Saka yfirvöld í Indlandi um ofbeldi og morð í Kanada Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2024 10:41 Justin Trudeau og Narendra Modi, forsætisráðherrar Kanada og Indlands á fundi G20 ríkjanna í Indlandi í fyrra. AP/Sean Kilpatrick Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sakað ríkisstjórn Indlands um aðild að glæpum, ofbeldi og morðum í Kanada. Hann sakaði Indverja um að hafa gert „grundvallar mistök“ og að aðgerðir þeirra væru alfarið óásættanlegar. „Ekkert ríki, og sérstaklega ekki lýðræðis- og réttarríki, getur sætt sig við svo alvarlegt brot á fullveldi þeirra,“ sagði Trudeau á blaðamannafundi í gær. Forsvarsmenn Riddaralögreglu Kanada opinberuðu í gær ásakanir gegn yfirvöldum í Indlandi um að standa að baki fjölmörgum ofbeldisverkum gegn síkum í Kanada. Þar á meðal höfðu verið framin morð og varaði æðsti leiðtogi riddaralögreglunnar að Indverjar ógnuðu öryggi almennings í Kanada. Beinast gegn síkum Meðal annars snúa ásakanirnar að morðinu á Hardeep Singh Nijjar í Bresku Kólumbíu í Kanada í fyrra. Hann kom að starfsemi samtaka sem kallast Síkar fyrir réttlæti en þau hafa barist fyrir sjálfstæði ríki síka í Punjab-héraði í Indlandi. Fyrr í gær höfðu yfirvöld í Kanada lýst því yfir að sex indverskum erindrekum yrði vísað úr landi. Var það til viðbótar við erindreka sem vísað var úr landi í fyrra, þegar fyrst var tilkynnt að sönnunargögn bentu til aðkomu yfirvalda í Indlandi að morðinu á Nijjar. Sjá einnig: Fækka erindrekum á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga síka Ásakanir gærdagsins í garð Indverja snúa ekki eingöngu að morðinu á Nijjar, heldur hafa Kanadamenn sakað Indverja um að standa að baki fleiri ofbeldisverkum og glæpum. Að indverskir erindrekar og mögulega njósnarar hefðu með ólöglegum hætti safnað upplýsingum um kanadíska ríkisborgara og komið þeim í hendur leiðtoga glæpasamtaka. Meðlimir þeirra hefðu í kjölfarið beitt umrædda kanadíska ríkisborgara ofbeldi eins og kúgunum eða myrt þá, samkvæmt Trudeau. Hann vildi ekki segja meira um aðkomu indverskra erindreka en sagði að væntanleg réttarhöld myndu varpa frekara ljósi á hana. Fram kemur í frétt Ríkisútvarps Kanada (CBC) að yfirvöld í Indlandi hafni þessum ásökunum og hafi rekið sex kanadíska erindreka úr landi. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa einnig sakað ríkisstjórn Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, um að koma að banatilræði gegn síka þar í landi en sá maður hefur starfað sem lögmaður síka fyrir réttlæti. Sjá einnig: Saka Indverja um banatilræði í Bandaríkjunum Mike Duhema, yfirmaður Riddaralögreglunnar, sagði í gær að miklum sönnunargögnum hefði verið safnað um aðkomu indverskra erindreka að glæpum í Kanada og enn væri verið að fremja þessa glæpi. Vel á tuttugu trúverðug tilfelli hefðu fundist þar sem Kanadabúum sem rekja uppruna sinn til Suður-Asíu hefði verið ógnað. Reynt var að deila þessum sönnunargögnum með forsvarsmönnum löggæsluembætta í Indlandi en það tókst ekki. Því fóru kanadískir erindrekar á fund ráðamanna í Indlandi um síðustu helgi og báðu þá um að svipta þá erindreka sem grunaðir eru um glæpi þeirri vernd sem þeir njóta sem erindrekar. Það var ekki samþykkt og vildi ríkisstjórn Indlands ekki starfa með yfirvöldum í Kanada, samkvæmt yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Kanada sem CBC vísar til. Kanada Indland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
„Ekkert ríki, og sérstaklega ekki lýðræðis- og réttarríki, getur sætt sig við svo alvarlegt brot á fullveldi þeirra,“ sagði Trudeau á blaðamannafundi í gær. Forsvarsmenn Riddaralögreglu Kanada opinberuðu í gær ásakanir gegn yfirvöldum í Indlandi um að standa að baki fjölmörgum ofbeldisverkum gegn síkum í Kanada. Þar á meðal höfðu verið framin morð og varaði æðsti leiðtogi riddaralögreglunnar að Indverjar ógnuðu öryggi almennings í Kanada. Beinast gegn síkum Meðal annars snúa ásakanirnar að morðinu á Hardeep Singh Nijjar í Bresku Kólumbíu í Kanada í fyrra. Hann kom að starfsemi samtaka sem kallast Síkar fyrir réttlæti en þau hafa barist fyrir sjálfstæði ríki síka í Punjab-héraði í Indlandi. Fyrr í gær höfðu yfirvöld í Kanada lýst því yfir að sex indverskum erindrekum yrði vísað úr landi. Var það til viðbótar við erindreka sem vísað var úr landi í fyrra, þegar fyrst var tilkynnt að sönnunargögn bentu til aðkomu yfirvalda í Indlandi að morðinu á Nijjar. Sjá einnig: Fækka erindrekum á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga síka Ásakanir gærdagsins í garð Indverja snúa ekki eingöngu að morðinu á Nijjar, heldur hafa Kanadamenn sakað Indverja um að standa að baki fleiri ofbeldisverkum og glæpum. Að indverskir erindrekar og mögulega njósnarar hefðu með ólöglegum hætti safnað upplýsingum um kanadíska ríkisborgara og komið þeim í hendur leiðtoga glæpasamtaka. Meðlimir þeirra hefðu í kjölfarið beitt umrædda kanadíska ríkisborgara ofbeldi eins og kúgunum eða myrt þá, samkvæmt Trudeau. Hann vildi ekki segja meira um aðkomu indverskra erindreka en sagði að væntanleg réttarhöld myndu varpa frekara ljósi á hana. Fram kemur í frétt Ríkisútvarps Kanada (CBC) að yfirvöld í Indlandi hafni þessum ásökunum og hafi rekið sex kanadíska erindreka úr landi. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa einnig sakað ríkisstjórn Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, um að koma að banatilræði gegn síka þar í landi en sá maður hefur starfað sem lögmaður síka fyrir réttlæti. Sjá einnig: Saka Indverja um banatilræði í Bandaríkjunum Mike Duhema, yfirmaður Riddaralögreglunnar, sagði í gær að miklum sönnunargögnum hefði verið safnað um aðkomu indverskra erindreka að glæpum í Kanada og enn væri verið að fremja þessa glæpi. Vel á tuttugu trúverðug tilfelli hefðu fundist þar sem Kanadabúum sem rekja uppruna sinn til Suður-Asíu hefði verið ógnað. Reynt var að deila þessum sönnunargögnum með forsvarsmönnum löggæsluembætta í Indlandi en það tókst ekki. Því fóru kanadískir erindrekar á fund ráðamanna í Indlandi um síðustu helgi og báðu þá um að svipta þá erindreka sem grunaðir eru um glæpi þeirri vernd sem þeir njóta sem erindrekar. Það var ekki samþykkt og vildi ríkisstjórn Indlands ekki starfa með yfirvöldum í Kanada, samkvæmt yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Kanada sem CBC vísar til.
Kanada Indland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira