Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 17. september 2025 21:26 Einar Þorsteinsson vill fleiri bílastæði við nýbyggingar. Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkurinn lagði fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur í gær um að reglur er varða fjölda bílastæða við nýbyggingar verði endurskoðaðar. Borgarfulltrúi sakar flokka sem hafa stýrt undanfarin ár um of stífar reglur hvað varði fjölda bílastæða. Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkurborgar þann 16. september lagði Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri, fram tillögu um að endurskoða ætti reglur um fjölda bíla- og hjólastæða í Reykjavík með það að markmiði að almennt myndi eitt bílastæði fylgja hverri íbúð í nýbyggingu. Samkvæmt reglunum sem nú eru í gildi mættu til dæmis við nýbyggingu sem er með fjórar tveggja herbergja íbúðir einungis vera þrjú bílastæði. „Við sjáum það að fólk hefur ekki áhuga á að búa svona. Það er að hægjast á sölu nýrra íbúða vegna þess að það eru einfaldlega of fá bílastæði við íbúðirnar sem er verið að byggja. Borgin hefur verið með þessar stífu reglur undanfarin ár og áratug, það eru þessir flokkar sem hafa stýrt borginni í gegnum tíðina, Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri grænir, sem hafa viljað þrengja að uppbyggingaraðilum,“ segir Einar í kvöldfréttum Sýnar. „Uppbyggingaraðilarnir vilja fá fleiri stæði, íbúar vilja fá fleiri stæði, fasteignasalar benda á það að þessar íbúðir seljast ekki svo mér finnst eðlilegt að við stjórnum borginni í þágu borgarbúa ekki út frá pólitískri kreddu um hvernig borgin gæti orðið.“ Einar tekur undir að halli á notendum bíla en sé jafnframt talsmaður almenningssamgangna. „Hvað þetta varðar, já. Nú er ég þeirra skoðunar að við eigum að byggja upp almenningssamgöngur og hjólastíga og endilega reyna að fjölga þeim sem nota almenningssamgöngur,“ segir hann. „Þá spyr maður sig, eigum við að vera neyða íbúa og uppbyggingaraðila til að byggja hverfi sem þjónar ekki íbúunum því að þjónustan sem Borgarlínan á að veita er ekki komin. Fólk verður að hafa val.“ Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Bílastæði Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkurborgar þann 16. september lagði Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri, fram tillögu um að endurskoða ætti reglur um fjölda bíla- og hjólastæða í Reykjavík með það að markmiði að almennt myndi eitt bílastæði fylgja hverri íbúð í nýbyggingu. Samkvæmt reglunum sem nú eru í gildi mættu til dæmis við nýbyggingu sem er með fjórar tveggja herbergja íbúðir einungis vera þrjú bílastæði. „Við sjáum það að fólk hefur ekki áhuga á að búa svona. Það er að hægjast á sölu nýrra íbúða vegna þess að það eru einfaldlega of fá bílastæði við íbúðirnar sem er verið að byggja. Borgin hefur verið með þessar stífu reglur undanfarin ár og áratug, það eru þessir flokkar sem hafa stýrt borginni í gegnum tíðina, Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri grænir, sem hafa viljað þrengja að uppbyggingaraðilum,“ segir Einar í kvöldfréttum Sýnar. „Uppbyggingaraðilarnir vilja fá fleiri stæði, íbúar vilja fá fleiri stæði, fasteignasalar benda á það að þessar íbúðir seljast ekki svo mér finnst eðlilegt að við stjórnum borginni í þágu borgarbúa ekki út frá pólitískri kreddu um hvernig borgin gæti orðið.“ Einar tekur undir að halli á notendum bíla en sé jafnframt talsmaður almenningssamgangna. „Hvað þetta varðar, já. Nú er ég þeirra skoðunar að við eigum að byggja upp almenningssamgöngur og hjólastíga og endilega reyna að fjölga þeim sem nota almenningssamgöngur,“ segir hann. „Þá spyr maður sig, eigum við að vera neyða íbúa og uppbyggingaraðila til að byggja hverfi sem þjónar ekki íbúunum því að þjónustan sem Borgarlínan á að veita er ekki komin. Fólk verður að hafa val.“
Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Bílastæði Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent