Erlent

Rússar halda uppi öflugum hryðjuverkaárásum á borgir í Úkraínu

Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir ekki hægt að líða stöðugar sprengjuárásir Rússa á Kjarnorkuverðið í Zaporizhhia sem varð án rafmagns í sjötta sinn í nótt. Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar féllu í stórfelldum eldflaugaárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í gærkvöldi og nótt.

Erlent

Biden vill hækka skatta á ríka og fyrirtæki

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði í dag fram fjárlagatillögu sína fyrir árið 2024 þar sem hann kallar eftir mikilli útgjaldaaukningu, auk þess að kalla eftir hærri sköttum á eignafólk og fyrirtæki. Tillagan verður aldrei samþykkt þar sem Repúblikanar fara með nauman meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.

Erlent

Dæmdir í fangelsi vegna mann­skæða troðningsins

Tveir embættismenn knattspyrnuliðs voru dæmdir í fangelsi vegna troðningsins sem myndaðist á leikvangi í Malang í Indónesíu í dag. Á annað hundrað manns lést í troðningnum eftir að lögreglumenn skutu táragasi á aðdáendur sem þustu út á völlinn.

Erlent

Aldraður leið­togi repúblikana á sjúkra­húsi

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, var lagður inn á sjúkrahús eftir að hann hrasaði og datt á hóteli í Washington-borg í gærkvöldi. Talsmaður hans upplýsti ekki frekar um ástand hans eða hversu lengi hann verður fjarverandi.

Erlent

Á­kæra ekki sex ára dreng sem skaut kennara

Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunums segir ósennilegt að sex ára drengur sem skaut kennara sinn í grunnskóla verði ákærður. Ákvörðun hefur enn ekki verið tekin um hvort fullorðinn einstaklingur verði ákærður vegna málsins.

Erlent

Umfangsmiklar loftárásir víðsvegar um Úkraínu

Allt að 40 prósent af íbúum Kænugarðs eru án hita eftir umfangsmiklar loftárásir Rússa á skotmörk víðsvegar í landinu. Árásirnar virðast meðal annars hafa beinst gegn orkuinnviðum og hafa valdið rafmagnsleysi í Kharkív, Odessa og víðar.

Erlent

Carlson sagðist hata Trump út af lífinu

Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu.

Erlent

Segja rússneska björninn búinn á því

Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, sagði bandarískum öldungadeildarþingmönnum í dag að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað séu þeir líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð.

Erlent

Móðgaði kónginn með gúmmí­anda­daga­tali

Taílenskur karlmaður hefur verið dæmur í tveggja ára fangelsi yfir að selja dagatöl með gúmmíöndum sem klæddar voru í konungsgersemar ríkisins. Athæfið telst ærumeiðing gegn konungsfjölskyldu ríkisins. 

Erlent

Síðasta orrusta Wagner?

Serhiy Cherevaty, yfirmaður hersveita Úkraínu í austurhluta landsins, segir orrustuna um Bakhmut þá síðustu sem sveitir Wagner málaliðahópsins munu há. Hann segir þúsundir liðsmanna Wagner hafa fallið í átökunum.

Erlent

Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga

Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast.

Erlent

Mótmælendur ruddust inn í þinghús Georgíu

Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Tiblisi, höfuðborg Georgíu, í kvöld. Mótmælendur hafa grýtt lögregluþjóna, kastað bensínsprengjum að þeim og reynt að ryðja sér leið inn í þinghúsið. Öryggissveitir hafa meðal annar beitt stórum vatnsbyssum og táragasi gegn mótmælendum.

Erlent

Gruna hóp tengdan Úkraínu um Nord Stream árásina

Yfirvöld í Bandaríkjunum og Þýskalandi telja hóp manna sem tengjast Úkraínu bera ábyrgð á skemmdarverkum sem unnin voru á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasaltshafi. Leiðslurnar sem lágu frá Rússlandi til Þýskalandi eyðilögðust í sprengingu í fyrra.

Erlent

Enn efnt til mót­mæla vegna hækkunar eftir­launa­aldursins

Yfirvöld í Frakklandi undirbúa sig nú undir fjöldamótmæli og umfangsmiklar samgönguraskanir en starfsmenn í lestar- og flugsamgöngum hefja verkföll í dag. Boðað var til aðgerðanna vegna fyrirætlana stjórnvalda um að hækka eftirlaunaldurinn úr 62 í 64 ár.

Erlent