Fréttir Einn til viðbótar í gæsluvarðhald en öðrum sleppt Einn maður til viðbótar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á Suðurlandi á frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Öðrum einstaklingi hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi en hefur áfram stöðu sakbornings í málinu. Innlent 27.5.2024 14:52 Börnin eru fundin Björgunarsveitir á Austurlandi voru ræstar út í leit að tveimur grunnskólabörnum á Reyðarfirði upp úr klukkan 14 í dag. Börnin fundust uppi í fjalli ofan við Reyðarfjörð um klukkan 15:30. Innlent 27.5.2024 14:49 Sautján ára „hermaður Hitlers” dæmdur í sjö ára fangelsi Danskur 17 ára gamall piltur var í dag dæmdur í Eystri Landsrétti í sjö ára fangelsi fyrir hryðjuverkabrot með því að hafa gengið til liðs við hægri-öfgasamtökin Feuerkrig Division. Samtökin eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök en pilturinn var einnig fundinn sekur um að reyna að sannfæra skólafélaga sinn til að ganga einnig í samtökin. Erlent 27.5.2024 14:47 Heilablóðfall sjaldgæfur fylgikvilli eftir ósæðarlokuskipti Tíðni heilablóðfalls í kjölfar ósæðarlokuskiptaaðgerða á nærri tveggja áratuga tímabili á Landspítala reyndist innan við 2% sem telst lágt og áþekkt því sem gengur og gerist á stærri hjartaskurðdeildum erlendis. Þetta sýnir ný rannsókn vísindamanna og nemenda við Háskóla Íslands og Landspítala sem greint er frá í maíblaði Læknablaðsins. Innlent 27.5.2024 14:42 Efling vísar deilu við borgina til sáttasemjara Samninganefnd Eflingar – stéttarfélags hefur vísað kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara. Innlent 27.5.2024 14:40 Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Útlit er fyrir að Íslands nái losunarskuldbindingum sínum á fyrstu tveimur árum Parísarsamkomulagsins samkvæmt nýjum tölum Umhverfisstofnunar. Heildarlosun jókst um eitt prósent en samfélagslosun stóð í stað. Innlent 27.5.2024 14:40 Töldu að enginn ætti að deyja í árásunum Loftárásir Ísraelsmanna í Rafah á Gasaströndinni eru nú sagðar hafa leitt til dauða 45 manna í tjaldbúðum. Árásirnar hafa verið harðlega gagnrýndar í dag en Ísraelar hafa sakað Hamas-liða um að kveikja eld sem dró fólkið til dauða. Erlent 27.5.2024 14:31 Andrea Kristín enn dæmd í fangelsi Andrea Kristín Unnarsdóttir, kona á fimmtugsaldri sem ítrekað hefur hlotið refsidóma, hefur verið dæmd til 25 mánaða fangelsisvistar fyrir skjala- og umferðarlagabrot. Innlent 27.5.2024 14:07 Lending í Nauthólsvík lengi ferðina um korter til tuttugu mínútur Hópur lækna á þyrlum Landhelgisgæslunnar hefur áhyggjur af því að enginn þyrlupallur verði á hinu nýja Þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut. Það sé allt of langt og áhættusamt að ferðast með þá allra veikustu og mest slösuðu frá þyrlupalli í Nauthólsvík. Hver einasta mínúta skipti máli. Innlent 27.5.2024 14:01 AfD náði ekki að sigra eftir hrinu hneykslismála Fjarhægriflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) tókst ekki að tryggja sér neina sigra þrátt fyrir að hann bætti stöðu sína í kosningum í höfuðvígi sínu í Austur-Þýskalandi um helgina. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá flokknum síðustu vikurnar. Erlent 27.5.2024 13:10 Brosandi þótt aftur sé ekið á flugvél Verzlinga Útskriftarferð nýstúdenta frá Verzlunarskóla Íslands hófst með þeim pirrandi hætti að ekið var á ítalska leiguflugvél þeirra á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Vonandi reynist fall fararheill. Innan við tvö ár eru síðan ekið var á flugvél Verzlinga á ferðalagi. Innlent 27.5.2024 12:52 Aðalmeðferð í Bátavogsmálinu fer fram í sumar Aðalmeðferð í máli Dagbjartar Rúnarsdóttur, sem er ákærð fyrir að hafa orðið manni að bana í Bátavogi í september í september, fer fram 26. til 28. júní. Dagbjört neitar sök í málinu en á meðal rannsóknargagna eru tveggja tíma mynd- og hljóðupptökur sem lögregla segir sýna hana pynta þann látna. Innlent 27.5.2024 12:42 Ástþór eyðir langmestu Ástþór Magnússon hefur eytt langmestu allra forsetaframbjóðenda í auglýsingar á samfélagsmiðlum síðustur níutíu daga, 7,8 milljónum króna. Næst á eftir honum er Halla Hrund Logadóttir með aðeins 520 þúsund krónur. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, er með flesta fylgjendur á Instagram, ríflega 36 þúsund, en Katrín Jakobsdóttir fylgir henni fast á hæla með ríflega 34 þúsund. Jón Gnarr er með flesta fylgjendur á Facebook. Innlent 27.5.2024 12:14 Kosningaúrslit yfirleitt nálægt niðurstöðum kannana Mikill munur er á nýjustu könnun Prósents sem birt var í dag annars vegar og Maskínu og Gallups hins vegar sem birtar voru fyrir helgi. Framkvæmdastjóri Maskínu segir úrslit kosninga yfirleitt mjög nálægt niðurstöðum kannana. Innlent 27.5.2024 12:02 „Þetta er bara eins og að finna gull“ Heitt vatn fannst í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Bæjarstjórinn segir þetta eins og að finna gull en orkuverð á svæðinu er með því hæsta á öllu landinu. Innlent 27.5.2024 11:42 Þyrlulæknar ósáttir og Ísfirðingar fagna heitavatnsfundi Í hádegisfréttum verður rætt við þyrlulækni hjá Landhelgisgæslunni en þar á bæ eru menn afar ósáttir við að ekki skuli gert ráð fyrir þyrlupalli við Nýja Landspítalann. Innlent 27.5.2024 11:39 Dúxaði í Verzló með tíu í einkunn og ári á undan í skóla Ragna María Sverrisdóttir dúxaði við Verzlunarskóla Íslands með tíu í meðaleinkunn en 330 nýstúdentar útskrifuðust frá skólanum um helgina. Nói Pétur Á. Guðnason var semídúx með 9,9 í meðaleinkunn. Nemendur Verzló héldu í útskriftarferð í dag sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Innlent 27.5.2024 11:07 Taldir hafa sviðsett árekstur í Hafnarfirði Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir að reyna að svíkja fé út úr Vátryggingafélagi Íslands með því að setja á svið umferðarslys í Hellnahverfi í Hafnarfirði í apríl fyrir þremur árum. Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur tekist að birta mönnunum ákæruna. Innlent 27.5.2024 10:17 Myndi ekki syrgja brotthvarf neftóbaksins Fjármálaráðherra segir það gleðitíðindi að sala á íslensku neftóbaki dragist saman. Skoða þurfi hvort leggja eigi gjöld á nikótínpúða. Innlent 27.5.2024 10:00 Fluttur með þyrlu vegna vinnuslyss á bóndabæ Karlmaður á áttræðisaldri sem var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi slasaðist í vinnuslysi á bóndabæ. Meiðsli hans eru ekki sögð lífshættuleg. Innlent 27.5.2024 09:54 Flugferð aflýst eftir að þjónustubíll rakst í flugvél Aflýsa þurfti flugferð útskriftarhóps til Króatíu eftir að þjónustubíll rakst utan í ítalska leiguflugvél í morgun. Ferðaskristofan Indigo segir að útlit sé fyrir að önnur flugvél fáist til þess að flytja hópinn út í dag. Innlent 27.5.2024 09:11 Óttast að um 2.000 hafi látist í aurskriðum á föstudag Yfirvöld í Papúa Nýju-Gíneu telja að um 2.000 manns hafi orðið undir aurskriðum sem féllu í Enga-héraði í á föstudag. Að minnsta kosti 670 hafa fundist látnir. Erlent 27.5.2024 08:22 Alríkislögreglan aðstoðar við leit að munum úr British Museum Alríkislögregla Bandaríkjanna er sögð rannsaka umfangsmikinn þjófnað á British Museum á Englandi, þar sem fjölda muna virðist hafa verið stolið og þeir síðan seldir áfram til Bandaríkjanna. Erlent 27.5.2024 07:35 Átján látnir eftir mikið óveður í miðríkjum Bandaríkjanna Að minnsta kosti átján létust og hundruð eru slösuð eftir að hvirfilbyljir gengu yfir miðríki Bandaríkjanna í gær. Erlent 27.5.2024 07:22 Hart sótt að Sunak vegna hugmynda um herþjónustu fyrir 18 ára Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir hugmyndir sem hann varpaði fram á dögunum um að taka upp herþjónustu fyrir 18 ára. Erlent 27.5.2024 07:09 Meðhöndlarinn farinn að nudda á Kvíabryggju Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem var sakfelldur í Landsrétti fyrir kynferðisbrot gegn fimm konum, er farinn að taka á móti og meðhöndla fólk á Kvíabryggju gegn gjaldi. Jóhannes afplánar þar sjö ára uppsafnaðan fangelsisdóm. Innlent 27.5.2024 07:01 Höllurnar taka forystuna en aðeins hársbreidd á milli þeirra og Katrínar Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri könnun Prósents á fylgi forsetaframbjóðenda en afar litlu munar á henni og næstu tveimur. Innlent 27.5.2024 06:33 Höfðu afskipti af manni sem var að „bera sig og hrista“ Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst heldur óvenjuleg tilkynning í gærkvöldi og nótt þar sem greint var frá manni sem var að „bera sig og hrista“ í póstnúmerinu 108. Innlent 27.5.2024 06:14 Fluttur slasaður frá Selfossi með þyrlu Landhelgisgæslunnar Maður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Selfossi að Landspítalanum í Fossvogi í kvöld. Ekki er um að ræða umferðarslys og ekkert er vitað um líðan mannsins. Innlent 26.5.2024 23:19 Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. Erlent 26.5.2024 22:41 « ‹ 213 214 215 216 217 218 219 220 221 … 334 ›
Einn til viðbótar í gæsluvarðhald en öðrum sleppt Einn maður til viðbótar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á Suðurlandi á frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Öðrum einstaklingi hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi en hefur áfram stöðu sakbornings í málinu. Innlent 27.5.2024 14:52
Börnin eru fundin Björgunarsveitir á Austurlandi voru ræstar út í leit að tveimur grunnskólabörnum á Reyðarfirði upp úr klukkan 14 í dag. Börnin fundust uppi í fjalli ofan við Reyðarfjörð um klukkan 15:30. Innlent 27.5.2024 14:49
Sautján ára „hermaður Hitlers” dæmdur í sjö ára fangelsi Danskur 17 ára gamall piltur var í dag dæmdur í Eystri Landsrétti í sjö ára fangelsi fyrir hryðjuverkabrot með því að hafa gengið til liðs við hægri-öfgasamtökin Feuerkrig Division. Samtökin eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök en pilturinn var einnig fundinn sekur um að reyna að sannfæra skólafélaga sinn til að ganga einnig í samtökin. Erlent 27.5.2024 14:47
Heilablóðfall sjaldgæfur fylgikvilli eftir ósæðarlokuskipti Tíðni heilablóðfalls í kjölfar ósæðarlokuskiptaaðgerða á nærri tveggja áratuga tímabili á Landspítala reyndist innan við 2% sem telst lágt og áþekkt því sem gengur og gerist á stærri hjartaskurðdeildum erlendis. Þetta sýnir ný rannsókn vísindamanna og nemenda við Háskóla Íslands og Landspítala sem greint er frá í maíblaði Læknablaðsins. Innlent 27.5.2024 14:42
Efling vísar deilu við borgina til sáttasemjara Samninganefnd Eflingar – stéttarfélags hefur vísað kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara. Innlent 27.5.2024 14:40
Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Útlit er fyrir að Íslands nái losunarskuldbindingum sínum á fyrstu tveimur árum Parísarsamkomulagsins samkvæmt nýjum tölum Umhverfisstofnunar. Heildarlosun jókst um eitt prósent en samfélagslosun stóð í stað. Innlent 27.5.2024 14:40
Töldu að enginn ætti að deyja í árásunum Loftárásir Ísraelsmanna í Rafah á Gasaströndinni eru nú sagðar hafa leitt til dauða 45 manna í tjaldbúðum. Árásirnar hafa verið harðlega gagnrýndar í dag en Ísraelar hafa sakað Hamas-liða um að kveikja eld sem dró fólkið til dauða. Erlent 27.5.2024 14:31
Andrea Kristín enn dæmd í fangelsi Andrea Kristín Unnarsdóttir, kona á fimmtugsaldri sem ítrekað hefur hlotið refsidóma, hefur verið dæmd til 25 mánaða fangelsisvistar fyrir skjala- og umferðarlagabrot. Innlent 27.5.2024 14:07
Lending í Nauthólsvík lengi ferðina um korter til tuttugu mínútur Hópur lækna á þyrlum Landhelgisgæslunnar hefur áhyggjur af því að enginn þyrlupallur verði á hinu nýja Þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut. Það sé allt of langt og áhættusamt að ferðast með þá allra veikustu og mest slösuðu frá þyrlupalli í Nauthólsvík. Hver einasta mínúta skipti máli. Innlent 27.5.2024 14:01
AfD náði ekki að sigra eftir hrinu hneykslismála Fjarhægriflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) tókst ekki að tryggja sér neina sigra þrátt fyrir að hann bætti stöðu sína í kosningum í höfuðvígi sínu í Austur-Þýskalandi um helgina. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá flokknum síðustu vikurnar. Erlent 27.5.2024 13:10
Brosandi þótt aftur sé ekið á flugvél Verzlinga Útskriftarferð nýstúdenta frá Verzlunarskóla Íslands hófst með þeim pirrandi hætti að ekið var á ítalska leiguflugvél þeirra á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Vonandi reynist fall fararheill. Innan við tvö ár eru síðan ekið var á flugvél Verzlinga á ferðalagi. Innlent 27.5.2024 12:52
Aðalmeðferð í Bátavogsmálinu fer fram í sumar Aðalmeðferð í máli Dagbjartar Rúnarsdóttur, sem er ákærð fyrir að hafa orðið manni að bana í Bátavogi í september í september, fer fram 26. til 28. júní. Dagbjört neitar sök í málinu en á meðal rannsóknargagna eru tveggja tíma mynd- og hljóðupptökur sem lögregla segir sýna hana pynta þann látna. Innlent 27.5.2024 12:42
Ástþór eyðir langmestu Ástþór Magnússon hefur eytt langmestu allra forsetaframbjóðenda í auglýsingar á samfélagsmiðlum síðustur níutíu daga, 7,8 milljónum króna. Næst á eftir honum er Halla Hrund Logadóttir með aðeins 520 þúsund krónur. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, er með flesta fylgjendur á Instagram, ríflega 36 þúsund, en Katrín Jakobsdóttir fylgir henni fast á hæla með ríflega 34 þúsund. Jón Gnarr er með flesta fylgjendur á Facebook. Innlent 27.5.2024 12:14
Kosningaúrslit yfirleitt nálægt niðurstöðum kannana Mikill munur er á nýjustu könnun Prósents sem birt var í dag annars vegar og Maskínu og Gallups hins vegar sem birtar voru fyrir helgi. Framkvæmdastjóri Maskínu segir úrslit kosninga yfirleitt mjög nálægt niðurstöðum kannana. Innlent 27.5.2024 12:02
„Þetta er bara eins og að finna gull“ Heitt vatn fannst í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Bæjarstjórinn segir þetta eins og að finna gull en orkuverð á svæðinu er með því hæsta á öllu landinu. Innlent 27.5.2024 11:42
Þyrlulæknar ósáttir og Ísfirðingar fagna heitavatnsfundi Í hádegisfréttum verður rætt við þyrlulækni hjá Landhelgisgæslunni en þar á bæ eru menn afar ósáttir við að ekki skuli gert ráð fyrir þyrlupalli við Nýja Landspítalann. Innlent 27.5.2024 11:39
Dúxaði í Verzló með tíu í einkunn og ári á undan í skóla Ragna María Sverrisdóttir dúxaði við Verzlunarskóla Íslands með tíu í meðaleinkunn en 330 nýstúdentar útskrifuðust frá skólanum um helgina. Nói Pétur Á. Guðnason var semídúx með 9,9 í meðaleinkunn. Nemendur Verzló héldu í útskriftarferð í dag sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Innlent 27.5.2024 11:07
Taldir hafa sviðsett árekstur í Hafnarfirði Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir að reyna að svíkja fé út úr Vátryggingafélagi Íslands með því að setja á svið umferðarslys í Hellnahverfi í Hafnarfirði í apríl fyrir þremur árum. Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur tekist að birta mönnunum ákæruna. Innlent 27.5.2024 10:17
Myndi ekki syrgja brotthvarf neftóbaksins Fjármálaráðherra segir það gleðitíðindi að sala á íslensku neftóbaki dragist saman. Skoða þurfi hvort leggja eigi gjöld á nikótínpúða. Innlent 27.5.2024 10:00
Fluttur með þyrlu vegna vinnuslyss á bóndabæ Karlmaður á áttræðisaldri sem var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi slasaðist í vinnuslysi á bóndabæ. Meiðsli hans eru ekki sögð lífshættuleg. Innlent 27.5.2024 09:54
Flugferð aflýst eftir að þjónustubíll rakst í flugvél Aflýsa þurfti flugferð útskriftarhóps til Króatíu eftir að þjónustubíll rakst utan í ítalska leiguflugvél í morgun. Ferðaskristofan Indigo segir að útlit sé fyrir að önnur flugvél fáist til þess að flytja hópinn út í dag. Innlent 27.5.2024 09:11
Óttast að um 2.000 hafi látist í aurskriðum á föstudag Yfirvöld í Papúa Nýju-Gíneu telja að um 2.000 manns hafi orðið undir aurskriðum sem féllu í Enga-héraði í á föstudag. Að minnsta kosti 670 hafa fundist látnir. Erlent 27.5.2024 08:22
Alríkislögreglan aðstoðar við leit að munum úr British Museum Alríkislögregla Bandaríkjanna er sögð rannsaka umfangsmikinn þjófnað á British Museum á Englandi, þar sem fjölda muna virðist hafa verið stolið og þeir síðan seldir áfram til Bandaríkjanna. Erlent 27.5.2024 07:35
Átján látnir eftir mikið óveður í miðríkjum Bandaríkjanna Að minnsta kosti átján létust og hundruð eru slösuð eftir að hvirfilbyljir gengu yfir miðríki Bandaríkjanna í gær. Erlent 27.5.2024 07:22
Hart sótt að Sunak vegna hugmynda um herþjónustu fyrir 18 ára Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir hugmyndir sem hann varpaði fram á dögunum um að taka upp herþjónustu fyrir 18 ára. Erlent 27.5.2024 07:09
Meðhöndlarinn farinn að nudda á Kvíabryggju Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem var sakfelldur í Landsrétti fyrir kynferðisbrot gegn fimm konum, er farinn að taka á móti og meðhöndla fólk á Kvíabryggju gegn gjaldi. Jóhannes afplánar þar sjö ára uppsafnaðan fangelsisdóm. Innlent 27.5.2024 07:01
Höllurnar taka forystuna en aðeins hársbreidd á milli þeirra og Katrínar Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri könnun Prósents á fylgi forsetaframbjóðenda en afar litlu munar á henni og næstu tveimur. Innlent 27.5.2024 06:33
Höfðu afskipti af manni sem var að „bera sig og hrista“ Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst heldur óvenjuleg tilkynning í gærkvöldi og nótt þar sem greint var frá manni sem var að „bera sig og hrista“ í póstnúmerinu 108. Innlent 27.5.2024 06:14
Fluttur slasaður frá Selfossi með þyrlu Landhelgisgæslunnar Maður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Selfossi að Landspítalanum í Fossvogi í kvöld. Ekki er um að ræða umferðarslys og ekkert er vitað um líðan mannsins. Innlent 26.5.2024 23:19
Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. Erlent 26.5.2024 22:41