann í Grindavík sem segir að enn hafi ekki tekist að tryggja tæplega 400 íbúum bæjarins öruggt húsnæði um jólin.

Innlent

Lýsa eftir konu sem ók Skoda með barn í bílnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir ökumanni dökkblárar Skoda stationbifreiðar og vitnum af umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Faxafens í gær um klukkan 18.30. Þar var ekið á mann á rafskútu.

Innlent

Mál Alberts komið til héraðssaksóknara

Héraðssaksóknari tekur ákvörðun hvort knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson verði ákærður fyrir kynferðisbrot. Málið er komið á borð héraðssaksóknara að lokinni rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent

611 þúsund í­búar á Ís­landi árið 2074

Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar verða íbúar á Íslandi 611 þúsund árið 2074 og gætu orðið 500 þúsund innan 20 ára. Íbúum á Íslandi fjölgar úr 388 þúsund skráðum einstaklingum árið 2023 í 518 til 760 þúsund íbúa á næstu 50 árum, með 90% líkum.

Innlent

Enn stefnt að lokun á­fanga­heimilis Sam­hjálpar

Starfsemi áfangaheimilisins Brúar verður hætt í janúar á næsta ári. Áfangaheimilið er rekið af Samhjálp og er staðsett við Höfðabakka. Greint er frá lokuninni í Morgunblaðinu í dag og rætt við framkvæmdastjóra Samhjálpar, Eddu Jónsdóttur. Félagsþjónusta Reykjavíkur ætlar að tryggja heimilisfólki húsaskjól. 

Innlent

Milljóna­sekt fyrir lyfja­smygl

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til að greiða tæplega 1,1 milljón króna í sekt fyrir að hafa staðið að ólöglegu lyfjasmygli með því að flytja á annað hundrað töflur af ávana- og fíknilyfinu Alprazolam Krka til landsins með flugi.

Innlent