Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2024 14:01 Donald Trump á sviði í Arizona í gær. AP/Evan Vucci Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. Þetta sagði Trump í viðtali á Fox í gær. Þá var hann spurður út í mögulega utanaðkomandi ógn sem gæti valdið usla á kjördag. Í stað þess að ræða það sneri Trump sé að innri óvinum. „Ég held að stærra vandamálið sé innri óvinurinn,“ sagði Trump. „Við erum með mjög slæmt fólk. Við erum með sjúkt fólk, öfga- vinstri geðsjúklinga og ég held að þeir séu stóra… og það væri mjög auðvelt að taka á því, ef þörf er á, með þjóðvarðliðinu, eða ef alger þörf er á, með hernum.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá ummæli Trumps sem um ræðir. Trump to Bartiromo on what worries him about election day: "I think the bigger problem is the enemy from within ... sick people, radical left lunatics. And it should be easily handled by, if necessary, by National Guard, or if really necessary, by the military." pic.twitter.com/twRsilNJnz— Aaron Rupar (@atrupar) October 13, 2024 Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur Trump mikið talað um „innri óvini“ (e. Enemy within) í ræðum og ávörpum að undanförnu. Á laugardaginn notaði hann það orðalag um Adam Schiff, þingmann Demókrataflokksins, sem stýrði rannsókn fulltrúadeildarinnar sem leiddi til fyrstu ákærunnar gegn Trump fyrir embættisbrot. Trump og ráðgjafar hans hafa unnið að áætlun um að breyta áherslum herafla Bandaríkjanna, verði hann forseti á nýjan leik. Meðal þess sem þessi áætlun er sögð fela í sér er að flytja þúsundir hermanna Bandaríkjanna á erlendri grundu aftur heim og koma þeim fyrir á landamærunum við Mexíkó. Þá heitir Trump því að „lýsa yfir stríði“ við stór glæpasamtök sem flytja fíkniefni til Bandaríkjanna og nota sjóherinn til að mynda herkví um Bandaríkin og leita að fentaníli um borð í skipum sem siglt er þangað. Trump hefur einnig sagt að hann muni nota þjóðvarðlið Bandaríkjanna og mögulega herinn við að flytja milljónir farandfólks sem hefur ekki fengið dvalarleyfi í Bandaríkjunum úr landi. Vildi siga hernum á mótmælendur Trump hefur í gegnum árin oft leitað á náðir hersins. Ráðgjafar hans hafa farið á leitir við herinn um að Trump verði fluttur um í flugvél hersins í kosningabaráttunni, vegna tilrauna til að ráða hann af dögum. Á fyrsta kjörtímabili hans kallaði Trump ítrekað eftir því að hernum yrði beitt gegn mótmælendum og óreiðarseggjum í kjölfar dauða George Floyd, sem leiddi til umfangsmikilla mótmæla og óeirða víðsvegar í landinu. Forsvarsmenn hersins mótmæltu því. Herforinginn Mark Milley, sem var formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, gaf til að mynda út minnisblað um að bandarískir hermenn sverðu þess eið að verja stjórnarskrá Bandaríkjanna og gildi hennar. Nýverið kom fram að Milley hefði kallað Trump fasista. Í nýrri bók blaðamannsins Bob Woodward, er haft eftir Milley að hann hafi efast um geðheilsu Trumps en sé nú sannfærður um að Trump sé fasisti. Þá hefur Milley lýst yfir áhyggjum af því að hann óttast að verði Trump forseti aftur muni hann reyna að hefna sín á Milley og draga hann fyrir dóm. Trump hefur áður sagt að Milley ætti að vera tekinn af lífi fyrir landráð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Hernaður Kamala Harris Tengdar fréttir Ekki grunaður um að hafa ætlað að drepa Trump Manninum sem var handtekinn á kosningafundi Donalds Trump í Kalíforníu um helgina hefur nú verið sleppt úr haldi gegn tryggingu. 14. október 2024 08:55 Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. 12. október 2024 21:23 Fær mun minni fjárstuðning frá almenningi Verulega hefur dregið úr smáum fjárveitingum til framboðs Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður hafa leitað meira til auðjöfra til að fylla upp í eyðurnar en Demókratar hafa safnað mun meira af peningum en hann. 10. október 2024 22:14 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Þetta sagði Trump í viðtali á Fox í gær. Þá var hann spurður út í mögulega utanaðkomandi ógn sem gæti valdið usla á kjördag. Í stað þess að ræða það sneri Trump sé að innri óvinum. „Ég held að stærra vandamálið sé innri óvinurinn,“ sagði Trump. „Við erum með mjög slæmt fólk. Við erum með sjúkt fólk, öfga- vinstri geðsjúklinga og ég held að þeir séu stóra… og það væri mjög auðvelt að taka á því, ef þörf er á, með þjóðvarðliðinu, eða ef alger þörf er á, með hernum.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá ummæli Trumps sem um ræðir. Trump to Bartiromo on what worries him about election day: "I think the bigger problem is the enemy from within ... sick people, radical left lunatics. And it should be easily handled by, if necessary, by National Guard, or if really necessary, by the military." pic.twitter.com/twRsilNJnz— Aaron Rupar (@atrupar) October 13, 2024 Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur Trump mikið talað um „innri óvini“ (e. Enemy within) í ræðum og ávörpum að undanförnu. Á laugardaginn notaði hann það orðalag um Adam Schiff, þingmann Demókrataflokksins, sem stýrði rannsókn fulltrúadeildarinnar sem leiddi til fyrstu ákærunnar gegn Trump fyrir embættisbrot. Trump og ráðgjafar hans hafa unnið að áætlun um að breyta áherslum herafla Bandaríkjanna, verði hann forseti á nýjan leik. Meðal þess sem þessi áætlun er sögð fela í sér er að flytja þúsundir hermanna Bandaríkjanna á erlendri grundu aftur heim og koma þeim fyrir á landamærunum við Mexíkó. Þá heitir Trump því að „lýsa yfir stríði“ við stór glæpasamtök sem flytja fíkniefni til Bandaríkjanna og nota sjóherinn til að mynda herkví um Bandaríkin og leita að fentaníli um borð í skipum sem siglt er þangað. Trump hefur einnig sagt að hann muni nota þjóðvarðlið Bandaríkjanna og mögulega herinn við að flytja milljónir farandfólks sem hefur ekki fengið dvalarleyfi í Bandaríkjunum úr landi. Vildi siga hernum á mótmælendur Trump hefur í gegnum árin oft leitað á náðir hersins. Ráðgjafar hans hafa farið á leitir við herinn um að Trump verði fluttur um í flugvél hersins í kosningabaráttunni, vegna tilrauna til að ráða hann af dögum. Á fyrsta kjörtímabili hans kallaði Trump ítrekað eftir því að hernum yrði beitt gegn mótmælendum og óreiðarseggjum í kjölfar dauða George Floyd, sem leiddi til umfangsmikilla mótmæla og óeirða víðsvegar í landinu. Forsvarsmenn hersins mótmæltu því. Herforinginn Mark Milley, sem var formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, gaf til að mynda út minnisblað um að bandarískir hermenn sverðu þess eið að verja stjórnarskrá Bandaríkjanna og gildi hennar. Nýverið kom fram að Milley hefði kallað Trump fasista. Í nýrri bók blaðamannsins Bob Woodward, er haft eftir Milley að hann hafi efast um geðheilsu Trumps en sé nú sannfærður um að Trump sé fasisti. Þá hefur Milley lýst yfir áhyggjum af því að hann óttast að verði Trump forseti aftur muni hann reyna að hefna sín á Milley og draga hann fyrir dóm. Trump hefur áður sagt að Milley ætti að vera tekinn af lífi fyrir landráð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Hernaður Kamala Harris Tengdar fréttir Ekki grunaður um að hafa ætlað að drepa Trump Manninum sem var handtekinn á kosningafundi Donalds Trump í Kalíforníu um helgina hefur nú verið sleppt úr haldi gegn tryggingu. 14. október 2024 08:55 Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. 12. október 2024 21:23 Fær mun minni fjárstuðning frá almenningi Verulega hefur dregið úr smáum fjárveitingum til framboðs Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður hafa leitað meira til auðjöfra til að fylla upp í eyðurnar en Demókratar hafa safnað mun meira af peningum en hann. 10. október 2024 22:14 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Ekki grunaður um að hafa ætlað að drepa Trump Manninum sem var handtekinn á kosningafundi Donalds Trump í Kalíforníu um helgina hefur nú verið sleppt úr haldi gegn tryggingu. 14. október 2024 08:55
Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. 12. október 2024 21:23
Fær mun minni fjárstuðning frá almenningi Verulega hefur dregið úr smáum fjárveitingum til framboðs Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður hafa leitað meira til auðjöfra til að fylla upp í eyðurnar en Demókratar hafa safnað mun meira af peningum en hann. 10. október 2024 22:14