Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 17. ágúst 2025 17:36 Einn hnullungurinn staðnæmdist alveg upp við vegkantinn. Ingveldur Anna Sigurðardóttir Grjót hrundi úr Holtsnúpi undir Eyjafjöllum í morgun og stór hnullungur fór yfir þjóðveginn. Þetta var á svipuðum stað og banaslys varð vegna grjóthruns í mars á þessu ári. Ingveldur Anna Sigurðardóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Varmahlíð, segir grjótið hafa hrunið snemma í nótt eða snemma í morgun. Verktaka hafi borist melding um hnullungana í morgun og fjarlægt þá. Einn hnullunganna þveraði þjóðveginn og mildi var að þar átti enginn leið hjá þegar það gerðist en í mars á þessu ári féll grjót á bíl þriggja kvenna sem óku eftir veginum á svipuðum stað með þeim afleiðingum að ein þeirra lést. Það er ekki að spyrja að því sem hefði gerst hefði einhver átt leið um vegarkaflann þegar hrunið varð.Ingveldur Anna Sigurðardóttir „Þetta er mjög sérstakur árstími að þetta gerist og sýnir fram á þörfina á að gera eitthvað þarna. Vanalega er þetta á haustin eða vorin en búið að rigna mjög mikið upp á síðkastið, útlandarigningar, þá losast eitthvað þarna uppi. Það er bara mildi að enginn slasaðist,“ segir Ingveldur. Lítið borist frá yfirvöldum Þörfin sé brýn en stjórnvöldum hafi verið fátt um svör. Ingveldi barst svar við skriflegri fyrirspurn sem hún beindi til Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra en þar kom fram að aðgerðir við Holtsnúp væru ekki á dagskrá. Önnur svör hafa ekki borist. Ferðalagi hnullungsins lauk í síki, hinum megin vegarins.Ingveldur Anna Sigurðardóttir „Við höfum ekkert fengið. Sveitarfélagið hefur aðeins verið að skoða einhverjar lausnir en ekkert hefur borist frá Vegagerðinni og ekkert frá ráðuneytinu eða ráðherra. Verið sé að forgangsraða fjármunum í annað,“ segir Ingveldur. Vilja færa kaflann utar Hún og íbúar á svæðinu vilja að vegarkaflinn verði færður utar, lengra frá hlíðinni. „Það er langöruggast. Ég átta mig á því að í því felist meiri kostnaður, en á meðan það er ekki gert þá ætti að bregðast við með einhverjum hætti. Setja einhverjar skriðuvarnir og setja veginn á dagskrá,“ segir Ingveldur. Sjá einnig: Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ „Þetta hristir í manni. Maður horfir upp í fjall þegar maður keyrir í vinnuna fram og til baka. Það er mildi að þetta gerist yfir nótt þegar fáir eru á ferli,“ Rangárþing eystra Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Vegagerð Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Ingveldur Anna Sigurðardóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Varmahlíð, segir grjótið hafa hrunið snemma í nótt eða snemma í morgun. Verktaka hafi borist melding um hnullungana í morgun og fjarlægt þá. Einn hnullunganna þveraði þjóðveginn og mildi var að þar átti enginn leið hjá þegar það gerðist en í mars á þessu ári féll grjót á bíl þriggja kvenna sem óku eftir veginum á svipuðum stað með þeim afleiðingum að ein þeirra lést. Það er ekki að spyrja að því sem hefði gerst hefði einhver átt leið um vegarkaflann þegar hrunið varð.Ingveldur Anna Sigurðardóttir „Þetta er mjög sérstakur árstími að þetta gerist og sýnir fram á þörfina á að gera eitthvað þarna. Vanalega er þetta á haustin eða vorin en búið að rigna mjög mikið upp á síðkastið, útlandarigningar, þá losast eitthvað þarna uppi. Það er bara mildi að enginn slasaðist,“ segir Ingveldur. Lítið borist frá yfirvöldum Þörfin sé brýn en stjórnvöldum hafi verið fátt um svör. Ingveldi barst svar við skriflegri fyrirspurn sem hún beindi til Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra en þar kom fram að aðgerðir við Holtsnúp væru ekki á dagskrá. Önnur svör hafa ekki borist. Ferðalagi hnullungsins lauk í síki, hinum megin vegarins.Ingveldur Anna Sigurðardóttir „Við höfum ekkert fengið. Sveitarfélagið hefur aðeins verið að skoða einhverjar lausnir en ekkert hefur borist frá Vegagerðinni og ekkert frá ráðuneytinu eða ráðherra. Verið sé að forgangsraða fjármunum í annað,“ segir Ingveldur. Vilja færa kaflann utar Hún og íbúar á svæðinu vilja að vegarkaflinn verði færður utar, lengra frá hlíðinni. „Það er langöruggast. Ég átta mig á því að í því felist meiri kostnaður, en á meðan það er ekki gert þá ætti að bregðast við með einhverjum hætti. Setja einhverjar skriðuvarnir og setja veginn á dagskrá,“ segir Ingveldur. Sjá einnig: Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ „Þetta hristir í manni. Maður horfir upp í fjall þegar maður keyrir í vinnuna fram og til baka. Það er mildi að þetta gerist yfir nótt þegar fáir eru á ferli,“
Rangárþing eystra Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Vegagerð Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira