Away From Her - Fjórar stjörnur 31. ágúst 2007 00:01 Away From Her Kvikmyndin Away From Her segir frá miðaldra hjónum, Fionu og Grant, takast á við Alzheimer-sjúkdóm Fionu og innlögn hennar á hjúkrunarheimili fyrir Alzheimer-sjúklinga. Við fylgjumst með Fionu missa minnið smám saman og erfiðleika þeirra hjóna við að sætta sig við sjúkdóminn og afleiðingar hans. Away From Her er fyrsta myndin í fullri lengd sem Sarah Polley leikstýrir. Sarah er tæplega þrítug, margverðlaunuð leikkona, sem hefur áður gert nokkrar stuttmyndir. Polley tekst einstaklega vel að fjalla um þetta viðkvæma efni af virðingu og án þess að vera væmin eða of dramatísk. Í grunninn er þetta einfaldlega saga um fólk sem er að gera sitt besta til að takast á við lífið í skugga illviðráðanlegs sjúkdóms. Leikurinn í myndinni er góður. Aðalleikkonan Julie Christie sýnir snilldarleik. Henni tekst að túlka andlega hnignun Fionu á einkar sannfærandi hátt. Aðrir standa nokkuð í skugganum af henni en skila sínu áfallalaust. Söguþráðurinn er að mörgu leyti fyrirsjánlegur en það kemur ekki að sök því ekki er verið að elta einhverjar klisjur. Persónusköpunin er það sterk að það sem er fyrirsjánlegt verður samt aldrei ósannfærandi. Away from her er því þegar á heildina er litið góð mynd um manneskjur í erfiðum aðstæðum. -Jarþrúður Karlsdóttir Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kvikmyndin Away From Her segir frá miðaldra hjónum, Fionu og Grant, takast á við Alzheimer-sjúkdóm Fionu og innlögn hennar á hjúkrunarheimili fyrir Alzheimer-sjúklinga. Við fylgjumst með Fionu missa minnið smám saman og erfiðleika þeirra hjóna við að sætta sig við sjúkdóminn og afleiðingar hans. Away From Her er fyrsta myndin í fullri lengd sem Sarah Polley leikstýrir. Sarah er tæplega þrítug, margverðlaunuð leikkona, sem hefur áður gert nokkrar stuttmyndir. Polley tekst einstaklega vel að fjalla um þetta viðkvæma efni af virðingu og án þess að vera væmin eða of dramatísk. Í grunninn er þetta einfaldlega saga um fólk sem er að gera sitt besta til að takast á við lífið í skugga illviðráðanlegs sjúkdóms. Leikurinn í myndinni er góður. Aðalleikkonan Julie Christie sýnir snilldarleik. Henni tekst að túlka andlega hnignun Fionu á einkar sannfærandi hátt. Aðrir standa nokkuð í skugganum af henni en skila sínu áfallalaust. Söguþráðurinn er að mörgu leyti fyrirsjánlegur en það kemur ekki að sök því ekki er verið að elta einhverjar klisjur. Persónusköpunin er það sterk að það sem er fyrirsjánlegt verður samt aldrei ósannfærandi. Away from her er því þegar á heildina er litið góð mynd um manneskjur í erfiðum aðstæðum. -Jarþrúður Karlsdóttir
Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein