Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Jón Þór Stefánsson skrifar 17. ágúst 2025 13:21 Þorbjörg Sigríður er dómsmálaráðherra Viðreisnar og Sabine Leskopf er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist hafa áhyggjur af því hvernig dómsmálaráðherra talar um útlendingamál, og finnst ráðherrann ala á ótta. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Sabine sagðist hafa orðið vör við það að stjórnmálafólk væri að ala á ótta fólks á innflytjendum. Hún sagðist ánægð með að sinn flokkur, Samfylkingin, hefði ekki gert það fyrir síðustu kosningabaráttu, þó skiptar skoðanir væru innan flokksins. „Ég er Samfylkingarkona og ég hef haft orð á þessu í mínum flokki. Við höfum rætt þetta og það eru alveg skiptar skoðanir á þessu. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að passa okkur betur,“ sagði Sabine. „Það var fyrir ári síðan að mér fannst að margir voru að tala inn í óttann í staðinn fyrir að koma með staðreyndir á móti. Samfylkingin var ekki að því í síðustu kosningabaráttu. Og Kristrún hefur nú talað mikið fyrir breyttri atvinnustefnu sem er lykilpunktur, og ég er sammála henni varðandi það.“ Hefur áhyggjur af orðræðu ráðherra Sabine sagðist þó hafa áhyggjur af orðræðu Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra Viðreisnar, sem er í stjórnarsamstarfi með Samfylkingunni. Hún nefndi sem dæmi viðbrögð Þorbjargar við hópnum Skildi Íslands, sem hún vísaði til sem nýnasistahóps. Umræddur hópur hefur látið sjá sig í miðbæ Reykjavíkur og er yfirlýst markmið hans að vernda Íslendinga, en meðlimir hans hafa gagnrýnt meint andvaraleysi stjórnvalda í útlendingamálum. „Ég hef hins vegar til dæmis áhyggjur af því hvernig dómsmálaráðherra hefur talað. Hún hefur talað mikið inn í óttan held ég. Hún talaði sérstaklega þegar þessi nýnasistahópur kom inn og var að ógna fólki í miðborginni, þá talaði hún í því samhengi um meiri hörku flóttamannamálum, eins og það myndi hjálpa til að vinna gegn útlendingaandúð. Það gerir það ekki, þvert á móti. Það gefur þessu fólki réttlætingu. Það megum við ekki gera.“ Kallar skildina nasista Sabine, sem er af þýskum uppruna, sagðist kalla Skjöld Íslands nýnasistahóp meðal annars vegna merkisins sem hópurinn valdi sér, hin svokallaða járnkross sem nýnasistar hafa oft borið. Þess má þó geta að hópurinn hefur breytt um merki síðan. „Ég tel mig líka nota þetta orð vegna þess að við þurfum að passa upp á að við förum ekki í þessa átt, að þetta byrji ekki að verða stórt. Þróunin í mörgum löndum sem hafa endað á mjög vondum stað byrjar einmitt með þessari umræðu sem við höfum, þar sem útlendingar eru gerðir að blóraböggli. Það er talað um að heilbrigðiskerfið sé að brotna saman, eins og það hafi verið fullkomið áður en útlendingar komu. Skólakerfið, velferðarkerfið, allt er útlendingum að kenna. Þetta er talsmáti sem er ótrúlega hættulegur.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Innflytjendamál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Líkur á salmónellu í buffalókjúklingalærum Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Sjá meira
Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Sabine sagðist hafa orðið vör við það að stjórnmálafólk væri að ala á ótta fólks á innflytjendum. Hún sagðist ánægð með að sinn flokkur, Samfylkingin, hefði ekki gert það fyrir síðustu kosningabaráttu, þó skiptar skoðanir væru innan flokksins. „Ég er Samfylkingarkona og ég hef haft orð á þessu í mínum flokki. Við höfum rætt þetta og það eru alveg skiptar skoðanir á þessu. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að passa okkur betur,“ sagði Sabine. „Það var fyrir ári síðan að mér fannst að margir voru að tala inn í óttann í staðinn fyrir að koma með staðreyndir á móti. Samfylkingin var ekki að því í síðustu kosningabaráttu. Og Kristrún hefur nú talað mikið fyrir breyttri atvinnustefnu sem er lykilpunktur, og ég er sammála henni varðandi það.“ Hefur áhyggjur af orðræðu ráðherra Sabine sagðist þó hafa áhyggjur af orðræðu Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra Viðreisnar, sem er í stjórnarsamstarfi með Samfylkingunni. Hún nefndi sem dæmi viðbrögð Þorbjargar við hópnum Skildi Íslands, sem hún vísaði til sem nýnasistahóps. Umræddur hópur hefur látið sjá sig í miðbæ Reykjavíkur og er yfirlýst markmið hans að vernda Íslendinga, en meðlimir hans hafa gagnrýnt meint andvaraleysi stjórnvalda í útlendingamálum. „Ég hef hins vegar til dæmis áhyggjur af því hvernig dómsmálaráðherra hefur talað. Hún hefur talað mikið inn í óttan held ég. Hún talaði sérstaklega þegar þessi nýnasistahópur kom inn og var að ógna fólki í miðborginni, þá talaði hún í því samhengi um meiri hörku flóttamannamálum, eins og það myndi hjálpa til að vinna gegn útlendingaandúð. Það gerir það ekki, þvert á móti. Það gefur þessu fólki réttlætingu. Það megum við ekki gera.“ Kallar skildina nasista Sabine, sem er af þýskum uppruna, sagðist kalla Skjöld Íslands nýnasistahóp meðal annars vegna merkisins sem hópurinn valdi sér, hin svokallaða járnkross sem nýnasistar hafa oft borið. Þess má þó geta að hópurinn hefur breytt um merki síðan. „Ég tel mig líka nota þetta orð vegna þess að við þurfum að passa upp á að við förum ekki í þessa átt, að þetta byrji ekki að verða stórt. Þróunin í mörgum löndum sem hafa endað á mjög vondum stað byrjar einmitt með þessari umræðu sem við höfum, þar sem útlendingar eru gerðir að blóraböggli. Það er talað um að heilbrigðiskerfið sé að brotna saman, eins og það hafi verið fullkomið áður en útlendingar komu. Skólakerfið, velferðarkerfið, allt er útlendingum að kenna. Þetta er talsmáti sem er ótrúlega hættulegur.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Innflytjendamál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Líkur á salmónellu í buffalókjúklingalærum Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Sjá meira