Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Auðun Georg Ólafsson skrifar 25. mars 2025 15:04 Alexandra Briem segir viðskipti við Tesla ekki lengur vera spurningu um hvar viðskiptavinur fái bestu vöruna eða verðið. Nauðsynlegt sé að taka samtalið út af stærsta eiganda Tesla, Elon Musk Vísir/Arnar Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir mótmæli sem hún tók þátt í fyrir framan umboð Tesla í Vatnagörðum um helgina ekki beinast gegn eigendum Teslu bíla eða starfsfólki fyrirtækisins heldur Elon Musk, stærsta eigenda þess. Alexandra flutti ræðu á mótmælunum sem um tíu til fimmtán manns sóttu. „Eins og ég tók fram í ræðu minni þá er mitt vandamál ekki gagnvart fólki sem á Teslur, rekur Tesla umboð eða vinnur hjá Tesla. Ég veit alveg að fólk hefur keypt þennan bíl, fengið sína vinnu eða opnað umboð áður en það kom í ljós hvaða mann Elon Musk hefur að geyma. Í dag er alveg komið í ljós fyrir hverju þessi auðugasti maður heims beitir sér og sínum auðæfum og það er að vinna gegn mannréttindum. Sérstaklega réttindum hinsegin fólks og trans fólks eins og mín.“ „Með þessari rosalegu framgöngu eiganda fyrirtækisins með afgerandi hætti inn í stjórnmálin í Bandaríkjunum og víðar þá þurfum að átta okkur á því að Tesla er ekki bara eitthvað fyrirtæki á markaði. Það er farið að vera gerandi í mjög viðkvæmri pólitík og réttindarmálum í heimunum,“ segir Alexandra. Hún segir viðskipti við Tesla ekki lengur vera spurningu um hvar viðskiptavinur fái bestu vöruna eða verðið. Nauðsynlegt sé að taka samtalið út af stærsta eiganda Tesla, Elon Musk. Eðlilegt að mótmæla Musk Alexandra segir Musk grafa undan lýðræði í heiminum meðal annars með því að beita algórithma á samfélagsmiðli sínum X ,sem hét áður Twitter, til að hafa áhrif á lýðræðislegar útkomur í þágu alræðislegra afla. „Ég vil meina að það sé fullkomlega réttmætt að mótmæla því. Af því hann er hvergi kjörinn þá getum við í rauninni ekki annað sem erum hrædd við þessa vegferð og viljum mótmæla henni að vijla draga úr auðsöfnun hans. Við getum ekki beitt okkur gegn honum öðruvísi en að einblína á þá hluti sem eru að auka við auð hans. Ég hef mikinn skilning á því að fólk er ekki fasistar þótt það eigi Teslu. Fólk í minni fjölskyldu á Teslur og ég fæ stundum slíkan bíl að láni. Þetta snýst ekki um það. Við vissum ekki hvað Elon Musk var að gera fyrir nokkrum árum en í dag vitum við það og mér finnst bara mjög eðlilegt að vekja athygli á því og mótmæla þvi. Þá verður maður bara að nota þann vettvang sem er í boði.“ Eru fleiri mótmæli fyrirhuguð fyrir utan Teslu umboðið? „Ég veit það ekki, ég er ekki skipuleggjandi að þessu. Það kæmi mér ekki á óvart nema að Tesla á heimsvísu tæki einhverja ákvörðun um viðsnúning hvert hlutverk Musk sé í fyrirtækinu eða hvernig hann hagar sér eða beitir sér,“ segir Alexandra sem telur persónu Musk og fyrirtækisins Tesla tengjast með áberandi hætti. „Hann er áberandi talsmaður og talinn vera stærsti eigandi fyrirtækisins. Hann beitir sér í þágu þessa fyrirtækis þannig að í almenningsvitundinni er það hluti af hans vörumerki. Jafnvel sterkar heldur en SpaceX eða X. Þetta snýst bara um að þarna er mjög hættulegur maður sem hefur afneitað tilvist transfólks og hefur talað um að samúð sé veikleiki Vesturlanda. Hann vill meina að við séum komin svo langt í samúð að við séum að fremja menningarlegt sjálfsmorð sem er auðvitað ekki rétt og mjög hættulegt viðhorf.“ Hvetur ekki til skemmdarverka Hvað viltu segja við því að það sé verið að skemma Teslur? „Auðvitað á það ekki að vera þannig og ég vil fá að taka það fram að hvorki ég né þau sem stóðu að þessum mótmælum myndu styðja það enda vitum við að það er ekki vandamálið. Auðvitað er það þannig að Musk er orðinn það óvinsæll og umdeildur að hann á fleiri andstæðingu en fólk eins og mig sem vill mótmæla honum af ábyrgð og yfirvegun. Ég geri ráð fyrir að fólk sem hefur áhyggjur af þessu vilji lika hafa raddir eins og mína í umræðunni sem vilja ekki skemmdarverk. Það á ekki að gera líf fólk erfiðara sem á þessa bíla. Það er ekki þannig sem við tökum þennan slag.“ Tesla Elon Musk Bandaríkin Píratar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Alexandra flutti ræðu á mótmælunum sem um tíu til fimmtán manns sóttu. „Eins og ég tók fram í ræðu minni þá er mitt vandamál ekki gagnvart fólki sem á Teslur, rekur Tesla umboð eða vinnur hjá Tesla. Ég veit alveg að fólk hefur keypt þennan bíl, fengið sína vinnu eða opnað umboð áður en það kom í ljós hvaða mann Elon Musk hefur að geyma. Í dag er alveg komið í ljós fyrir hverju þessi auðugasti maður heims beitir sér og sínum auðæfum og það er að vinna gegn mannréttindum. Sérstaklega réttindum hinsegin fólks og trans fólks eins og mín.“ „Með þessari rosalegu framgöngu eiganda fyrirtækisins með afgerandi hætti inn í stjórnmálin í Bandaríkjunum og víðar þá þurfum að átta okkur á því að Tesla er ekki bara eitthvað fyrirtæki á markaði. Það er farið að vera gerandi í mjög viðkvæmri pólitík og réttindarmálum í heimunum,“ segir Alexandra. Hún segir viðskipti við Tesla ekki lengur vera spurningu um hvar viðskiptavinur fái bestu vöruna eða verðið. Nauðsynlegt sé að taka samtalið út af stærsta eiganda Tesla, Elon Musk. Eðlilegt að mótmæla Musk Alexandra segir Musk grafa undan lýðræði í heiminum meðal annars með því að beita algórithma á samfélagsmiðli sínum X ,sem hét áður Twitter, til að hafa áhrif á lýðræðislegar útkomur í þágu alræðislegra afla. „Ég vil meina að það sé fullkomlega réttmætt að mótmæla því. Af því hann er hvergi kjörinn þá getum við í rauninni ekki annað sem erum hrædd við þessa vegferð og viljum mótmæla henni að vijla draga úr auðsöfnun hans. Við getum ekki beitt okkur gegn honum öðruvísi en að einblína á þá hluti sem eru að auka við auð hans. Ég hef mikinn skilning á því að fólk er ekki fasistar þótt það eigi Teslu. Fólk í minni fjölskyldu á Teslur og ég fæ stundum slíkan bíl að láni. Þetta snýst ekki um það. Við vissum ekki hvað Elon Musk var að gera fyrir nokkrum árum en í dag vitum við það og mér finnst bara mjög eðlilegt að vekja athygli á því og mótmæla þvi. Þá verður maður bara að nota þann vettvang sem er í boði.“ Eru fleiri mótmæli fyrirhuguð fyrir utan Teslu umboðið? „Ég veit það ekki, ég er ekki skipuleggjandi að þessu. Það kæmi mér ekki á óvart nema að Tesla á heimsvísu tæki einhverja ákvörðun um viðsnúning hvert hlutverk Musk sé í fyrirtækinu eða hvernig hann hagar sér eða beitir sér,“ segir Alexandra sem telur persónu Musk og fyrirtækisins Tesla tengjast með áberandi hætti. „Hann er áberandi talsmaður og talinn vera stærsti eigandi fyrirtækisins. Hann beitir sér í þágu þessa fyrirtækis þannig að í almenningsvitundinni er það hluti af hans vörumerki. Jafnvel sterkar heldur en SpaceX eða X. Þetta snýst bara um að þarna er mjög hættulegur maður sem hefur afneitað tilvist transfólks og hefur talað um að samúð sé veikleiki Vesturlanda. Hann vill meina að við séum komin svo langt í samúð að við séum að fremja menningarlegt sjálfsmorð sem er auðvitað ekki rétt og mjög hættulegt viðhorf.“ Hvetur ekki til skemmdarverka Hvað viltu segja við því að það sé verið að skemma Teslur? „Auðvitað á það ekki að vera þannig og ég vil fá að taka það fram að hvorki ég né þau sem stóðu að þessum mótmælum myndu styðja það enda vitum við að það er ekki vandamálið. Auðvitað er það þannig að Musk er orðinn það óvinsæll og umdeildur að hann á fleiri andstæðingu en fólk eins og mig sem vill mótmæla honum af ábyrgð og yfirvegun. Ég geri ráð fyrir að fólk sem hefur áhyggjur af þessu vilji lika hafa raddir eins og mína í umræðunni sem vilja ekki skemmdarverk. Það á ekki að gera líf fólk erfiðara sem á þessa bíla. Það er ekki þannig sem við tökum þennan slag.“
Tesla Elon Musk Bandaríkin Píratar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira