Fréttir Flýta göngum til að forða fé af fjöllum Appelsínugular viðvaranir hafa tekið gildi á Norðurlandi og varað er við miklu hvassviðri og snjókomu þar til klukkan níu í fyrramálið. Bændur hafa hafist handa við að koma fé af fjöllum. Innlent 9.9.2024 22:32 Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka Kærunefnd jafnréttismála féllst ekki á að Hótel Grímsborgir hafi brotið gegn lögum með uppsögn kokks en hann sakaði hótelið um að hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka hans og vegna þjóðernisuppruna hans. Innlent 9.9.2024 22:00 „Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin. Innlent 9.9.2024 21:21 Weinstein fluttur í flýti í bráðaaðgerð Harvey Weinstein, fyrrverandi kvikmyndaframleiðandi, var fluttur í flýti á spítala í gær í New York þar sem hann gekkst undir bráðaaðgerð á hjarta. Lögmenn Weinstein tilkynntu þetta í samtali við fréttastofu BBC. Erlent 9.9.2024 21:09 Segja að ekkert muni breytast nema fólkið sýni samstöðu Verkalýðshreyfingin hefur boðað til mótmæla við þingsetningu á morgun. Verkalýðsforkólfar segjast skynja mikla reiði vegna langvarandi verðbólgu og háum vöxtum og krefjast þess að stjórnvöld setji heimilin í landinu í forgang. Innlent 9.9.2024 20:02 „Við sáum átta metra ofan í jörðina“ Sprungan sem liggur í gegnum Hópið í Grindavík nær niður á grunnvatn, allt að þrettán metra niður í jörðina. Ekki er öruggt að vera í húsinu og þarf þónokkur vinna að fara fram áður en hægt yrði að hleypa fólki þar inn. Bæjarfulltrúar kynntu sér aðstæður í skemmdum byggingum í Grindavík í dag og menningarmiðstöðin Kvikan var opin í fyrsta sinn í tíu mánuði. Innlent 9.9.2024 20:02 Minni munur á launum verkafólks og háskólagenginna Varaformaður BHM segir minni mun á launum háskólamenntaðra og verkafólks hér á landi en í öðrum Evrópulöndum. Heildarkostnaður við að fara í háskólanám hlaupi á tugum milljóna sem verði að umbuna fyrir. Innlent 9.9.2024 19:19 Sláandi myndir frá Grindavík, óveður og úrræðagóðar flugfreyjur Sprungan sem liggur í gegnum Hópið í Grindavík nær niður á grunnvatn, allt að þrettán metra niður í jörðina. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sláumst við í för með bæjarfulltrúum sem kynntu sér aðstæður í skemmdum byggingum í Grindavík í dag og sjáum sláandi myndir frá bænum. Innlent 9.9.2024 17:58 Vöruflutningavél festist á brautinni Vöruflutningavél festist á Keflavíkurflugvelli síðdegis með þeim afleiðingum að tvær einkaþotur hringsóluðu og enduðu á því að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Innlent 9.9.2024 17:52 „Þetta er auðvitað bara einhver bull nálgun“ „Við þurfum að vera með kerfi hér sem að tryggir að við sköpum sem mest verðmæti fyrir þjóðarbúið sem heild. Ef það gerist þannig að hér eru sjávarútvegsfyrirtæki sem að geta með hagnaði sínum fjárfest í öðrum atvinnugreinum. Ég bara lít ekki á það sem vandamál því ég lít á þetta sem hvern annan atvinnurekstur. Innlent 9.9.2024 17:44 Vistaskipti hjá fangelsismálastjóra Páll E. Winkel mun taka ársleyfi frá embætti forstjóra Fangelsismálastofnunar frá 1. október næstkomandi og taka að sér störf á vegum háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, verður settur forstöðumaður Fangelsismálastofnunar í fjarveru hans. Innlent 9.9.2024 17:03 Þjóðverjar herða tökin á landamærum Ríkisstjórn Þýskalands tilkynnti í dag að tímabundið landamæraeftirlit verði tekið upp til þess að stemma stigu við fólksflutningum til landsins og hryðjuverkaógn. Erlent 9.9.2024 17:00 Meintir nauðgarar kvarta undan birtingu mynda og nafna Verjendur manna sem hafa verið ákærðir fyrir að nauðga konu eftir að eiginmaður hennar byrlaði henni ólyfjan segjast ætla að leggja fram formlegar kvartanir yfir því að nöfnum þeirra og öðrum upplýsingum hafi verið lekið á netið. Þeir segja myndir hafa verið teknar af þeim í dómsal og að þær hafi einnig verið birtar á netinu, sem fari gegn frönskum lögum. Erlent 9.9.2024 16:08 Geta haldið bæjum á Reykjanesi frostfríum með nýfundnum jarðhita Jarðhitaleit á Reykjanesi sem var flýtt vegna hættunnar á að eldhræringarnar þar yllu heitavatnsleysi hefur borið árangur umfram væntingar. Þrjár rannsóknarborholur eru sagðar nýtanlegar hver með sínum hætti. Innlent 9.9.2024 16:03 Óvissustig vegna veðurs á Ströndum og Norðurlandi Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra, lýsir yfir óvissustigi Almannavarna vegna veðurs þar sem spáð er norðanáttar sem gæti fylgt slydda og snjókoma. Innlent 9.9.2024 15:59 Björgunarskip kom fjórum til bjargar Björgunarskipið Hafbjörg var kallað út um klukkan eitt í dag vegna vélarvana báts 17 mílum norðaustur af Neskaupstað. Báturinn er nú kominn í tog og siglir Hafbjörg með skipverjanna fjóra sem voru um borð í átt að landi. Innlent 9.9.2024 15:44 Ummælin óviðeigandi en Helgi Magnús sleppur Dómsmálaráðherra telur sérstakar aðstæður réttlæta ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, sem séu þó til þess fallin að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins. Hann verður því ekki leystur frá störfum. Helgi Magnús fagnar ákvörðun ráðherra og hlakkar til að mæta aftur til vinnu. Innlent 9.9.2024 15:39 Bein útsending: Hættunni á heitavatnslausum Suðurnesjum afstýrt Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Árni Magnússon, forstjóri ÍSOR, kynna í dag árangur af sérstakri jarðhitaleit á Reykjanesi. Innlent 9.9.2024 15:25 Rýnt í kannanirnar: Hnífjafnt hjá Harris og Trump Frá því Kamala Harris tók við tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna í nóvember hafa orðið töluverðar breytingar á fylgi frambjóðanda. Joe Biden, núverandi forseti og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, var ekki í góðri stöðu gegn Trump en myndin hefur breyst. Erlent 9.9.2024 15:17 Lögreglan endurtekið kölluð til vegna slagsmála nemenda FS Lögreglufólk á tveimur bílum sinnti útkalli í Fjölbrautarskóla Suðurnesja í hádeginu vegna slagsmála. Þrjár vikur eru liðnar síðan lögregla stöðvaði átök á nýnemakvöldi í skólanum. Innlent 9.9.2024 14:46 Von á 35 metrum á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi Gera má ráð fyrir að vindur fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi þar til eftir hádegi á morgun. Veður 9.9.2024 14:43 Auðlegðarskattur hefði skilað 37 milljörðum í fyrra Auðlegðarskattur, eins og sá sem lagður var á í nokkur ár eftir efnahagshrunið árið 2008, hefði skilað ríkissjóði rétt tæplega 37 milljörðum króna í kassann í fyrra. Innlent 9.9.2024 14:10 Vildi skutla farþega heim á undan blóðugum manni Skólafélagar á þrítugsaldri, karlmaður og kona, sem voru að labba heim úr bekkjarpartýi aðfaranótt 20. janúar síðastliðinn segjast hafa ætlað að hjálpa manni sem var úti á miðri götu. Sá hafi hins vegar endað á stinga karlmanninn sem hlaut lífshættulega áverka. Fólkið náði að stoppa leigubílstjóra á vakt sem vildi þó skutla farþega á Seltjarnarnes áður en hann færi með blóðugan karlmann á sjúkrahús. Innlent 9.9.2024 13:53 Þörf á úrræðum fyrir hátt í hundrað og þrjátíu börn Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa óskað eftir fundi með ráðherrum og kallað er eftir því að skýrsla sem hefur legið ofan í skúffu í rúmt ár verði tekin upp. Samkvæmt henni er þörf á úrræðum fyrir um eitt hundrað og þrjátíu börn með fjölþættan vanda eða miklar þroska- eða geðraskanir. Innlent 9.9.2024 13:30 Lýsa yfir óvissustigi Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Innlent 9.9.2024 13:09 Þurfa ekki lengur að treysta á olíuna Nýr samningur sem Orkubú Vestfjarða og Landsvirkjun gerðu með sér í dag um sölu á raforku til fjarvarmaveitna á Vestfjörðum mun tryggja raforkuafhendingu til mikilla muna næstu fjögur árin. Forstjóri Orkubús Vestfjarða segir samninginn mikilvægan þátt í orkuskiptum Vestfjarða. Innlent 9.9.2024 11:51 Sýrlendingar reiðir yfir árásum Ísraela Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmiklar árásir á fjölda skotmarka í Sýrlandi. Minnst fjórtán eru sagðir liggja í valnum en árásirnar eru sagðar hafa beinst að mörgum hernaðarlegum skotmörkum í landinu. Ráðamenn í Sýrlandi segja þó að óbreyttir borgarar hafi fallið í árásunum. Erlent 9.9.2024 11:34 Snjókoma á Norðurlandi og boðuð mótmæli á Austurvelli Samtök launafólks hafa boðað til mótmæla á Austurvelli samhliða því og eru Alþýðusamband Íslands, BSRB, VR og Kennarasamband Íslands meðal skipuleggjenda. Við heyrum í formanni VR í fréttatímanum. Þá förum við yfir appelsínugula veðurviðvörun á Norðurlandi þar sem búist er við snjókomu. Innlent 9.9.2024 11:14 „Fyrir mér virðist ég vera mjög auðvelt fórnarlamb“ Tæplega fimmtugur karlmaður sem er grunaður um að hafa stungið karlmann að tilefnislausu á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar í Reykjavík um nótt í janúar lýsir sjálfum sér sem venjulegum fjölskylduföður. Hann segist vera fórnarlamb í málinu. Brotaþoli hlaut lífshættulega áverka. Innlent 9.9.2024 11:12 Tugir látnir eftir öflugasta fellibyl Víetnam í áratugi Að minnsta kosti 59 eru taldir látnir og margra er saknað eftir að fellibylurinn Yagi fór yfir norðurhluta Víetnam um helgina. Fellibylurinn er sá öflugasti sem náð hefur landi í Asíu á þessu ári og sá öflugasti sem skollið hefur á Víetnam í áratugi. Erlent 9.9.2024 10:31 « ‹ 155 156 157 158 159 160 161 162 163 … 334 ›
Flýta göngum til að forða fé af fjöllum Appelsínugular viðvaranir hafa tekið gildi á Norðurlandi og varað er við miklu hvassviðri og snjókomu þar til klukkan níu í fyrramálið. Bændur hafa hafist handa við að koma fé af fjöllum. Innlent 9.9.2024 22:32
Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka Kærunefnd jafnréttismála féllst ekki á að Hótel Grímsborgir hafi brotið gegn lögum með uppsögn kokks en hann sakaði hótelið um að hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka hans og vegna þjóðernisuppruna hans. Innlent 9.9.2024 22:00
„Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin. Innlent 9.9.2024 21:21
Weinstein fluttur í flýti í bráðaaðgerð Harvey Weinstein, fyrrverandi kvikmyndaframleiðandi, var fluttur í flýti á spítala í gær í New York þar sem hann gekkst undir bráðaaðgerð á hjarta. Lögmenn Weinstein tilkynntu þetta í samtali við fréttastofu BBC. Erlent 9.9.2024 21:09
Segja að ekkert muni breytast nema fólkið sýni samstöðu Verkalýðshreyfingin hefur boðað til mótmæla við þingsetningu á morgun. Verkalýðsforkólfar segjast skynja mikla reiði vegna langvarandi verðbólgu og háum vöxtum og krefjast þess að stjórnvöld setji heimilin í landinu í forgang. Innlent 9.9.2024 20:02
„Við sáum átta metra ofan í jörðina“ Sprungan sem liggur í gegnum Hópið í Grindavík nær niður á grunnvatn, allt að þrettán metra niður í jörðina. Ekki er öruggt að vera í húsinu og þarf þónokkur vinna að fara fram áður en hægt yrði að hleypa fólki þar inn. Bæjarfulltrúar kynntu sér aðstæður í skemmdum byggingum í Grindavík í dag og menningarmiðstöðin Kvikan var opin í fyrsta sinn í tíu mánuði. Innlent 9.9.2024 20:02
Minni munur á launum verkafólks og háskólagenginna Varaformaður BHM segir minni mun á launum háskólamenntaðra og verkafólks hér á landi en í öðrum Evrópulöndum. Heildarkostnaður við að fara í háskólanám hlaupi á tugum milljóna sem verði að umbuna fyrir. Innlent 9.9.2024 19:19
Sláandi myndir frá Grindavík, óveður og úrræðagóðar flugfreyjur Sprungan sem liggur í gegnum Hópið í Grindavík nær niður á grunnvatn, allt að þrettán metra niður í jörðina. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sláumst við í för með bæjarfulltrúum sem kynntu sér aðstæður í skemmdum byggingum í Grindavík í dag og sjáum sláandi myndir frá bænum. Innlent 9.9.2024 17:58
Vöruflutningavél festist á brautinni Vöruflutningavél festist á Keflavíkurflugvelli síðdegis með þeim afleiðingum að tvær einkaþotur hringsóluðu og enduðu á því að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Innlent 9.9.2024 17:52
„Þetta er auðvitað bara einhver bull nálgun“ „Við þurfum að vera með kerfi hér sem að tryggir að við sköpum sem mest verðmæti fyrir þjóðarbúið sem heild. Ef það gerist þannig að hér eru sjávarútvegsfyrirtæki sem að geta með hagnaði sínum fjárfest í öðrum atvinnugreinum. Ég bara lít ekki á það sem vandamál því ég lít á þetta sem hvern annan atvinnurekstur. Innlent 9.9.2024 17:44
Vistaskipti hjá fangelsismálastjóra Páll E. Winkel mun taka ársleyfi frá embætti forstjóra Fangelsismálastofnunar frá 1. október næstkomandi og taka að sér störf á vegum háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, verður settur forstöðumaður Fangelsismálastofnunar í fjarveru hans. Innlent 9.9.2024 17:03
Þjóðverjar herða tökin á landamærum Ríkisstjórn Þýskalands tilkynnti í dag að tímabundið landamæraeftirlit verði tekið upp til þess að stemma stigu við fólksflutningum til landsins og hryðjuverkaógn. Erlent 9.9.2024 17:00
Meintir nauðgarar kvarta undan birtingu mynda og nafna Verjendur manna sem hafa verið ákærðir fyrir að nauðga konu eftir að eiginmaður hennar byrlaði henni ólyfjan segjast ætla að leggja fram formlegar kvartanir yfir því að nöfnum þeirra og öðrum upplýsingum hafi verið lekið á netið. Þeir segja myndir hafa verið teknar af þeim í dómsal og að þær hafi einnig verið birtar á netinu, sem fari gegn frönskum lögum. Erlent 9.9.2024 16:08
Geta haldið bæjum á Reykjanesi frostfríum með nýfundnum jarðhita Jarðhitaleit á Reykjanesi sem var flýtt vegna hættunnar á að eldhræringarnar þar yllu heitavatnsleysi hefur borið árangur umfram væntingar. Þrjár rannsóknarborholur eru sagðar nýtanlegar hver með sínum hætti. Innlent 9.9.2024 16:03
Óvissustig vegna veðurs á Ströndum og Norðurlandi Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra, lýsir yfir óvissustigi Almannavarna vegna veðurs þar sem spáð er norðanáttar sem gæti fylgt slydda og snjókoma. Innlent 9.9.2024 15:59
Björgunarskip kom fjórum til bjargar Björgunarskipið Hafbjörg var kallað út um klukkan eitt í dag vegna vélarvana báts 17 mílum norðaustur af Neskaupstað. Báturinn er nú kominn í tog og siglir Hafbjörg með skipverjanna fjóra sem voru um borð í átt að landi. Innlent 9.9.2024 15:44
Ummælin óviðeigandi en Helgi Magnús sleppur Dómsmálaráðherra telur sérstakar aðstæður réttlæta ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, sem séu þó til þess fallin að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins. Hann verður því ekki leystur frá störfum. Helgi Magnús fagnar ákvörðun ráðherra og hlakkar til að mæta aftur til vinnu. Innlent 9.9.2024 15:39
Bein útsending: Hættunni á heitavatnslausum Suðurnesjum afstýrt Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Árni Magnússon, forstjóri ÍSOR, kynna í dag árangur af sérstakri jarðhitaleit á Reykjanesi. Innlent 9.9.2024 15:25
Rýnt í kannanirnar: Hnífjafnt hjá Harris og Trump Frá því Kamala Harris tók við tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna í nóvember hafa orðið töluverðar breytingar á fylgi frambjóðanda. Joe Biden, núverandi forseti og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, var ekki í góðri stöðu gegn Trump en myndin hefur breyst. Erlent 9.9.2024 15:17
Lögreglan endurtekið kölluð til vegna slagsmála nemenda FS Lögreglufólk á tveimur bílum sinnti útkalli í Fjölbrautarskóla Suðurnesja í hádeginu vegna slagsmála. Þrjár vikur eru liðnar síðan lögregla stöðvaði átök á nýnemakvöldi í skólanum. Innlent 9.9.2024 14:46
Von á 35 metrum á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi Gera má ráð fyrir að vindur fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi þar til eftir hádegi á morgun. Veður 9.9.2024 14:43
Auðlegðarskattur hefði skilað 37 milljörðum í fyrra Auðlegðarskattur, eins og sá sem lagður var á í nokkur ár eftir efnahagshrunið árið 2008, hefði skilað ríkissjóði rétt tæplega 37 milljörðum króna í kassann í fyrra. Innlent 9.9.2024 14:10
Vildi skutla farþega heim á undan blóðugum manni Skólafélagar á þrítugsaldri, karlmaður og kona, sem voru að labba heim úr bekkjarpartýi aðfaranótt 20. janúar síðastliðinn segjast hafa ætlað að hjálpa manni sem var úti á miðri götu. Sá hafi hins vegar endað á stinga karlmanninn sem hlaut lífshættulega áverka. Fólkið náði að stoppa leigubílstjóra á vakt sem vildi þó skutla farþega á Seltjarnarnes áður en hann færi með blóðugan karlmann á sjúkrahús. Innlent 9.9.2024 13:53
Þörf á úrræðum fyrir hátt í hundrað og þrjátíu börn Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa óskað eftir fundi með ráðherrum og kallað er eftir því að skýrsla sem hefur legið ofan í skúffu í rúmt ár verði tekin upp. Samkvæmt henni er þörf á úrræðum fyrir um eitt hundrað og þrjátíu börn með fjölþættan vanda eða miklar þroska- eða geðraskanir. Innlent 9.9.2024 13:30
Lýsa yfir óvissustigi Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Innlent 9.9.2024 13:09
Þurfa ekki lengur að treysta á olíuna Nýr samningur sem Orkubú Vestfjarða og Landsvirkjun gerðu með sér í dag um sölu á raforku til fjarvarmaveitna á Vestfjörðum mun tryggja raforkuafhendingu til mikilla muna næstu fjögur árin. Forstjóri Orkubús Vestfjarða segir samninginn mikilvægan þátt í orkuskiptum Vestfjarða. Innlent 9.9.2024 11:51
Sýrlendingar reiðir yfir árásum Ísraela Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmiklar árásir á fjölda skotmarka í Sýrlandi. Minnst fjórtán eru sagðir liggja í valnum en árásirnar eru sagðar hafa beinst að mörgum hernaðarlegum skotmörkum í landinu. Ráðamenn í Sýrlandi segja þó að óbreyttir borgarar hafi fallið í árásunum. Erlent 9.9.2024 11:34
Snjókoma á Norðurlandi og boðuð mótmæli á Austurvelli Samtök launafólks hafa boðað til mótmæla á Austurvelli samhliða því og eru Alþýðusamband Íslands, BSRB, VR og Kennarasamband Íslands meðal skipuleggjenda. Við heyrum í formanni VR í fréttatímanum. Þá förum við yfir appelsínugula veðurviðvörun á Norðurlandi þar sem búist er við snjókomu. Innlent 9.9.2024 11:14
„Fyrir mér virðist ég vera mjög auðvelt fórnarlamb“ Tæplega fimmtugur karlmaður sem er grunaður um að hafa stungið karlmann að tilefnislausu á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar í Reykjavík um nótt í janúar lýsir sjálfum sér sem venjulegum fjölskylduföður. Hann segist vera fórnarlamb í málinu. Brotaþoli hlaut lífshættulega áverka. Innlent 9.9.2024 11:12
Tugir látnir eftir öflugasta fellibyl Víetnam í áratugi Að minnsta kosti 59 eru taldir látnir og margra er saknað eftir að fellibylurinn Yagi fór yfir norðurhluta Víetnam um helgina. Fellibylurinn er sá öflugasti sem náð hefur landi í Asíu á þessu ári og sá öflugasti sem skollið hefur á Víetnam í áratugi. Erlent 9.9.2024 10:31