Erlent

Stjórnarkreppa að loknum kosningum á Spáni

Stjórnarkreppa blasir við á Spáni eftir að hvorugri blokkinni til hægri og vinstri í spænskum stjórnmálum tókst að vinna hreinan meirihluta á spænska þinginu í kosningum sem fram fóru í gær.

Erlent

Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland

Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Rhodes eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga.

Erlent

Viðræður við Norður-Kóreu hafnar

Embættismenn Sameinuðu þjóðanna sem stýra einu landamærastöð Norður- og Suður-Kóreu segjast í samskiptum við yfirvöld í norðri vegna bandarísks hermanns sem hljóp yfir landamærin í síðustu viku. Hingað til höfðu ráðamenn í Pyongyang neitað að taka upp tólið.

Erlent

Rússar sprengdu sögulegar byggingar í Odessa

Einn lést og um tuttugu særðust í fjölbreyttum loftárásum Rússa á hafnarborgina Odessa í gærdag. Um fimmtíu byggingar skemmdust þeirra á meðal margar sögufrægar byggingar eins og dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar.

Erlent

Greiða atkvæði í skugga mikilla mótmæla

Atkvæðagreiðsla um umdeilt frumvarp ríkisstjórnar Ísraels um dómstóla landsins er hafin. Mikil mótmæli hafa verið haldin vegna frumvarpsins en gagnrýnendur segja það ógna lýðræði Ísrael.

Erlent

Kona drepin af birni

Grábjörn virðist hafa banað konu í Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum um helgina. Lík konunnar fannst á laugardaginn, nærri vinsælli gönguleið en atvikið er enn til rannsóknar.

Erlent

Saka Úkraínumenn enn um hryðjuverkaárásir

Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur sakað Úkraínumenn um hryðjuverkaárás í Moskvu í morgun. Ráðuneytið segir að árás með tveimur drónum hafi verið stöðvuð og að þeir hafi brotlent í borginni en borgarstjóri Moskvu segir tvær byggingar hafi orðið fyrir skemmdum en engan hafi sakað.

Erlent

Hyggjast rann­saka fanga­búðir nas­ista á breskri grundu

Bresk stjórn­völd hyggjast í fyrsta sinn rann­saka til hlýtar einu fanga­búðir nas­ista sem vitað er að voru reistar á breskri grundu, á eyjunni Ald­er­n­ey í Erma­sundi. Er það gert eftir að ný sönnunar­gögn fundust sem varpað hafa ljósi á grimmdar­verk nas­ista á eyjunni.

Erlent

Æsispennandi kosningabarátta á Spáni

Spánverjar ganga að kjörborðinu á morgun í steikjandi hita. Þingkosningarnar hafa sjaldan eða aldrei verið jafn spennandi og ógjörningur að spá fyrir um hvort vinstri samsteypustjórnin haldi velli eða hvort við völdum taki ríkisstjórn hægri flokkanna.

Erlent

Greiðir átta milljarða til að komast hjá rann­sókn vegna Ep­stein

Leon Black, bandarískur auðjöfur og stofnandi eins stærsta eignastýringafyrirtækis heims, hefur samþykkt að greiða yfirvöldum á Bandarísku Jómfrúaeyjum 8,2 milljarða króna gegn því að þau hætti rannsókn á tengslum hans við Jeffrey Epstein. Líkt og frægt er orðið braut Epstein kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil.

Erlent

Þrettán ára bjargaði sér frá mann­ræningja

Þrettán ára gamalli stúlku sem rænt var af 61 árs gömlum manni í Kali­forníu í Banda­ríkjunum bjargaði sér með því að skrifa skila­boð á miða og koma þeim á­leiðis til veg­far­enda þar sem hún var læst inni í bíl.

Erlent

Fjórði ráð­herrann í ríkis­stjórn Støre segir af sér

Ola Borten Moe, vísinda- og háskólamálaráðherra Noregs og varaformaður Miðflokksins í Noregi, hefur sagt af sér vegna brots á verklagsreglum norsku ríkisstjórnarinnar. Moe er nú fjórði ráðherrann í tiltölulega nýrri ríkisstjórn Noregs til þess að segja af sér. 

Erlent

Ljónið sennilega svín

Lögreglan í Berlín og Brandenburg er hætt að leita að ljóni í suðurhluta borgarinnar og úthverfum hennar. Líklegt þykir að ljón hafi ekki gengið laust heldur hafi hræddir íbúar séð stórt villisvín.

Erlent

Girkin handtekinn fyrir að gagnrýna Pútín

Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, var handtekinn í Moskvu í morgun. Girkin var einnig í fyrra dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014.

Erlent