Fótbolti

Enska augna­blikið: Forsjáli fé­laginn sem missti af öllu

Þrír dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Kristinn Kjærnested fór í frægðarför til Liverpool-borgar árið 2006 og sá grannaslag Liverpool og Everton á Anfield.

Enski boltinn

Úr enska boltanum í eitur­lyfja­smygl og sjö ára fangelsi

Ronnie Stam, fyrrum fótboltamaður sem varð hollenskur meistari með Twente og spilaði með Wigan í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir eiturlyfjasmygl. Hann er sagður hafa verið mjög umsvifamikill í hollensku undirheimunum eftir að fótboltaferlinum lauk.

Enski boltinn

Isak ætlar aldrei að spila fyrir New­cast­le aftur

David Orn­stein, blaðamaður The At­hletic segir það staðfasta skoðun sænska fram­herjans Alexander Isak að hann muni aldrei aftur spila fyrir enska úr­vals­deildar­félagið New­cast­le United jafn­vel þó að hann verði ekki seldur í yfir­standandi félags­skipta­glugga.

Enski boltinn

Fegin að hvítir leik­menn Eng­lands klikkuðu líka á vítum

Jess Carter, leikmaður Evrópumeistara Englands í fótbolta, óttaðist að samherji hennar, Lauren James, yrði fyrir barðinu á stjarnfræðilega miklum kynþáttafordómum ef hún hefði verið eini leikmaður enska liðsins sem hefði klikkað á sinni spyrnu í vítakeppninni gegn Svíþjóð á EM.

Fótbolti

Ronaldo trú­lofaður

Cristiano Ronaldo, leikja- og markahæsti landsliðsmaður sögunnar, er trúlofaður. Unnusta hans, Georgina Rodríguez, greindi frá þessu á Instagram í gær.

Fótbolti

Enska augna­blikið: Sá allra svalasti

Fjórir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Það er einn maður í sögu deildarinnar sem er einfaldlega svalari en aðrir. Sá heitir Eric Cantona og er í miklu uppáhaldi hjá Henry Birgi Gunnarssyni, líkt og fleirum.

Enski boltinn

Bale af golf­vellinum og á skjáinn

Þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna og snúið sér nær alfarið að golfi hefur Gareth Bale ákveðið að halda sér í sviðsljósinu með því að semja við TNT Sports. Mun hann vera hluti af teymi fjölmiðilsins í kringum ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu.

Enski boltinn

„Ó­reyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“

„Þegar þessi skrípaleikur fer af stað hérna á fertugustu mínútu hefðum við átt að vera búnir að klára leikinn“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, eftir 3-2 tap gegn FH. Skagamenn byrjuðu leikinn mun betur og komust tveimur mörkum yfir, en svo hófst það sem Lárus kallar „skrípaleik.“

Íslenski boltinn

Spánn skiptir þjálfaranum út

Montse Tome mun ekki halda áfram störfum sem landsliðsþjálfari Spánar en samningur hennar rennur út um næstu mánaðamót. Sonia Bermudez stígur upp og tekur við eftir að hafa þjálfað yngri landslið Spánar undanfarin ár.

Fótbolti

Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildar­leik í Miami

Eftir áralangar tilraunir til að spila spænskan deildarleik í Bandaríkjunum lítur út fyrir að loksins verði af því í desember næstkomandi. Spænska knattspyrnusambandið samþykkti í dag að leikur Villareal og Barcelona fari fram í Miami. Nú á aðeins eftir að ganga frá formsatriðum og fá samþykki frá UEFA og FIFA.

Fótbolti

Enska augna­blikið: Hlaupið út úr húsinu

Fjórir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir réði sér vart fyrir kæti þegar hinn 17 ára gamli Federico Macheda skoraði mark sem fór langt með að tryggja Manchester United enska meistaratitilinn árið 2009.

Enski boltinn