Fótbolti

„Elska að horfa á FH“

FH hefur átt góðu gengi að fagna í upphafi tímabils og er í 2. sæti Bestu deildar kvenna með þrettán stig eftir fimm umferðir. Í uppgjörsþætti Bestu markanna voru FH-ingar hlaðnir lofi.

Íslenski boltinn

Ís­lendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar

Fyrir mánuði síðan virtist Ajax svo gott sem búið að tryggja sér hollenska meistaratitilinn í fótbolta. Keppinautarnir í PSV höfðu játað sig sigraða. Við tók ævintýralegt, sögulega slæmt klúður Ajax-manna sem nú þurfa að treysta á hjálp Íslendinga í lokaumferðinni.

Fótbolti

Um­boðs­menn Huijsen mættir til Madrídar

Hinn tvítugi Dean Huijsen, miðvörður Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni, virðist vera á leið til Real Madrid, sem vill ganga frá félagaskiptum fyrir HM félagsliða. Umboðsmenn Huijsen eru sagðir mættir til Madrídar til að ganga frá samningum.

Fótbolti

Asencio verður á­kærður fyrir að dreifa barna­klámi

Raúl Asencio og þrír leikmenn sem spiluðu með honum í ungmennaliði Real Madrid, Ferran Ruiz, Andres Martin og Juan Rodriguez eru ásakaðir um að hafa í leyfisleysi tekið upp og dreift kynferðislegu myndefni af tveimur konum. Önnur þeirra var undir lögaldri. Rannsókn málsins er lokið og ákærur verða gefnar út á næstunni.

Fótbolti

Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið

Miðvörðurinn Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn og skoraði eitt þriggja marka Volos í 3-0 sigri á botnliði Lamia þegar liðin mættust í neðra umspili efstu deildar Grikklands. Með sigrinum er endanlega ljóst að Hjörtur og félagar halda sæti sínu í deildinni.

Fótbolti

Fé­lagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið

Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, hefur ákveðið að borga fyrir fjölskyldur starfsliðs síns á úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir að í ljós kom að félagið myndi aðeins gefa hverjum starfsmanni möguleika á að kaupa tvo miða á leikinn gegn Tottenham Hotspur.

Enski boltinn