Fótbolti

Sau­tján ára ný­liði í lands­liðinu

Þrír nýliðar eru í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem mætir Norður-Írlandi í tveimur leikjum í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar síðar í þessum mánuði. Meðal þeirra er sautján ára leikmaður FH, Thelma Karen Pálmadóttir.

Fótbolti

Lagerbäck úti­lokar að taka við Svíum

Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Svíþjóðar, hefur ekki áhuga á að taka við sem þjálfari heimaþjóðarinnar öðru sinni. Svíar hafa tapað þremur leikjum í röð og staða Danans Jon Dahl Tomassonar í þjálfarasætinu völt.

Fótbolti

„Ljóð­rænt rétt­læti eftir það sem gerðist í París“

Franski landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps ku hafa verið ósáttur með fyrsta mark Íslands í 2-2 jafntefli gegn Frakklandi og talið að það hafi ekki átt að standa. Arnar Gunnlaugsson var spurður út í málið og sagði það fallegt ljóðrænt réttlæti, eftir að mark var dæmt af Íslandi í fyrri leik liðanna.

Fótbolti

„Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“

„Ég er bara feginn að við höfum náð að jafna og halda þetta út. Þetta var mjög erfitt“ sagði markaskorarinn Guðlaugur Victor Pálsson eftir 2-2 jafntefli Íslands gegn Frakklandi. Hann hefði viljað hjálp frá kollegum sínum í vörninni í fyrra marki Frakklands.

Fótbolti

„Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“

Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson kvaðst afar stoltur af íslenska liðinu eftir jafnteflið við það franska, 2-2, í undankeppni HM 2026 í kvöld. Hann hrósaði sínum mönnum fyrir mikla baráttu, dugnað og góða leikstjórn.

Fótbolti

Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka

Svíar, með stjörnuframherjana Alexander Isak og Viktor Gyökeres í fremstu víglínu, töpuðu í annað sinn á rúmum mánuði fyrir Kósovó í kvöld, aftur án þess að skora mark, og hafa svo gott sem kastað HM-draumnum á glæ.

Fótbolti

„Ég vildi bara reyna að setja annað“

„Geggjuð tilfinning. Maður fékk gæsahúð við að sjá boltann í netinu,“ sagði Kristian Hlynsson eftir að hafa skorað jöfnunarmarkið sem tryggði Íslandi stig gegn franska stórliðinu í Laugardalnum í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta.

Fótbolti

„Ís­land er með sterkt lið“

Mike Maignan, markvörður AC Milan á Ítalíu, mun bera fyrirliðabandið í fjarveru Kylians Mbappé er Frakkar sækja Íslendinga heim á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2026 í fótbolta í kvöld. Hann býst við erfiðum leik.

Fótbolti

„Ekitiké er ekki slæmur“

Hákon Arnar Haraldsson vonast til að fjarvera sterkra leikmanna hjá franska landsliðinu komi sér vel fyrir Ísland er liðin eigast við á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2026 í kvöld. Engir aukvisar koma hins vegar inn í staðinn.

Fótbolti