Fréttir

Stærstu mál þingsins munu rata í ruslið

Margir eru hugsi eftir vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur í gær. Bjarkey sat rjóð í kinnum, en hún sat fast og taldi sig eiga inni það að stjórnarflokkarnir myndu verja hana. Sem þeir og gerðu, allir nema einn. Jón Gunnarsson sat hjá og þung orð féllu.

Innlent

Enn ekkert spurst til týnda unga mannsins á Tenerife

Vinir Jay Slater, nítján ára gamals manns sem hefur verið týndur á Tenerife síðan á mánudagsmorgun, hafa beðið bresku og spænsku lögreglurnar um að veita þeim liðsauka í leitinni. Hann var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist.

Erlent

For­dæma notkun „ó­mann­úð­legra“ minka­gildra

Jacobina Joensen formaður dýraverndunarfélagsins Villikatta segir félagið fordæma einstaklinga, sveitarfélög og félagasamtök sem nota minkagildrur. Þær séu hannaðar til að meiða dýr og það sé óskiljanlegt að þær séu enn leyfðar á Íslandi.

Innlent

„Það verða tómar hillur í smá stund“

Kringlan var í dag opnuð á nýjan leik eftir bruna um helgina. Verslunarrekandi sem missti töluvert af vörum sínum í brunanum lítur björtum augum á framtíðina. Verslanir sem fóru verst úr brunanum opna ekki fyrr en í haust.

Innlent

For­manni VG ekki skemmt yfir ræðu Jóns á þingi í dag

Jón Gunnarsson sat einn stjórnarþingmanna hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust á matvælaráðherra og sagði þingflokk Vinstri Grænna varla hæfan til þingsetu. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Jón og Guðmund Inga á Alþingi í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Innlent

Jón hafi fengið leyfi til að hrauna yfir Bjarkeyju og VG

Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar furðar sig á stórum orðum Jóns Gunnarssonar í umræðum um vantraust á hendur matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, í dag. Jón sat hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust einn stjórnarliða.

Innlent

Rutte næsti fram­kvæmda­stjóri NATO

Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka.

Erlent

Svíkja milljónir af granda­lausum Ís­lendingum í nafni Auð­kennis

Nokkur fjöldi Íslendinga situr eftir með sárt ennið eftir að hafa orðið fyrir barðinu á skipulögðum glæpahópum síðustu helgi. Svindlarar þóttust vera á vegum Auðkennis, nýttu sér hakkaða Facebook-reikninga Íslendinga og komust með klækjum inn í heimabanka fólksins. Sérfræðingur segir Auðkenni fórnarlamb en geti þó teygt sig lengra varðandi öryggi.

Innlent

Óttast að á­rásar­maðurinn flýi land

Dómari í héraðsdómi Kaupmannahöfn hefur ákveðið að framlengja gæsluvarðhald yfir manninum sem ákærður er fyrir að hafa veist að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, þann sjöunda júní síðastliðinn um tvær vikur. Dómari segist óttast að hann muni flýja land.

Erlent

Sak­borningum í máli Quang Le fjölgar

Sakborningar í máli veitingamannsins Quangs Lé eru nú orðnir tólf talsins. Þrír fengu stöðu sakbornings í málinu eftir húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun maímánaðar.

Innlent

Bíla­stæði við Kefla­víkur­flug­völl að fyllast

Bókanir fyrir bílastæðin við Keflavíkurflugvöll hafa ekki verið fleiri síðan sumarið 2016, þegar íslenska karlalandsliðið var að keppa á EM í knattspyrnu í Frakklandi. Líkur eru á því að bílastæðin gætu orðið uppbókuð í sumar, en ISAVIA hvetur fólk til að huga að samgönguleiðinni á flugvöllinn, þegar flugmiðinn er bókaður.

Innlent

Rassía lög­reglu heldur á­fram

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Skattinn og Samgöngustofu hefur í dag haldið ótrauð áfram í átaki sínu við eftirlit hjá leigubílstjórum á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent