Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2025 06:33 Karl Steinar ítrekaði að varnarsamningurinn við Bandaríkin og aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu væru grundvöllur öryggisstefnu Íslands. Vísir/Vilhelm „Ég er nú ekki hrifinn af því. Ég held að við eigum bara langt í land með að geta farið í þá umræðu,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis- og greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, um hugmyndir um íslenskan her í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi. „Hvað eru menn að tala um? Sjóher, landher eða flugher? Við eigum ákveðnar lagaheimildir, meðal annars innan almannavarnakerfisins, þá getur lögregla kallað fólk til. Við höfum þær heimildir, þær valdbeitingaheimildir. Sjálfum hugnast mér miklu meira að við styðjum almennilega við þær stofnanir sem eru til staðar í landinu,“ sagði Karl Steinar. Í 19. grein laga um almannavarnir segir: „Það er borgaraleg skylda þeirra sem eru á aldrinum 18–65 ára að gegna á hættustundu, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra. Ákvörðun lögreglustjóra má skjóta til [ráðherra]. [Þessari heimild skal þó ekki beitt nema brýna nauðsyn beri til og önnur vægari úrræði dugi ekki.]“ Hægt að kalla til mörg hundruð manns Þá segir í 20. greininni að á hættustundu geti lögreglustjóri „kvatt hvern fulltíða mann, sem tiltækur er, til tafarlausrar aðstoðar við störf í þágu almannavarna. Ákvörðun um kvaðningu fulltíða manns til tafarlausrar aðstoðar við almannavarnir verður ekki skotið til æðra stjórnvalds“. Í lögunum segir einnig að menn séu skyldugir til að taka þátt í námskeiðum og æfingum, og ráðherra sé heimilt að setja reglur um starfsskyldu. Þar skuli stefna að því að starfskvöð komi sem réttlátast niður oa borgarana. Karl Steinar segir að þannig gætu yfirvöld kallað til mörg hundruð manns. „Það eru í sjálfu sér engin mörk á því. Það yrði að fara í ákveðna vinnu, í undirbúning, til þess. Í sjálfu sér væri hægt að kalla inn fólk á einhverjum tilteknum aldri sem uppfyllir einhver ákveðin skilyrði og er tilbúið til að takast á við verkefni, við getum sagt til dæmis varðgæslu á ákveðnum stöðum undir stjórn lögreglu. Það væri hægt að fara einhverjar slíkar leiðir. Sjálfum hugnast mér slíkar hugmyndir mun meira, því sú umgjörð er alveg til, lagalega séð.“ Hér má horfa á Silfrið í heild. Lögreglan Öryggis- og varnarmál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
„Hvað eru menn að tala um? Sjóher, landher eða flugher? Við eigum ákveðnar lagaheimildir, meðal annars innan almannavarnakerfisins, þá getur lögregla kallað fólk til. Við höfum þær heimildir, þær valdbeitingaheimildir. Sjálfum hugnast mér miklu meira að við styðjum almennilega við þær stofnanir sem eru til staðar í landinu,“ sagði Karl Steinar. Í 19. grein laga um almannavarnir segir: „Það er borgaraleg skylda þeirra sem eru á aldrinum 18–65 ára að gegna á hættustundu, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra. Ákvörðun lögreglustjóra má skjóta til [ráðherra]. [Þessari heimild skal þó ekki beitt nema brýna nauðsyn beri til og önnur vægari úrræði dugi ekki.]“ Hægt að kalla til mörg hundruð manns Þá segir í 20. greininni að á hættustundu geti lögreglustjóri „kvatt hvern fulltíða mann, sem tiltækur er, til tafarlausrar aðstoðar við störf í þágu almannavarna. Ákvörðun um kvaðningu fulltíða manns til tafarlausrar aðstoðar við almannavarnir verður ekki skotið til æðra stjórnvalds“. Í lögunum segir einnig að menn séu skyldugir til að taka þátt í námskeiðum og æfingum, og ráðherra sé heimilt að setja reglur um starfsskyldu. Þar skuli stefna að því að starfskvöð komi sem réttlátast niður oa borgarana. Karl Steinar segir að þannig gætu yfirvöld kallað til mörg hundruð manns. „Það eru í sjálfu sér engin mörk á því. Það yrði að fara í ákveðna vinnu, í undirbúning, til þess. Í sjálfu sér væri hægt að kalla inn fólk á einhverjum tilteknum aldri sem uppfyllir einhver ákveðin skilyrði og er tilbúið til að takast á við verkefni, við getum sagt til dæmis varðgæslu á ákveðnum stöðum undir stjórn lögreglu. Það væri hægt að fara einhverjar slíkar leiðir. Sjálfum hugnast mér slíkar hugmyndir mun meira, því sú umgjörð er alveg til, lagalega séð.“ Hér má horfa á Silfrið í heild.
Lögreglan Öryggis- og varnarmál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira