Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2025 06:33 Karl Steinar ítrekaði að varnarsamningurinn við Bandaríkin og aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu væru grundvöllur öryggisstefnu Íslands. Vísir/Vilhelm „Ég er nú ekki hrifinn af því. Ég held að við eigum bara langt í land með að geta farið í þá umræðu,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis- og greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, um hugmyndir um íslenskan her í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi. „Hvað eru menn að tala um? Sjóher, landher eða flugher? Við eigum ákveðnar lagaheimildir, meðal annars innan almannavarnakerfisins, þá getur lögregla kallað fólk til. Við höfum þær heimildir, þær valdbeitingaheimildir. Sjálfum hugnast mér miklu meira að við styðjum almennilega við þær stofnanir sem eru til staðar í landinu,“ sagði Karl Steinar. Í 19. grein laga um almannavarnir segir: „Það er borgaraleg skylda þeirra sem eru á aldrinum 18–65 ára að gegna á hættustundu, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra. Ákvörðun lögreglustjóra má skjóta til [ráðherra]. [Þessari heimild skal þó ekki beitt nema brýna nauðsyn beri til og önnur vægari úrræði dugi ekki.]“ Hægt að kalla til mörg hundruð manns Þá segir í 20. greininni að á hættustundu geti lögreglustjóri „kvatt hvern fulltíða mann, sem tiltækur er, til tafarlausrar aðstoðar við störf í þágu almannavarna. Ákvörðun um kvaðningu fulltíða manns til tafarlausrar aðstoðar við almannavarnir verður ekki skotið til æðra stjórnvalds“. Í lögunum segir einnig að menn séu skyldugir til að taka þátt í námskeiðum og æfingum, og ráðherra sé heimilt að setja reglur um starfsskyldu. Þar skuli stefna að því að starfskvöð komi sem réttlátast niður oa borgarana. Karl Steinar segir að þannig gætu yfirvöld kallað til mörg hundruð manns. „Það eru í sjálfu sér engin mörk á því. Það yrði að fara í ákveðna vinnu, í undirbúning, til þess. Í sjálfu sér væri hægt að kalla inn fólk á einhverjum tilteknum aldri sem uppfyllir einhver ákveðin skilyrði og er tilbúið til að takast á við verkefni, við getum sagt til dæmis varðgæslu á ákveðnum stöðum undir stjórn lögreglu. Það væri hægt að fara einhverjar slíkar leiðir. Sjálfum hugnast mér slíkar hugmyndir mun meira, því sú umgjörð er alveg til, lagalega séð.“ Hér má horfa á Silfrið í heild. Lögreglan Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
„Hvað eru menn að tala um? Sjóher, landher eða flugher? Við eigum ákveðnar lagaheimildir, meðal annars innan almannavarnakerfisins, þá getur lögregla kallað fólk til. Við höfum þær heimildir, þær valdbeitingaheimildir. Sjálfum hugnast mér miklu meira að við styðjum almennilega við þær stofnanir sem eru til staðar í landinu,“ sagði Karl Steinar. Í 19. grein laga um almannavarnir segir: „Það er borgaraleg skylda þeirra sem eru á aldrinum 18–65 ára að gegna á hættustundu, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra. Ákvörðun lögreglustjóra má skjóta til [ráðherra]. [Þessari heimild skal þó ekki beitt nema brýna nauðsyn beri til og önnur vægari úrræði dugi ekki.]“ Hægt að kalla til mörg hundruð manns Þá segir í 20. greininni að á hættustundu geti lögreglustjóri „kvatt hvern fulltíða mann, sem tiltækur er, til tafarlausrar aðstoðar við störf í þágu almannavarna. Ákvörðun um kvaðningu fulltíða manns til tafarlausrar aðstoðar við almannavarnir verður ekki skotið til æðra stjórnvalds“. Í lögunum segir einnig að menn séu skyldugir til að taka þátt í námskeiðum og æfingum, og ráðherra sé heimilt að setja reglur um starfsskyldu. Þar skuli stefna að því að starfskvöð komi sem réttlátast niður oa borgarana. Karl Steinar segir að þannig gætu yfirvöld kallað til mörg hundruð manns. „Það eru í sjálfu sér engin mörk á því. Það yrði að fara í ákveðna vinnu, í undirbúning, til þess. Í sjálfu sér væri hægt að kalla inn fólk á einhverjum tilteknum aldri sem uppfyllir einhver ákveðin skilyrði og er tilbúið til að takast á við verkefni, við getum sagt til dæmis varðgæslu á ákveðnum stöðum undir stjórn lögreglu. Það væri hægt að fara einhverjar slíkar leiðir. Sjálfum hugnast mér slíkar hugmyndir mun meira, því sú umgjörð er alveg til, lagalega séð.“ Hér má horfa á Silfrið í heild.
Lögreglan Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira