Bíó og sjónvarp

Upphefð í annað sinn

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir leikskáld á heiðurinn að verkinu Listin að lifa sem var valið áhugaverðasta áhugaleiksýning leikársins 2006-2007. Þetta er í annað sinn sem höfundinum hlotnast þessi heiður en verkið verður sýnt í Þjóðleikhúsinu í júní.

Bíó og sjónvarp

Sopranos-leikari á tímamótum

Michael Imperioli er staddur hér á landi til að leika í kvikmynd Ólafs Jóhannes­sonar, Stóra planið, þar sem hann fer með hlutverk glæpa­foringjans Alexanders. Freyr Gígja Gunnars­son hitti leikarann við sjávar­síðuna á Seltjarnarnesi.

Bíó og sjónvarp

Edda fyrir Eddu

Borgarleikhúsið og Edda Björgvinsdóttir standa fyrir styrktarsýningu á leikritinu Alveg Brilljant Skilnaður á miðvikudag 16. maí kl. 20:00 á Nýja Sviði Borgarleikhússins og mun allur ágóði sýningarinnar renna til leikkonunnar Eddu Heiðrúnar Backman sem stríðir nú við alvarlegan sjúkdóm.

Bíó og sjónvarp

Þrjú ár í lokaþátt Lost

Þrjár þáttaraðir til viðbótar af hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Lost verða teknar upp. Eftir það ljúka þættirnir göngu sinni, árið 2010. Að sögn framleiðenda mun lokaþátturinn sem svo margir hafa beðið eftir koma fólki gjörsamlega í opna skjöldu.

Bíó og sjónvarp

Snúa aftur

Vinkonurnar Skoppa og Skrítla hafa snúið aftur í Ævintýraland Þjóðleikhússins. Leikkonurnar Hrefna Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir eru í hlutverkum Skoppu og Skrítlu en Hrefna gerir einnig handritið. Hallur Ingólfsson semur tónlistina og búninga og leikmynd gerir Katrín Þorvaldsdóttir. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson.

Bíó og sjónvarp

Das Leben des Anderen - fjórar stjörnur

Margverðlaunuð kvikmynd leikstjórans Florians Henckel von Donnersmarck, Líf annarra, gerist í sundruðu Þýskalandi árið 1984, austanmegin í Berlín hefur öryggislögreglan Stasi nef sitt í hvers manns koppi og væni­sýkin er í hámarki.

Bíó og sjónvarp

Gerir það gott í Þýskalandi

Þorleifi Erni Arnarssyni hafa borist fimm tilboð frá þýskum leikhúsum í kjölfar sýninga á Eilífri hamingju í Berlín í febrúar. Þorleifur er leikstjóri sýningarinnar og stundar nú leikstjóranám í Berlín. „Leikhúsin eru öll að ákveða hvað þau ætla að gera næsta vetur. Það á eftir að koma í ljós hvað passar inn og hvað ég get tekið að mér,“ sagði Þorleifur og bendir á að staðan sé enn nokkuð óljós.

Bíó og sjónvarp

Spiderman slær í gegn á Íslandi

Spiderman 3 sló heldur betur í gegn hér heima eins og víðast hvar um heiminn. Myndina sáu hátt í 15 þúsunds manns á aðeins þremur dögum og er þetta því stærri opnun en bæði Spiderman 1 og Spiderman 2.

Bíó og sjónvarp

Áhorfendur varaðir við

Japanskur dreifingaraðili kvikmyndarinnar Babel hefur varað fólk við því að því gæti liðið illa við að horfa á myndina. Að sögn dreifingaraðilans hafa fimmtán manns kvartað undan ógleði eftir að hafa horft á myndina. Um er að ræða atriði þar sem persóna japönsku leikkonunnar Rinko Kikuchi fer á næturklúbb með ljósum sem blikka ákaft. Hefur áhorfendum orðið óglatt við það að horfa á ljósin.

Bíó og sjónvarp

Cusack til liðs við Óttar og De Bont

John Cusack er fyrsti leikarinn sem skrifar undir samning um að leika í kvikmyndinni Stoppin Power en henni er leikstýrt af Jan De Bont. Íslendingar eiga sinn hlut í myndinni en tökumaður myndarinnar verður Óttar Guðnason.

Bíó og sjónvarp

Háskólabíó verði heimavöllur Íslands

Sena hefur tekið við rekstri Háskólabíós af Sambíóunum og hyggst gera kvikmyndahúsið að heimavelli íslenskrar kvikmyndagerðar. Af því tilefni hefur verið ákveðið að bjóða upp á „tveir fyrir einn“-tilboð á spennumyndirnar Köld slóð og Mýrina.

Bíó og sjónvarp

Sjóræningjar og Spartverjar einoka MTV-hátíðina

Stórsmellurinn 300 og sjóræningjarnir á Karíbahafinu berjast um hylli áhorfenda á MTV-kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Los Angeles. Báðar eru tilnefndar sem besta myndin og keppa þar við Little Miss Sunshine, Blades of Glory og Borat. Tilkynnt hefur verið að Sarah Silverman muni kynna hátíðina, sem verður sýnd í beinni útsendingu í fyrsta sinn.

Bíó og sjónvarp

Þegar múrinn féll

Græna ljósið tekur til sýningar um helgina þýsku myndina Líf hinna eða Das Leben der Anderen en hún hlaut Óskarsverðlaun sem besta erlenda myndin fyrr á árinu. Að venju býður Græna ljósið félögum í kvikmyndaklúbbnum sínum frítt á myndina um opnunarhelgina en þeir fá sendan miðakvóta á föstudaginn sem þeir geta notað á midi.is.

Bíó og sjónvarp

Alltaf á leið til leikhússins

Menn hafa löngum afgreitt leikrit Halldórs Laxness sem einhvers konar aukagetu. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur segir að leikritaskrif hans hafi verið mikilvægur hluti af hans listrænu leit og glímu og eigi skilið verðugri sess. Hann ræðir um olnbogabarnið Straumrof á Gljúfrasteini í dag.

Bíó og sjónvarp

Nemar í skóla tímans

Leikararnir góðkunnu Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigurður Skúlason fagna 40 ára leikafmæli sínu um þessar mundir, en þau útskrifuðust bæði frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins í maí 1967 að loknu þriggja ára námi. Af þessu tilefni efna þau til leiklistardagskrár í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu og flytja þar brot úr klassískum leikverkum eftir Shakespeare, Edward Albee og Halldór Laxness.

Bíó og sjónvarp

Íslensk götulist í Englandi

Þórdís Claessen opnar einkasýningu í Urbis-safninu í Manchester 9. maí næstkomandi. Vel gæti farið svo að Ósómakindin rati á veggi safnsins. „Ég verð með bókarkynningu fyrir Icepick og sýningu í kringum það. Hún verður uppi í þrjá mánuði, alveg fram í ágúst,“ útskýrði Þórdís.

Bíó og sjónvarp

Rúni Júl í Partílandið

Rokkarinn Rúnar Júlíusson hefur fallist á að koma fram í Partílandinu, leikriti sem sett verður upp á Listahátíð í Reykjavík í næsta mánuði. Rúnar verður einn fjölmargra gestaleikara sem koma fram í verkinu en þeir verða allir þjóðþekktir og koma fram sem þeir sjálfir.

Bíó og sjónvarp

Flottar heimildarmyndir fyrir vestan

„Við ætlum að frumsýna tæplega tuttugu nýjar íslenskar heimildarmyndir,“ segir Hálfdán Pedersen, einn skipuleggjenda heimildarmyndahátíðarinnar Skjaldborg "07 sem verður haldin í fallegu gömlu bíóhúsi á Patreksfirði um Hvítasunnuhelgina.

Bíó og sjónvarp

Í þykjustuleik

Adam Sandler leikur slökkviliðsmann sem þykist vera samkynhneigður í nýjustu kvikmynd sinni I Now Pronounce You Chuck and Larry. Í myndinni þykjast Sandler og Kevin James, sem leikur í þáttunum The King of Queens, vera par til að svíkja út bætur.

Bíó og sjónvarp

Köngulóarmaðurinn mættur

Kvikmyndin Spider-Man 3 var frumsýnd á Leicester-torgi í London á dögunum með pompi og prakt. Allar stjörnur myndarinnar létu vitaskuld sjá sig, þar á meðal Tobey Maguire og Kirsten Dunst.

Bíó og sjónvarp

Óbeisluð fegurð á hvíta tjaldið

Hrafnhildur Gunnarsdóttir vinnur að heimildarmynd um fegurðarsamkeppnina Óbeislaða fegurð, í samstarfi við Tinu Naccache frá Líbanon. Hrafnhildur og Tina hafa áður gert saman myndirnar Lifandi í limbó og Hver hengir upp þvottinn? auk þess sem Tina aðstoðaði Hrafnhildi við gerð myndarinnar Hrein og bein.

Bíó og sjónvarp

Producers kveður

Söngleikurinn The Producers, sem er byggður á samnefndri kvikmynd Mel Brooks, hefur lokið göngu sinni á Broadway eftir rúmlega 2.500 sýningar. „Þetta hafa verið sex gleðileg ár og þið áhorfendur hafið staðið ykkur frábærlega í því að aðstoða okkur við þessa vel heppnuðu lokasýningu,“ sagði Mel Brooks.

Bíó og sjónvarp

Grettir - tvær stjörnur

Er ástæða til að rifja upp gamla íslenska söngleiki og setja á svið með ærnum tilkostnaði? Víða er það gert í öðrum löndum að gamaldags verk eru endurvakin, oft vegna tónlistarinnar sem kann að geyma sígild númer, ellegar þess að höfundum tal- og söngtexta hefur á sinni tíð tekist að næla tíðaranda, móð, í fléttuna.

Bíó og sjónvarp

Horft inn um skráargatið

Er hjónabandið hagkvæmnisráðstöfun, fyrirtæki eða loforð um skilyrðislausa ást? Elva Ósk Ólafsdóttir ræddi við blaðamann um hálan ís og heilmikinn þroska.

Bíó og sjónvarp