Saka yfirvöld í Indlandi um ofbeldi og morð í Kanada Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2024 10:41 Justin Trudeau og Narendra Modi, forsætisráðherrar Kanada og Indlands á fundi G20 ríkjanna í Indlandi í fyrra. AP/Sean Kilpatrick Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sakað ríkisstjórn Indlands um aðild að glæpum, ofbeldi og morðum í Kanada. Hann sakaði Indverja um að hafa gert „grundvallar mistök“ og að aðgerðir þeirra væru alfarið óásættanlegar. „Ekkert ríki, og sérstaklega ekki lýðræðis- og réttarríki, getur sætt sig við svo alvarlegt brot á fullveldi þeirra,“ sagði Trudeau á blaðamannafundi í gær. Forsvarsmenn Riddaralögreglu Kanada opinberuðu í gær ásakanir gegn yfirvöldum í Indlandi um að standa að baki fjölmörgum ofbeldisverkum gegn síkum í Kanada. Þar á meðal höfðu verið framin morð og varaði æðsti leiðtogi riddaralögreglunnar að Indverjar ógnuðu öryggi almennings í Kanada. Beinast gegn síkum Meðal annars snúa ásakanirnar að morðinu á Hardeep Singh Nijjar í Bresku Kólumbíu í Kanada í fyrra. Hann kom að starfsemi samtaka sem kallast Síkar fyrir réttlæti en þau hafa barist fyrir sjálfstæði ríki síka í Punjab-héraði í Indlandi. Fyrr í gær höfðu yfirvöld í Kanada lýst því yfir að sex indverskum erindrekum yrði vísað úr landi. Var það til viðbótar við erindreka sem vísað var úr landi í fyrra, þegar fyrst var tilkynnt að sönnunargögn bentu til aðkomu yfirvalda í Indlandi að morðinu á Nijjar. Sjá einnig: Fækka erindrekum á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga síka Ásakanir gærdagsins í garð Indverja snúa ekki eingöngu að morðinu á Nijjar, heldur hafa Kanadamenn sakað Indverja um að standa að baki fleiri ofbeldisverkum og glæpum. Að indverskir erindrekar og mögulega njósnarar hefðu með ólöglegum hætti safnað upplýsingum um kanadíska ríkisborgara og komið þeim í hendur leiðtoga glæpasamtaka. Meðlimir þeirra hefðu í kjölfarið beitt umrædda kanadíska ríkisborgara ofbeldi eins og kúgunum eða myrt þá, samkvæmt Trudeau. Hann vildi ekki segja meira um aðkomu indverskra erindreka en sagði að væntanleg réttarhöld myndu varpa frekara ljósi á hana. Fram kemur í frétt Ríkisútvarps Kanada (CBC) að yfirvöld í Indlandi hafni þessum ásökunum og hafi rekið sex kanadíska erindreka úr landi. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa einnig sakað ríkisstjórn Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, um að koma að banatilræði gegn síka þar í landi en sá maður hefur starfað sem lögmaður síka fyrir réttlæti. Sjá einnig: Saka Indverja um banatilræði í Bandaríkjunum Mike Duhema, yfirmaður Riddaralögreglunnar, sagði í gær að miklum sönnunargögnum hefði verið safnað um aðkomu indverskra erindreka að glæpum í Kanada og enn væri verið að fremja þessa glæpi. Vel á tuttugu trúverðug tilfelli hefðu fundist þar sem Kanadabúum sem rekja uppruna sinn til Suður-Asíu hefði verið ógnað. Reynt var að deila þessum sönnunargögnum með forsvarsmönnum löggæsluembætta í Indlandi en það tókst ekki. Því fóru kanadískir erindrekar á fund ráðamanna í Indlandi um síðustu helgi og báðu þá um að svipta þá erindreka sem grunaðir eru um glæpi þeirri vernd sem þeir njóta sem erindrekar. Það var ekki samþykkt og vildi ríkisstjórn Indlands ekki starfa með yfirvöldum í Kanada, samkvæmt yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Kanada sem CBC vísar til. Kanada Indland Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
„Ekkert ríki, og sérstaklega ekki lýðræðis- og réttarríki, getur sætt sig við svo alvarlegt brot á fullveldi þeirra,“ sagði Trudeau á blaðamannafundi í gær. Forsvarsmenn Riddaralögreglu Kanada opinberuðu í gær ásakanir gegn yfirvöldum í Indlandi um að standa að baki fjölmörgum ofbeldisverkum gegn síkum í Kanada. Þar á meðal höfðu verið framin morð og varaði æðsti leiðtogi riddaralögreglunnar að Indverjar ógnuðu öryggi almennings í Kanada. Beinast gegn síkum Meðal annars snúa ásakanirnar að morðinu á Hardeep Singh Nijjar í Bresku Kólumbíu í Kanada í fyrra. Hann kom að starfsemi samtaka sem kallast Síkar fyrir réttlæti en þau hafa barist fyrir sjálfstæði ríki síka í Punjab-héraði í Indlandi. Fyrr í gær höfðu yfirvöld í Kanada lýst því yfir að sex indverskum erindrekum yrði vísað úr landi. Var það til viðbótar við erindreka sem vísað var úr landi í fyrra, þegar fyrst var tilkynnt að sönnunargögn bentu til aðkomu yfirvalda í Indlandi að morðinu á Nijjar. Sjá einnig: Fækka erindrekum á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga síka Ásakanir gærdagsins í garð Indverja snúa ekki eingöngu að morðinu á Nijjar, heldur hafa Kanadamenn sakað Indverja um að standa að baki fleiri ofbeldisverkum og glæpum. Að indverskir erindrekar og mögulega njósnarar hefðu með ólöglegum hætti safnað upplýsingum um kanadíska ríkisborgara og komið þeim í hendur leiðtoga glæpasamtaka. Meðlimir þeirra hefðu í kjölfarið beitt umrædda kanadíska ríkisborgara ofbeldi eins og kúgunum eða myrt þá, samkvæmt Trudeau. Hann vildi ekki segja meira um aðkomu indverskra erindreka en sagði að væntanleg réttarhöld myndu varpa frekara ljósi á hana. Fram kemur í frétt Ríkisútvarps Kanada (CBC) að yfirvöld í Indlandi hafni þessum ásökunum og hafi rekið sex kanadíska erindreka úr landi. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa einnig sakað ríkisstjórn Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, um að koma að banatilræði gegn síka þar í landi en sá maður hefur starfað sem lögmaður síka fyrir réttlæti. Sjá einnig: Saka Indverja um banatilræði í Bandaríkjunum Mike Duhema, yfirmaður Riddaralögreglunnar, sagði í gær að miklum sönnunargögnum hefði verið safnað um aðkomu indverskra erindreka að glæpum í Kanada og enn væri verið að fremja þessa glæpi. Vel á tuttugu trúverðug tilfelli hefðu fundist þar sem Kanadabúum sem rekja uppruna sinn til Suður-Asíu hefði verið ógnað. Reynt var að deila þessum sönnunargögnum með forsvarsmönnum löggæsluembætta í Indlandi en það tókst ekki. Því fóru kanadískir erindrekar á fund ráðamanna í Indlandi um síðustu helgi og báðu þá um að svipta þá erindreka sem grunaðir eru um glæpi þeirri vernd sem þeir njóta sem erindrekar. Það var ekki samþykkt og vildi ríkisstjórn Indlands ekki starfa með yfirvöldum í Kanada, samkvæmt yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Kanada sem CBC vísar til.
Kanada Indland Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira