Eftirlifendur kjarnorkusprengjanna hlutu friðarverðlaun Nóbels Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2024 09:05 Eftirlifendur kjarnorkusprengnanna halda uppi borða með hvatningu um afkjarnavopnun við sendiráð Bandaríkjanna í Tókýó þegar Barack Obama var þar í heimsókn árið 2009. Vísir/EPA Japönsku samtökin Nihon Hidankyo sem voru stofnuð af eftirlifendum kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár. Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir kjarnorkuvopnalausum heimi og fyrir að sýna með eigin vitnisburði hvers vegna aldrei megi beita kjarnavopnum aftur. Í rökstuðningi norsku Nóbelsnefndarinnar sem veitir friðarverðlaunin segir að hún hafi viljað heiðra alla eftirlifendur kjarnorkuárása Bandaríkjamanna á Japan árið 1945 sem þrátt fyrir þjáningar sínar og sárar minningar hafi valið að nýta reynslu sína til þess að veita heimsbyggðinni von og stuðla að friði. Störf eftirlifendanna, sem eru þekktir sem Hibakusha í heimalandi sínu, hafi átt þátt í að skapa almenna andstöðu gegn kjarnavopnum í heiminum, meðal annars með persónulegum sögum þeirra, fræðsluherferðum sem byggja á reynslu þeirra og yfirlýsingum gegn frekari dreifingu og notkun kjarnavopna. Með störfum sínum hafi japönsku samtökin átt þátt í að viðhalda bannhelgi yfir notkun kjarnavopna allar götu síðan. Áttatíu ár séu nú liðin frá því að kjarnavopn voru síðast notuð í stríði. Bronsstytta af leifum þríhjóls þriggja ára drengs sem lést þegar Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á Hiroshima 6. ágúst árið 1945. Drengurinn, Shinichi Tetsutani fannst illa brenndur og særður nærri þríhjólinu og lést síðar sama dag. Ljósmyndirnar sýna drenginn og leifar þríhjólsins sem er enn varðveitt á Friðarsafninu í Hiroshima.Vísir/EPA Á sama tíma sagði nefndin það áhyggjuefni að byrjað sé að kvarnast úr þessari bannhelgi. Kjarnorkuveldin séu að uppfæra vopnabúr sín, ný lönd virðist reyna að komast yfir kjarnavopn og hótanir fljúga um notkun þeirra í stríðum sem geisa í heiminum í dag. Talsmaður Nóbelsnefndarinnar svaraði ekki beint spurningum um hvers vegna nefindin hefði ákveðið að veita verðlaunin fyrir baráttu gegn kjarnavopnum að þessu sinni. Rússar hafa þó meðal annars ítrekað gefið í skyn að þeir gætu notað kjarnavopn í Úkraínu. Þeir hafa notað þær hótanir til þess að fæla vestræna bandamenn Úkraínumanna frá því að aðstoða þá frekar. Fréttin hefur verið uppfærð. Nóbelsverðlaun Svíþjóð Japan Bandaríkin Kjarnorka Hernaður Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira
Í rökstuðningi norsku Nóbelsnefndarinnar sem veitir friðarverðlaunin segir að hún hafi viljað heiðra alla eftirlifendur kjarnorkuárása Bandaríkjamanna á Japan árið 1945 sem þrátt fyrir þjáningar sínar og sárar minningar hafi valið að nýta reynslu sína til þess að veita heimsbyggðinni von og stuðla að friði. Störf eftirlifendanna, sem eru þekktir sem Hibakusha í heimalandi sínu, hafi átt þátt í að skapa almenna andstöðu gegn kjarnavopnum í heiminum, meðal annars með persónulegum sögum þeirra, fræðsluherferðum sem byggja á reynslu þeirra og yfirlýsingum gegn frekari dreifingu og notkun kjarnavopna. Með störfum sínum hafi japönsku samtökin átt þátt í að viðhalda bannhelgi yfir notkun kjarnavopna allar götu síðan. Áttatíu ár séu nú liðin frá því að kjarnavopn voru síðast notuð í stríði. Bronsstytta af leifum þríhjóls þriggja ára drengs sem lést þegar Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á Hiroshima 6. ágúst árið 1945. Drengurinn, Shinichi Tetsutani fannst illa brenndur og særður nærri þríhjólinu og lést síðar sama dag. Ljósmyndirnar sýna drenginn og leifar þríhjólsins sem er enn varðveitt á Friðarsafninu í Hiroshima.Vísir/EPA Á sama tíma sagði nefndin það áhyggjuefni að byrjað sé að kvarnast úr þessari bannhelgi. Kjarnorkuveldin séu að uppfæra vopnabúr sín, ný lönd virðist reyna að komast yfir kjarnavopn og hótanir fljúga um notkun þeirra í stríðum sem geisa í heiminum í dag. Talsmaður Nóbelsnefndarinnar svaraði ekki beint spurningum um hvers vegna nefindin hefði ákveðið að veita verðlaunin fyrir baráttu gegn kjarnavopnum að þessu sinni. Rússar hafa þó meðal annars ítrekað gefið í skyn að þeir gætu notað kjarnavopn í Úkraínu. Þeir hafa notað þær hótanir til þess að fæla vestræna bandamenn Úkraínumanna frá því að aðstoða þá frekar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Nóbelsverðlaun Svíþjóð Japan Bandaríkin Kjarnorka Hernaður Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira