Innlent Kröfu foreldranna vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá kröfum hóps foreldra leikskólabarna, um að viðurkennt yrði að verkfall leikskólakennara væri ólögmætt. Innlent 31.1.2025 15:08 Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun halda þingflokksherbergi sínu í Alþingishúsinu og er því ljóst að ekkert verður af áður „boðuðu setuverkfalli“. Innlent 31.1.2025 14:35 Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Karlmaður sem var ákærður fyrir að keyra undir áhrifum og valda hörðum árekstri var metinn ósakhæfur af Héraðsdómi Vesturlands. Manninum var þó gert að greiða kona sem slasaðist alvarlega í árekstrinum þrjár milljónir í miskabætur. Þá þarf hann að greiða 410 þúsund króna sekt innan fjögurra vikna, ellegar þarf hann að sitja 24 daga í fangelsi. Innlent 31.1.2025 14:34 „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Jónína Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, bókaði á síðasta fundi skóla- og frístundaráðs að mikil óánægja væri meðal leikskólastjóra með nýtt verklag við innritun í leikskóla hjá Reykjavíkurborg. Innlent 31.1.2025 14:04 Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Framkvæmdir við Álfabakka 2A, þar sem unnið er að byggingu „græna gímaldsins“ svokallaða, hafa verið stöðvaðar að hluta af byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar. Nánar tiltekið hafa framkvæmdir við fyrirhugaða kjötvinnslu á jarðhæð hússins verið stöðvaðar vegna skorts á mati á umhverfisáhrifum. Innlent 31.1.2025 12:09 Kennarar óttist vanefndir Stjórnarmaður í Kennarafélagi Reykjavíkur segir kennara hvekkta vegna vanefnda í síðustu kjarasamningum og óttist að þær haldi áfram verði innanhússtillaga ríkissáttasemjara samþykkt. Hún kallar eftir stuðningi frá aðstandendum barna í skólamálum.Héraðsdómur Reykjavíkur kveður upp dóm í dag í máli foreldra leikskólabarna gegn Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða. Innlent 31.1.2025 12:00 „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Borgarstarfsmenn eru nú á fullu við að tryggja niðurföll og tugum flugferða hefur verið aflýst vegna veðurspár, sem gerir ráð fyrir hvassviðri og asahláku. Gular og appelsínuguglar viðvaranir taka gildi ein af annarri frá hádegi. Innlent 31.1.2025 11:46 Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Í hádegisfréttum fjöllum við um kennaradeiluna en Ríkissáttasemjari kom með innanhússtillögu í gær sem nú er til umfjöllunar. Innlent 31.1.2025 11:44 Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur ákveðið að taka ekki fyrir svokallað minningargreinamál. Í byrjun nóvember staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms þar sem Reyni Traustasyni og félaginu Sólartúni, útgefanda Mannlífs, var gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir vegna endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, sem og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. Innlent 31.1.2025 11:41 Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Alvarlegt flugatvik varð þann 25. febrúar árið 2024 þegar tvær litlar flugvélar rákust nánast saman í lofti yfir Skerjafirði. Á sama tíma voru flugumferðarstjórar að horfa á úrslitaleik enska deildabikarsins í knattspyrnu, þar sem Liverpool hafði betur gegn Chelsea. Innlent 31.1.2025 11:09 Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Heilsan okkar er ný fundaröð Háskóla Íslands og Landspítala sem hefur það að markmiði að varpa ljósi á áríðandi mál líðandi stundar sem varða heilsu og heilbrigðisþjónustu. Á fyrsta fundinum verður reynt að svara spurningunni: „Er aukin kjöt- og próteinneysla leið að bættri heilsu?“ Sýnt verður frá fundinum, sem hefst klukkan 11:30, hér á Vísi. Innlent 31.1.2025 11:00 Lítið sem ekkert flug framundan Rúmlega fimmtíu komum og brottförum á Keflavíkurflugvöll hefur verið aflýst í dag. Þetta kemur fram inn á vef flugvallarins. Innlent 31.1.2025 11:00 Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Samkomulag hefur náðst á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verði formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Fyrrverandi dómsmálaráðherra verður varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar. Innlent 31.1.2025 10:56 Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar gagnrýna að meirihlutinn hafi ákveðið að nýr leikskóli í bænum yrði einkarekinn án umræðu í bæjarstjórn í trássi við sveitarstjórnarlög. Samingur um reksturinn var samþykktur á miðvikudag. Innlent 31.1.2025 10:40 Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Þorsteinn Skúli Sveinsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns VR. Þorsteinn Skúli er lögfræðingur og starfaði lengi hjá VR sem sérfræðingur á kjarasviði. Innlent 31.1.2025 10:25 Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Miðstjórn Framsóknarflokksins mun koma saman til fundar „um eða upp úr miðjum mars“. Þar verður tekin ákvörðun um hvort flokksþingi verði flýtt. Innlent 31.1.2025 10:17 Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti samhljóða að segja upp leigusamningi við ferðaþjónustufyrirtækið North East Travel. Eigandi fyrirtækisins gagnrýndi neikvæðni og afskiptasemi íbúa sveitarfélagsins eftir lögreglurassíu þar í haust. Innlent 31.1.2025 08:38 Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi og nú ráðgjafi hjá Aton hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns VR. Hann býst við harðri baráttu en nú þegar hafa nokkrir frambjóðendur gert vart við sig. Innlent 31.1.2025 08:12 Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm Sigmars Hjartar Jónssonar, karlmanns á þrítugsaldri, fyrir að nauðga kunningjastúlku sinni á göngustíg í nágrenni við heimili hans á Suðurlandi um nótt í september 2021. Innlent 31.1.2025 07:00 Handtökur vegna innbrots og skemmdarverka Þrír voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt í tengslum við rannsókn á innbroti og tveir vegna skemmdarverka. Einn handteknu réðist á lögreglumenn og fangavörð með hnefahöggum. Innlent 31.1.2025 06:15 Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Deilur standa nú yfir á þingi um hvort Sjálfstæðisflokkurinn eigi að víkja úr stærsta þingflokksherberginu, sem Samfylkingin ásælist. Samfylkingin er nú stærsti flokkurinn, en Sjálfstæðismenn segja það engu máli skipta. Innlent 30.1.2025 22:30 Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Héraðsdómur Suðurlands hefur vísað frá ákæru gegn manni um sérstaklega hættulega líkamsárás í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl á síðasta ári. Fram kemur í frétt RÚV um málið að héraðsdómur hafi vísað málinu frá vegna þess að ákæran væri svo ónákvæm og að héraðssaksóknari hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Innlent 30.1.2025 21:33 Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. Innlent 30.1.2025 21:21 Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Karlmaður var handtekinn í Hafnarfirði í dag á milli 13 og 14 eftir að hann reyndi að stinga annan karlmann í bíl eftir að ökumaðurinn neitaði að gefa honum far. Innlent 30.1.2025 20:34 Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Alls bárust 3.985 umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda um hagræðingu í ríkisrekstri. Karlar sendu inn fleiri umsagnir en konur en áætlað er að í umsögnunum sé að finna um tíu þúsund tillögur. Gervigreindarforrit hefur verið notað til að taka saman tillögurnar í fyrsta kasti en fjögurra manna hagræðingarhópur á að skila forsætisráðherra skýrslu um tillögurnar í síðasta lagi við lok næsta mánaðar. Innlent 30.1.2025 19:41 Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Hellisheiðinni var lokað upp úr klukkan sex í kvöld. Það var gert eftir að tveir bílar festust á heiðinni. Að minnsta kosti annar þeirra þverar veginn í Skíðaskálabrekkunni. Innlent 30.1.2025 19:18 Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Formenn samninganefnda í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga hafa þar til klukkan eitt á laugardag til að taka afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir að langt hafi verið á milli deiluaðila og ríkissáttasemjari sé með þessu að reyna að höggva á hnútinn. Innlent 30.1.2025 18:31 Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Áhöfn björgunarskipsins Þórs í Vestmannaeyjum var á fjórða tímanum kölluð út á mesta forgangi þegar nótaskipið Huginn VE55 varð vélarvana í innsiglingunni við Hörgárgarð gegnt Skansinum. Innlent 30.1.2025 18:26 Kennarar svara umboðsmanni barna Kennarasamband Íslands furðar sig á því að umboðsmanni barna sé tíðrætt um það að verkfallsaðgerðir kennara mismuni börnum en ekki um þá staðreynd að nánast enginn leikskóli uppfylli kröfur landslaga um mönnun kennara. Þetta segja kennarar í yfirlýsingu á heimasíðu Kennarasambands Íslands nú síðdegis. Innlent 30.1.2025 18:07 Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Ríkissáttasemjari lagði í dag fram innanhússtillögu að kjarasamningi í deilu kennara við ríki og sveitarfélög. Samninganefndir þurfa að taka afstöðu til hennar fyrir klukkan eitt á laugardag. Ekkert verður af boðuðum verkfallsaðgerðum verði samningurinn samþykktur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við samninganefndir og ríkisáttasemjara um stöðu deilunnar og efni samningsins. Innlent 30.1.2025 18:01 « ‹ 23 24 25 26 27 28 29 30 31 … 334 ›
Kröfu foreldranna vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá kröfum hóps foreldra leikskólabarna, um að viðurkennt yrði að verkfall leikskólakennara væri ólögmætt. Innlent 31.1.2025 15:08
Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun halda þingflokksherbergi sínu í Alþingishúsinu og er því ljóst að ekkert verður af áður „boðuðu setuverkfalli“. Innlent 31.1.2025 14:35
Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Karlmaður sem var ákærður fyrir að keyra undir áhrifum og valda hörðum árekstri var metinn ósakhæfur af Héraðsdómi Vesturlands. Manninum var þó gert að greiða kona sem slasaðist alvarlega í árekstrinum þrjár milljónir í miskabætur. Þá þarf hann að greiða 410 þúsund króna sekt innan fjögurra vikna, ellegar þarf hann að sitja 24 daga í fangelsi. Innlent 31.1.2025 14:34
„Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Jónína Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, bókaði á síðasta fundi skóla- og frístundaráðs að mikil óánægja væri meðal leikskólastjóra með nýtt verklag við innritun í leikskóla hjá Reykjavíkurborg. Innlent 31.1.2025 14:04
Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Framkvæmdir við Álfabakka 2A, þar sem unnið er að byggingu „græna gímaldsins“ svokallaða, hafa verið stöðvaðar að hluta af byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar. Nánar tiltekið hafa framkvæmdir við fyrirhugaða kjötvinnslu á jarðhæð hússins verið stöðvaðar vegna skorts á mati á umhverfisáhrifum. Innlent 31.1.2025 12:09
Kennarar óttist vanefndir Stjórnarmaður í Kennarafélagi Reykjavíkur segir kennara hvekkta vegna vanefnda í síðustu kjarasamningum og óttist að þær haldi áfram verði innanhússtillaga ríkissáttasemjara samþykkt. Hún kallar eftir stuðningi frá aðstandendum barna í skólamálum.Héraðsdómur Reykjavíkur kveður upp dóm í dag í máli foreldra leikskólabarna gegn Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða. Innlent 31.1.2025 12:00
„Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Borgarstarfsmenn eru nú á fullu við að tryggja niðurföll og tugum flugferða hefur verið aflýst vegna veðurspár, sem gerir ráð fyrir hvassviðri og asahláku. Gular og appelsínuguglar viðvaranir taka gildi ein af annarri frá hádegi. Innlent 31.1.2025 11:46
Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Í hádegisfréttum fjöllum við um kennaradeiluna en Ríkissáttasemjari kom með innanhússtillögu í gær sem nú er til umfjöllunar. Innlent 31.1.2025 11:44
Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur ákveðið að taka ekki fyrir svokallað minningargreinamál. Í byrjun nóvember staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms þar sem Reyni Traustasyni og félaginu Sólartúni, útgefanda Mannlífs, var gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir vegna endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, sem og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. Innlent 31.1.2025 11:41
Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Alvarlegt flugatvik varð þann 25. febrúar árið 2024 þegar tvær litlar flugvélar rákust nánast saman í lofti yfir Skerjafirði. Á sama tíma voru flugumferðarstjórar að horfa á úrslitaleik enska deildabikarsins í knattspyrnu, þar sem Liverpool hafði betur gegn Chelsea. Innlent 31.1.2025 11:09
Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Heilsan okkar er ný fundaröð Háskóla Íslands og Landspítala sem hefur það að markmiði að varpa ljósi á áríðandi mál líðandi stundar sem varða heilsu og heilbrigðisþjónustu. Á fyrsta fundinum verður reynt að svara spurningunni: „Er aukin kjöt- og próteinneysla leið að bættri heilsu?“ Sýnt verður frá fundinum, sem hefst klukkan 11:30, hér á Vísi. Innlent 31.1.2025 11:00
Lítið sem ekkert flug framundan Rúmlega fimmtíu komum og brottförum á Keflavíkurflugvöll hefur verið aflýst í dag. Þetta kemur fram inn á vef flugvallarins. Innlent 31.1.2025 11:00
Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Samkomulag hefur náðst á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verði formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Fyrrverandi dómsmálaráðherra verður varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar. Innlent 31.1.2025 10:56
Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar gagnrýna að meirihlutinn hafi ákveðið að nýr leikskóli í bænum yrði einkarekinn án umræðu í bæjarstjórn í trássi við sveitarstjórnarlög. Samingur um reksturinn var samþykktur á miðvikudag. Innlent 31.1.2025 10:40
Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Þorsteinn Skúli Sveinsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns VR. Þorsteinn Skúli er lögfræðingur og starfaði lengi hjá VR sem sérfræðingur á kjarasviði. Innlent 31.1.2025 10:25
Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Miðstjórn Framsóknarflokksins mun koma saman til fundar „um eða upp úr miðjum mars“. Þar verður tekin ákvörðun um hvort flokksþingi verði flýtt. Innlent 31.1.2025 10:17
Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti samhljóða að segja upp leigusamningi við ferðaþjónustufyrirtækið North East Travel. Eigandi fyrirtækisins gagnrýndi neikvæðni og afskiptasemi íbúa sveitarfélagsins eftir lögreglurassíu þar í haust. Innlent 31.1.2025 08:38
Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi og nú ráðgjafi hjá Aton hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns VR. Hann býst við harðri baráttu en nú þegar hafa nokkrir frambjóðendur gert vart við sig. Innlent 31.1.2025 08:12
Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm Sigmars Hjartar Jónssonar, karlmanns á þrítugsaldri, fyrir að nauðga kunningjastúlku sinni á göngustíg í nágrenni við heimili hans á Suðurlandi um nótt í september 2021. Innlent 31.1.2025 07:00
Handtökur vegna innbrots og skemmdarverka Þrír voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt í tengslum við rannsókn á innbroti og tveir vegna skemmdarverka. Einn handteknu réðist á lögreglumenn og fangavörð með hnefahöggum. Innlent 31.1.2025 06:15
Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Deilur standa nú yfir á þingi um hvort Sjálfstæðisflokkurinn eigi að víkja úr stærsta þingflokksherberginu, sem Samfylkingin ásælist. Samfylkingin er nú stærsti flokkurinn, en Sjálfstæðismenn segja það engu máli skipta. Innlent 30.1.2025 22:30
Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Héraðsdómur Suðurlands hefur vísað frá ákæru gegn manni um sérstaklega hættulega líkamsárás í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl á síðasta ári. Fram kemur í frétt RÚV um málið að héraðsdómur hafi vísað málinu frá vegna þess að ákæran væri svo ónákvæm og að héraðssaksóknari hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Innlent 30.1.2025 21:33
Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. Innlent 30.1.2025 21:21
Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Karlmaður var handtekinn í Hafnarfirði í dag á milli 13 og 14 eftir að hann reyndi að stinga annan karlmann í bíl eftir að ökumaðurinn neitaði að gefa honum far. Innlent 30.1.2025 20:34
Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Alls bárust 3.985 umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda um hagræðingu í ríkisrekstri. Karlar sendu inn fleiri umsagnir en konur en áætlað er að í umsögnunum sé að finna um tíu þúsund tillögur. Gervigreindarforrit hefur verið notað til að taka saman tillögurnar í fyrsta kasti en fjögurra manna hagræðingarhópur á að skila forsætisráðherra skýrslu um tillögurnar í síðasta lagi við lok næsta mánaðar. Innlent 30.1.2025 19:41
Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Hellisheiðinni var lokað upp úr klukkan sex í kvöld. Það var gert eftir að tveir bílar festust á heiðinni. Að minnsta kosti annar þeirra þverar veginn í Skíðaskálabrekkunni. Innlent 30.1.2025 19:18
Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Formenn samninganefnda í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga hafa þar til klukkan eitt á laugardag til að taka afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir að langt hafi verið á milli deiluaðila og ríkissáttasemjari sé með þessu að reyna að höggva á hnútinn. Innlent 30.1.2025 18:31
Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Áhöfn björgunarskipsins Þórs í Vestmannaeyjum var á fjórða tímanum kölluð út á mesta forgangi þegar nótaskipið Huginn VE55 varð vélarvana í innsiglingunni við Hörgárgarð gegnt Skansinum. Innlent 30.1.2025 18:26
Kennarar svara umboðsmanni barna Kennarasamband Íslands furðar sig á því að umboðsmanni barna sé tíðrætt um það að verkfallsaðgerðir kennara mismuni börnum en ekki um þá staðreynd að nánast enginn leikskóli uppfylli kröfur landslaga um mönnun kennara. Þetta segja kennarar í yfirlýsingu á heimasíðu Kennarasambands Íslands nú síðdegis. Innlent 30.1.2025 18:07
Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Ríkissáttasemjari lagði í dag fram innanhússtillögu að kjarasamningi í deilu kennara við ríki og sveitarfélög. Samninganefndir þurfa að taka afstöðu til hennar fyrir klukkan eitt á laugardag. Ekkert verður af boðuðum verkfallsaðgerðum verði samningurinn samþykktur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við samninganefndir og ríkisáttasemjara um stöðu deilunnar og efni samningsins. Innlent 30.1.2025 18:01