Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Jón Þór Stefánsson skrifar 25. mars 2025 16:38 Á myndbandsupptökum í Hamraborg mátti sjá tvo menn brjóta afturglugga verðmætaflutningabíls Öryggismiðstöðvarinnar að morgni mánudagsins 25. mars. Stöð 2 Í dag er liðið eitt ár frá því að tveir grímuklæddir þjófar stálu tugum milljónum króna úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur ákæra ekki verið gefin út í málinu. Þjófnaðurinn átti sér stað þann 25. mars 2024 þegar að tveir menn brutust inn í bifreið og höfðu með sér þýfið. Sérsveit var kölluð til eftir að tilkynnt var um innbrotið og var lýst eftir dökkgráum Toyota Yaris sem reyndist síðar vera með tvær mismunandi númeraplötur sem voru báðar stolnar af öðrum ökutækjum. Starfsmenn öryggismiðstöðvarinnar voru inn á Catalinu í Kópavogi að sækja pening úr spilakössunum á meðan þjófarnir aðhöfðust en sjá má myndskeið af atvikinu í spilaranum hér að neðan. Þýfið voru peningar sem komu úr spilakössum á vegum Happdrættis háskólans. Á rúmum þrjátíu sekúndum brutust þjófarnir inn í bílinn, tóku töskur og brunuðu í burtu. Sjö töskum var stolið en einungis voru verðmæti í tveimur þeirra. Daginn eftir fundust töskur í Mosfellsbæ á þremur mismunandi stöðum, við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, við Bugðufljót og úti í móa uppi við Esjumela. Verðmætin höfðu þó verið tekin úr töskunum. Fyrir liggur að í einhverjum taskanna voru litasprengjur sem sprungu við það að þær voru opnaðar. Þó er óljóst hversu mikið af verðmætunum eyðilögðust. Upprunalega var talið að allar töskurnar væru fundnar en síðar kom í ljós ein af töskunum væri ófundin, sú var full af peningum. Í byrjun maímánaðar á síðasta ári var íslenskur karlmaður um fertugt úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við þjófnaðinn í Hamraborg, fimm vikum eftir atvikið. Samkvæmt heimildum fréttastofu rötuðu litaðir peningaseðlar í spilakassa á vegum Happdrættis Háskóla Íslands nokkrum dögum áður. Lögreglan hélt spilunum þétt að sér. Í nóvember var greint frá því að málið væri komið til ákærusviðs lögreglunnar, og að einn væri með stöðu sakbornings. Líkt og áður segir á enn eftir að gefa út ákæru í málinu. Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Svipar til gamalla óupplýstra rána Þjófarnir tveir, sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna á mánudagsmorgun, ganga enn lausir. Peningarnir eru þá enn ófundnir þó töskurnar sjö, sem þá geymdu, hafi fundist. Ránið er eitt nokkurra þaulskipulagðra rána í Íslandssögunni og eru nokkur líkindi með þeim. 28. mars 2024 10:00 Þjófnaðurinn áfall fyrir reynslumikla öryggisverði Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir í Hamraborg brunuðu í burtu með sjö peningatöskur og þar til upp komst um þjófnaðinn. Þjófavarnakerfi í bíl Öryggismiðstöðvarinnar fór ekki í gang og engin melding barst fyrirtækinu um þjófnaðinn. Það var ekki fyrr en öryggisverðirnir komu að bílnum að upp komst um glæpinn. Þeir eru reynslumiklir og í áfalli að sögn framkvæmdastjóra. 22. apríl 2024 14:26 Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. 28. desember 2024 07:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur ákæra ekki verið gefin út í málinu. Þjófnaðurinn átti sér stað þann 25. mars 2024 þegar að tveir menn brutust inn í bifreið og höfðu með sér þýfið. Sérsveit var kölluð til eftir að tilkynnt var um innbrotið og var lýst eftir dökkgráum Toyota Yaris sem reyndist síðar vera með tvær mismunandi númeraplötur sem voru báðar stolnar af öðrum ökutækjum. Starfsmenn öryggismiðstöðvarinnar voru inn á Catalinu í Kópavogi að sækja pening úr spilakössunum á meðan þjófarnir aðhöfðust en sjá má myndskeið af atvikinu í spilaranum hér að neðan. Þýfið voru peningar sem komu úr spilakössum á vegum Happdrættis háskólans. Á rúmum þrjátíu sekúndum brutust þjófarnir inn í bílinn, tóku töskur og brunuðu í burtu. Sjö töskum var stolið en einungis voru verðmæti í tveimur þeirra. Daginn eftir fundust töskur í Mosfellsbæ á þremur mismunandi stöðum, við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, við Bugðufljót og úti í móa uppi við Esjumela. Verðmætin höfðu þó verið tekin úr töskunum. Fyrir liggur að í einhverjum taskanna voru litasprengjur sem sprungu við það að þær voru opnaðar. Þó er óljóst hversu mikið af verðmætunum eyðilögðust. Upprunalega var talið að allar töskurnar væru fundnar en síðar kom í ljós ein af töskunum væri ófundin, sú var full af peningum. Í byrjun maímánaðar á síðasta ári var íslenskur karlmaður um fertugt úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við þjófnaðinn í Hamraborg, fimm vikum eftir atvikið. Samkvæmt heimildum fréttastofu rötuðu litaðir peningaseðlar í spilakassa á vegum Happdrættis Háskóla Íslands nokkrum dögum áður. Lögreglan hélt spilunum þétt að sér. Í nóvember var greint frá því að málið væri komið til ákærusviðs lögreglunnar, og að einn væri með stöðu sakbornings. Líkt og áður segir á enn eftir að gefa út ákæru í málinu.
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Svipar til gamalla óupplýstra rána Þjófarnir tveir, sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna á mánudagsmorgun, ganga enn lausir. Peningarnir eru þá enn ófundnir þó töskurnar sjö, sem þá geymdu, hafi fundist. Ránið er eitt nokkurra þaulskipulagðra rána í Íslandssögunni og eru nokkur líkindi með þeim. 28. mars 2024 10:00 Þjófnaðurinn áfall fyrir reynslumikla öryggisverði Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir í Hamraborg brunuðu í burtu með sjö peningatöskur og þar til upp komst um þjófnaðinn. Þjófavarnakerfi í bíl Öryggismiðstöðvarinnar fór ekki í gang og engin melding barst fyrirtækinu um þjófnaðinn. Það var ekki fyrr en öryggisverðirnir komu að bílnum að upp komst um glæpinn. Þeir eru reynslumiklir og í áfalli að sögn framkvæmdastjóra. 22. apríl 2024 14:26 Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. 28. desember 2024 07:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svipar til gamalla óupplýstra rána Þjófarnir tveir, sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna á mánudagsmorgun, ganga enn lausir. Peningarnir eru þá enn ófundnir þó töskurnar sjö, sem þá geymdu, hafi fundist. Ránið er eitt nokkurra þaulskipulagðra rána í Íslandssögunni og eru nokkur líkindi með þeim. 28. mars 2024 10:00
Þjófnaðurinn áfall fyrir reynslumikla öryggisverði Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir í Hamraborg brunuðu í burtu með sjö peningatöskur og þar til upp komst um þjófnaðinn. Þjófavarnakerfi í bíl Öryggismiðstöðvarinnar fór ekki í gang og engin melding barst fyrirtækinu um þjófnaðinn. Það var ekki fyrr en öryggisverðirnir komu að bílnum að upp komst um glæpinn. Þeir eru reynslumiklir og í áfalli að sögn framkvæmdastjóra. 22. apríl 2024 14:26
Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. 28. desember 2024 07:15