Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2019 13:45 KR-ingar fagna marki í leiknum gegn Víkingum 11. september 1999. mynd/e. ól. Í dag, 11. september, eru nákvæmlega 20 ár síðan KR tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fótbolta karla í 31 ár. Biðinni löngu eftir Íslandsmeistaratitlinum hjá KR lauk loks eftir 0-4 sigur á Víkingi á Laugardalsvellinum í sautjándu og næstsíðustu umferð Landssímadeildarinnar, laugardaginn 11. september 1999. Mikill fögnuður braust út meðal fjölmargra stuðningsmanna KR sem lögðu leið sína í Laugardalinn þegar Garðar Örn Hinriksson flautaði til leiksloka. Enda var sennilega þykkasta íshella íslenskrar íþróttasögu loks brotin. Atli Eðvaldsson var þjálfari KR á þessum tíma og varð sá fyrsti til að koma með Íslandsmeistarabikarinn í Vesturbæinn síðan Austurríkismaðurinn Walter Pfeiffer afrekaði það 1968.Atli lést á mánudaginn í síðustu viku og verður borinn til grafar á morgun. Á mánudaginn mætast gömlu liðin hans, Valur og KR, á Hlíðarenda og með sigri tryggir KR sér 27. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins.KR-ingar fagna. Á myndinni má m.a. sjá Bjarna Þorsteinsson og Sigurstein Gíslason. Sá síðarnefndi varð alls níu sinnum Íslandsmeistari á ferlinum, fimm sinnum með ÍA og fjórum sinnum með KR.mynd/e. ól.Árið 1999 var draumi líkast hjá KR sem var vel við hæfi enda fagnaði félagið þarna 100 ára afmæli sínu. Ekki nóg með að KR hafi orðið Íslandsmeistari heldur varð liðið einnig bikarmeistari eftir 3-1 sigur á ÍA í úrslitaleik. Kvennalið KR vann einnig tvöfalt og því vann KR alla fjóra stærstu titlana sem í boði voru í fótboltanum á 100 afmælinu. KR komst á topp Landssímadeildarinnar í 4. umferð og lét toppsætið ekki af hendi eftir það. KR-ingar fóru langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-0 sigri á Eyjamönnum í uppgjöri toppliðanna í 15. umferð. KR náði þá fimm stiga forskoti á toppnum. Í 16. umferðinni vann KR Fram, 0-2, á Laugardalsvellinum. Það var því öruggt að KR myndi tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Víkingi á sama velli í næstsíðustu umferðinni. Og það gerðu KR-ingar.Hluti af umfjöllun DV um leikinn 11. september 1999.mynd/skjáskot dvGuðmundur Benediktsson kom KR yfir með marki úr vítaspyrnu á 13. mínútu. Hann var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins 1999. Félagi Guðmundar í framlínu KR, Bjarki Gunnlaugsson, skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili undir lokin. Þórhallur Hinriksson átti svo síðasta orðið þegar hann skoraði fjórða mark KR-inga tveimur mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 0-4, KR í vil. KR-ingar, ungir sem aldnir, fögnuðu vel og innilega í leikslok. KR fékk svo Íslandsmeistarabikarinn afhentan eftir 3-2 sigur á Keflavík í lokaumferðinni.20 ár uppá dag, Íslandsmeistari undir stjórn Atla Eðvalds. pic.twitter.com/D7nRpKSAH6— Gummi Ben (@GummiBen) September 11, 2019 Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um daginn stóra, 11. september 1999, í sögu KR. Þar má sjá mörkin úr leiknum gegn Víkingi, fögnuð KR-inga og viðtal við Atla Eðvaldsson.Klippa: Umfjöllun um Íslandsmeistaratitil KR 1999 Pepsi Max-deild karla Reykjavík Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Í dag, 11. september, eru nákvæmlega 20 ár síðan KR tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fótbolta karla í 31 ár. Biðinni löngu eftir Íslandsmeistaratitlinum hjá KR lauk loks eftir 0-4 sigur á Víkingi á Laugardalsvellinum í sautjándu og næstsíðustu umferð Landssímadeildarinnar, laugardaginn 11. september 1999. Mikill fögnuður braust út meðal fjölmargra stuðningsmanna KR sem lögðu leið sína í Laugardalinn þegar Garðar Örn Hinriksson flautaði til leiksloka. Enda var sennilega þykkasta íshella íslenskrar íþróttasögu loks brotin. Atli Eðvaldsson var þjálfari KR á þessum tíma og varð sá fyrsti til að koma með Íslandsmeistarabikarinn í Vesturbæinn síðan Austurríkismaðurinn Walter Pfeiffer afrekaði það 1968.Atli lést á mánudaginn í síðustu viku og verður borinn til grafar á morgun. Á mánudaginn mætast gömlu liðin hans, Valur og KR, á Hlíðarenda og með sigri tryggir KR sér 27. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins.KR-ingar fagna. Á myndinni má m.a. sjá Bjarna Þorsteinsson og Sigurstein Gíslason. Sá síðarnefndi varð alls níu sinnum Íslandsmeistari á ferlinum, fimm sinnum með ÍA og fjórum sinnum með KR.mynd/e. ól.Árið 1999 var draumi líkast hjá KR sem var vel við hæfi enda fagnaði félagið þarna 100 ára afmæli sínu. Ekki nóg með að KR hafi orðið Íslandsmeistari heldur varð liðið einnig bikarmeistari eftir 3-1 sigur á ÍA í úrslitaleik. Kvennalið KR vann einnig tvöfalt og því vann KR alla fjóra stærstu titlana sem í boði voru í fótboltanum á 100 afmælinu. KR komst á topp Landssímadeildarinnar í 4. umferð og lét toppsætið ekki af hendi eftir það. KR-ingar fóru langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-0 sigri á Eyjamönnum í uppgjöri toppliðanna í 15. umferð. KR náði þá fimm stiga forskoti á toppnum. Í 16. umferðinni vann KR Fram, 0-2, á Laugardalsvellinum. Það var því öruggt að KR myndi tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Víkingi á sama velli í næstsíðustu umferðinni. Og það gerðu KR-ingar.Hluti af umfjöllun DV um leikinn 11. september 1999.mynd/skjáskot dvGuðmundur Benediktsson kom KR yfir með marki úr vítaspyrnu á 13. mínútu. Hann var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins 1999. Félagi Guðmundar í framlínu KR, Bjarki Gunnlaugsson, skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili undir lokin. Þórhallur Hinriksson átti svo síðasta orðið þegar hann skoraði fjórða mark KR-inga tveimur mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 0-4, KR í vil. KR-ingar, ungir sem aldnir, fögnuðu vel og innilega í leikslok. KR fékk svo Íslandsmeistarabikarinn afhentan eftir 3-2 sigur á Keflavík í lokaumferðinni.20 ár uppá dag, Íslandsmeistari undir stjórn Atla Eðvalds. pic.twitter.com/D7nRpKSAH6— Gummi Ben (@GummiBen) September 11, 2019 Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um daginn stóra, 11. september 1999, í sögu KR. Þar má sjá mörkin úr leiknum gegn Víkingi, fögnuð KR-inga og viðtal við Atla Eðvaldsson.Klippa: Umfjöllun um Íslandsmeistaratitil KR 1999
Pepsi Max-deild karla Reykjavík Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira