Íslendingar í Edinborg 20. ágúst 2007 04:00 Gríðarlegur fjöldi fólks sækir Edinborgarhátíðina, sem nú stendur yfir, á ári hverju. Í ár eru Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson í þeim hópi, auk þess sem leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir tekur þátt í tveimur sýningum á hátíðinni. Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson sáu fjöldann allan af leikritum í Edinborg, meðal annars uppsetningar frá Kóreu og Rússlandi. MYND/Vilhelm Þjóðleikhússtjórinn Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson, eiginmaður hennar, voru nýkomin út af nýju leikriti, Damaskus, eftir Skotann David Craig, þegar Fréttablaðið náði tali af Tinnu, sem sótti Edinborgarhátíðina nú í fyrsta skipti. „Við erum búin að komast yfir ansi mikið," sagði Tinna, en hjónin eru í fríi í Skotlandi. „Við verðum hér í fimm daga og förum svo í fjallgöngu um „The Highlands"," sagði Tinna og hló við. Edinborgarhátíðin er samheiti yfir fjölda mismunandi hátíða sem fram fer í borginni um þetta leyti. Af þeim er leiklistarhátíðin Edinburgh Fringe stærst, en þar að auki stendur nú yfir bókmenntahátíð, kvikmyndahátíð og tónlistarhátíð, svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er alveg rosalega stór og flott hátíð og þvílíkt magn af viðburðum alls staðar að úr heiminum," sagði Tinna, en þau hjónin höfðu meðal annars séð sýningar frá Kóreu, Póllandi, Rússlandi, Hollandi og Kanada. „Við leggjum líka áherslu á að sjá ný bresk og skosk leikrit. Hér eru leikhús sem einbeita sér að því að ala upp og rækta leikritahöfunda, bæði Travers-leikhúsið og Þjóðleikhús Skota," sagði Tinna. Vigdís Hrefna Pálsdóttir tekur þátt í tveimur söngleikjum á Edinborgarhátíðinni, en uppfærslurnar eru hluti af mastersnámi hennar í Glasgow.MYND/stefán Leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir, sem er í mastersnámi við Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow, tekur þátt í tveimur sýningum á Fringe hátíðinni. „Hluti af mastersnáminu er að setja upp tvo nýja söngleiki á Fringe," útskýrði Vigdís. Söngleikirnir sem hún leikur í, Iron Curtain og The Confessions of Julian Po, eru báðir bandarískir og splunkunýir. „Þetta er heimsfrumsýning á öðrum og Evrópufrumsýning á hinum," sagði Vigdís, sem kvað sýningar hafa gengið mjög vel. „Við höfum verið að sýna fyrir nánast fullu húsi. Það þykir markvert, því það er svo mikið um að vera að fólk er þakklátt fyrir að ná kannski tíu sýningargestum," sagði hún og hló við. Á tuttugu daga tímabili sýnir Vigdís daglega. „Þetta er frekar stíft prógram, en það er gaman að taka þátt í svona alþjóðlegri leiklistarhátíð," sagði Vigdís, sem hafði þó ekki haft færi á að sækja margar sýningar sjálf. „Ég ætla að reyna að fara svolítið á morgnana í þessari viku og næstu, það eru svo margar spennandi sýningar í gangi," sagði hún. Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Gríðarlegur fjöldi fólks sækir Edinborgarhátíðina, sem nú stendur yfir, á ári hverju. Í ár eru Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson í þeim hópi, auk þess sem leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir tekur þátt í tveimur sýningum á hátíðinni. Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson sáu fjöldann allan af leikritum í Edinborg, meðal annars uppsetningar frá Kóreu og Rússlandi. MYND/Vilhelm Þjóðleikhússtjórinn Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson, eiginmaður hennar, voru nýkomin út af nýju leikriti, Damaskus, eftir Skotann David Craig, þegar Fréttablaðið náði tali af Tinnu, sem sótti Edinborgarhátíðina nú í fyrsta skipti. „Við erum búin að komast yfir ansi mikið," sagði Tinna, en hjónin eru í fríi í Skotlandi. „Við verðum hér í fimm daga og förum svo í fjallgöngu um „The Highlands"," sagði Tinna og hló við. Edinborgarhátíðin er samheiti yfir fjölda mismunandi hátíða sem fram fer í borginni um þetta leyti. Af þeim er leiklistarhátíðin Edinburgh Fringe stærst, en þar að auki stendur nú yfir bókmenntahátíð, kvikmyndahátíð og tónlistarhátíð, svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er alveg rosalega stór og flott hátíð og þvílíkt magn af viðburðum alls staðar að úr heiminum," sagði Tinna, en þau hjónin höfðu meðal annars séð sýningar frá Kóreu, Póllandi, Rússlandi, Hollandi og Kanada. „Við leggjum líka áherslu á að sjá ný bresk og skosk leikrit. Hér eru leikhús sem einbeita sér að því að ala upp og rækta leikritahöfunda, bæði Travers-leikhúsið og Þjóðleikhús Skota," sagði Tinna. Vigdís Hrefna Pálsdóttir tekur þátt í tveimur söngleikjum á Edinborgarhátíðinni, en uppfærslurnar eru hluti af mastersnámi hennar í Glasgow.MYND/stefán Leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir, sem er í mastersnámi við Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow, tekur þátt í tveimur sýningum á Fringe hátíðinni. „Hluti af mastersnáminu er að setja upp tvo nýja söngleiki á Fringe," útskýrði Vigdís. Söngleikirnir sem hún leikur í, Iron Curtain og The Confessions of Julian Po, eru báðir bandarískir og splunkunýir. „Þetta er heimsfrumsýning á öðrum og Evrópufrumsýning á hinum," sagði Vigdís, sem kvað sýningar hafa gengið mjög vel. „Við höfum verið að sýna fyrir nánast fullu húsi. Það þykir markvert, því það er svo mikið um að vera að fólk er þakklátt fyrir að ná kannski tíu sýningargestum," sagði hún og hló við. Á tuttugu daga tímabili sýnir Vigdís daglega. „Þetta er frekar stíft prógram, en það er gaman að taka þátt í svona alþjóðlegri leiklistarhátíð," sagði Vigdís, sem hafði þó ekki haft færi á að sækja margar sýningar sjálf. „Ég ætla að reyna að fara svolítið á morgnana í þessari viku og næstu, það eru svo margar spennandi sýningar í gangi," sagði hún.
Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira