Skoðun

Líf­eyris­sjóðir í sæng með kvótakóngum

Björn Ólafsson skrifar

Hvort sem þú ferð út að versla í matinn, notar símann, ferð í bankann, farir í keilu, kaupir fiskbúðing, pizzu eða hamborgara, færð þér kaffi, kokteilsósu, kaupir brauð, farir í apótek, út að skemmta þér, kaupir eldsneyti á bílinn eða gefur húsdýri fóður; þá ertu með beinum eða óbeinum hætti að eiga viðskipti við kvótakónga.

Skoðun

Glanna­legt tal um gjald­þrot

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í byrjun vikunnar áttu báðar sjónvarpsstöðvarnar viðtöl við Ingu Sæland um þá styrki, sem Flokkur fólksins hafði fengið úr ríkissjóði, 240 milljónir króna, en rétt form vantaði á. Var Inga spurð, hvað gerðist, ef ríkissjóður krefðist endurgreiðslu fjárins, þar sem flokkurinn hefði vanrækt að ganga formlega frá skráningu sinni sem stjórnmálaflokkur skv. síðustu lögum.

Skoðun

Bók­vitið verður í askana látið!

Árni Sigurðsson skrifar

Fyrirsögnin, „Bókvitið verður í askana látið“, undirstrikar mikilvægi þess að tileinka sér þekkingu. Í bændasamfélagi fyrri alda þótti þessu þveröfugt farið enda verkleg vinna í fyrirrúmi, en nú er þekking afl sem umbreytir lífi og samfélagi.

Skoðun

Læknis- og sjúkraþjálfunar­fræði fyrir alla

Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar

Inntökuprófið í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði er með stærri prófum sem haldin eru á Íslandi. Alls mættu 363 manns árið 2024 í inntökuprófið í þeirri von um að fá brautargengi í virtu og góðu námi við Háskóla Íslands.

Skoðun

Hvernig er hægt að semja við samninga­nefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við?

Ragnheiður Stephensen skrifar

Það virðist sem það sé mikil þörf á að fræða fólk, a.m.k. einstaklinga innan sambands íslenskra sveitafélaga, um hvað skólastarf snúist og er þetta tilraun til þess.Ég varð nefnilega orðlaus þegar ég las viðtal við Ingu Rún Ólafsdóttur, formann samningarnefndar sveitafélaga. Það er eins og hún viti ekkert um skólastarf.

Skoðun

Birtingar­mynd for­tíðar í nú­tímanum

Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Aldrei aftur. Þessi orð tákna alþjóðlegt loforð um að berjast gegn hatri, ofbeldi og mismunun. Þau tákna að sagan má aldrei aftur endurtaka sig, sagan sem við minnumst nú þegar 80 ár eru liðin frá því sovéskir hermenn frelsuðu eftirlifendur í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz-Birkenau.

Skoðun

Mun seðla­banka­stjóri standa við orð sín

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Það styttist í næstu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans en seðlabankastjóri sagði í byrjun desember síðastliðnum að fjármálakerfið stæði traustum fótum og staða bankanna væri sterk. Á sama tíma sagðist seðlabankastjóri vera bjartsýnn á horfur á fasteignamarkaði þar sem eignum væri að fjölga og nýjar eignir væru að koma á markað.

Skoðun

97 ár í sjálf­boða­liða­starfi

Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar

Í morgun héldu fimm sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar til hafs á nýju öflugu og afar fullkomnu björgunarskipi, til aðstoðar tveimur skipverjum á fiskibát sem misst hafði stýri og rak hættulega nærri landi.

Skoðun

Borgið til baka!

Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Elli og Örorkuþegar þurfa alltaf að borga til baka ef þau fá meiri bætur en þau eiga rétt á það sama hlýtur að gilda um Stjórnmálaflokka.

Skoðun

Spörum með betri opin­berum inn­kaupum

Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar

Ein af lykiltillögum Félags atvinnurekenda, sem sendar voru inn í hugmyndabanka ríkisstjórnarinnar vegna sparnaðar og hagræðingar í ríkisrekstri, er um umbætur í opinberum innkaupum. Þar má spara háar fjárhæðir fyrir skattgreiðendur.

Skoðun

Hvers vegna Evrópu­sinni?

Einar Helgason skrifar

„Hvers vegna í ósköpunum ert þú svona hlynntur því að við göngum í þetta samband?“ Ég var spurður þessarar spurningar ekki alls fyrir löngu af góðum kunningja sem furðaði sig á þeirri afstöðu minni að við Íslendingar ættum að ganga í Evrópusambandið.

Skoðun

Það gera allir mis­tök

Árný Björg Blandon skrifar

Að fylgjast með þeim öldum sem hafa risið upp sem holskeflur gegn Fólki Flokksins og sér í lagi Ingu Sæland er með ólíkindum. Það er allt tínt til, verið að skerða og skaða hennar ímynd sem ráðherra af fullum krafti af hálfu stjórnarandstöðunnar og ákveðinna fréttamiðla.

Skoðun

Loftslagsaðgerðir sem skaða náttúruna

Vala Árnadóttir skrifar

Umhverfisráðherra Íslands sagði nýlega „það er mjög mikið í húfi fyrir raforkuöryggi í landinu og loftslagsmarkmið Íslands“ þegar hann varði áform um að flýta fyrir Hvammsvirkjun. En er Hvammsvirkjun í takt við loftslagsmarkmið okkar, eða vinnur hún gegn þeim?

Skoðun

Geta í­þróttir bjargað manns­lífum?

Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar

Þann 9. og 10. apríl fara fram hér á landi tveir landsliðsleikir Íslands og Ísraels í handbolta. Þegar þetta er skrifað er fátt sem bendir til þess að íslensku landsliðskonurnar íhugi að sniðganga leikinn til að mótmæla yfirstandandi þjóðarmorði Ísraels á Palestínufólki.

Skoðun

Vaknaðu menningar­þjóð!

Ása Baldursdóttir skrifar

Ásgeir H. Ingólfsson, menningarblaðamaður og skáld, er horfinn úr þessum heimi. Hann var einn maður, en jafnframt heill her – vopnaður orðum og innsæi – í baráttu fyrir menningarumfjöllun á Íslandi, þar sem lítið rými er fyrir slíka hugsjón.

Skoðun

Fjarðabyggð gegn kjara­samningum

Halla Gunnarsdóttir og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir skrifa

Fyrir tæpu ári síðan voru undirritaðir langtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði þar sem launafólk undirgekkst afar hóflegar launahækkanir á verðbólgutímum gegn því að atvinnurekendur héldu aftur af verðhækkunum og hið opinbera aftur af gjaldskrárhækkunum. 

Skoðun

Af styrkjum

Sigmar Guðmundsson skrifar

Formaður Framsóknar vill að fram fari rannsókn á ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka enda hefur komið í ljós að fimm flokkar hafa á liðnum árum fengið styrk án þess að vera rétt skráðir. Sigurður Ingi er með þessu að biðja um rannsókn á því hvers vegna ráðuneyti í hans eigin ríkisstjórn blessaði þessa styrki án þess að skráning flokkanna væri rétt.

Skoðun

Sterkara sam­fé­lag: Fram­farir í velferðarþjónustu Hvera­gerðis

Sandra Sigurðardóttir skrifar

Á undanförnu ári hefur verið unnið ötullega að framþróun í velferðarþjónustu Hveragerðisbæjar. Starfið einkennist af metnaði, samstöðu og þverfaglegri nálgun þar sem fjölbreytt teymi fagfólks vinnur saman að því að bæta þjónustu við íbúa bæjarins á öllum aldri.

Skoðun

Mikil­vægi þess að eiga hetjur

Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Reykjavíkurleikarnir í frjálsíþróttum voru haldnir með glæsilegri umgjörð í Laugardalshöllinni í vikunni. Þar var magnað að sjá þann mikla kraft sem býr í afreksíþróttafólkinu okkar.

Skoðun

Að stefna í hæstu hæðir

Einar Baldvin Árnason skrifar

Listmálarinn og myndhöggvarinn Michelangelo sagði víst eitt sinn að mesta hættan sem steðjaði að hverjum og einum væri ekki sú að hann setti stefnuna svo hátt að hann missti marks, heldur miklu frekar að hann setti markið lágt og næði því síðan.

Skoðun

Kæru fé­lagar í Sjálf­stæðis­flokki

Snorri Ásmundsson skrifar

Nú er að koma aðalfundur og þar býst ég við að taka við formennsku í Sjálfstæðisflokknum og efla hann og koma honum í hæstu hæðir. Það kann að hljóma digurbarkalega komandi frá manni sem ekki hefur komið mikið við sögu í stefnumótun flokksins áður. Einhverjir vilja þagga jafnvel niður í mér af ótta við ókunn áhrif mín innan flokksins.

Skoðun

Eldingar á Ís­landi

Gunnar Sigvaldason skrifar

Í frétt á Vísi í síðastliðinni viku var sagt frá eldingu sem laust niður í íbúðarhús í Dyrhólahverfi rétt við Vík í Mýrdal. Íbúar hússins urðu fyrir því tjóni að rafmagnstaflan í húsinu eyðilagðist og má segja að hún hafi sprungið sökum eldingarinnar. Leiða má að því líkum að engar eldingavarnir hafi verið til staðar í húsinu, en það hefur verið lenskan hérlendis. Tíðni eldinga á Íslandi er frekar lág miðað við önnur lönd en hættan er þó til staðar.

Skoðun

Sterki maðurinn

Bjarni Karlsson skrifar

Nú eru 80 ár frá því síðustu fangar sluppu lifandi úr útrýmingabúðum Þriðja ríkisins. Það er brýnt öryggismál að samfélög heimsins gleymi ekki þróun mála í Þýskalandi nasismans.

Skoðun

Blóðmjólkum ekki náttúru Ís­lands

Bjarni Bjarnason skrifar

Á undanförnum árum hafa víða heyrst fullyrðingar um að rafmagn á Íslandi sé að verða upp urið og að jafnvel þurfi að skerða rafmagn til heimila í landinu verði ekki virkjað hið snarasta. 

Skoðun

Spörum með ein­faldara eftir­liti

Friðrik Ingi Friðriksson skrifar

Félag atvinnurekenda (FA) hefur brugðist við óskum Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra um tillögur að sparnaði og hagræðingu í ríkisrekstrinum. Þar á meðal eru eftirfarandi tillögur um einfaldara eftirlit, sem getur bæði sparað ríkinu og fyrirtækjum mikinn kostnað.

Skoðun

Hvar liggur á­byrgðin?

Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar

Þegar fólk ákveður að bjóða sig fram til þjónustu fyrir land og lýð þá vill maður trúa því að það sé til þess að gera landinu og þeim sem þar búa gagn.

Skoðun