Umdeild refsing skilaði Hamilton enn einum sigrinum Arnar Geir Halldórsson skrifar 9. júní 2019 20:19 Lewis Hamilton styrkti stöðu sína á toppnum í keppni ökuþóra í Formúla 1 en hann vann sigur þrátt fyrir að hafa komið annar í mark á Gilles Villenueve brautinni í Montreal í dag. Sebastian Vettel á Ferrari var nefnilega fyrstur í mark en hann fékk fimm sekúndna refsingu þegar skammt var eftir af kappakstrinum og var sú ákvörðun vægast sagt umdeild en Ferrari-menn voru æfir yfir dómnum og þá sérstaklega Vettel sjálfur. Hann gekk berserksgang um svæðið eftir kappaksturinn og lét dómarana hafa það óþvegið. Hann hugðist ekki mæta á blaðamannafund sem ætlaður er þeim sem enda í þremur efstu sætunum en lét að lokum segjast og mætti þangað. Áður en hann mætti þangað sýndi hann vanþóknun sína með því að skipta um skilti fyrir framan bíl Hamilton.Parc Ferme... #CanadianGP#F1pic.twitter.com/cJOuT5hnwP — Formula 1 (@F1) June 9, 2019"Ekki baula á Lewis"Áhorfendur í Kanada virtust á einu máli um ákvörðunina og var mikið baulað þegar Hamilton var krýndur sigurvegari. „Eina sem ég get sagt er að ég tók ekki þessa ákvörðun svo ég veit ekki af hverju þeir ættu að baula á mig,“ sagði Hamilton og Vettel tók undir orð hans. „Fólkið ætti ekki að baula á Lewis. Það á að baula á þá sem taka þessar ákvarðanir,“ sagði hundfúll Vettel.Hér fyrir neðan má sjá atvikið sem varð til þess að Vettel var refsað en líklegt má þykja að niðurstöður kappaksturins muni hafa einhverja eftirmála. Kanada kappakstrinum verður gerð frekari skil á Vísi á morgun.Race. Defining. Moment. #CanadianGP #F1 pic.twitter.com/053sau3we1— Formula 1 (@F1) June 9, 2019 Formúla Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton styrkti stöðu sína á toppnum í keppni ökuþóra í Formúla 1 en hann vann sigur þrátt fyrir að hafa komið annar í mark á Gilles Villenueve brautinni í Montreal í dag. Sebastian Vettel á Ferrari var nefnilega fyrstur í mark en hann fékk fimm sekúndna refsingu þegar skammt var eftir af kappakstrinum og var sú ákvörðun vægast sagt umdeild en Ferrari-menn voru æfir yfir dómnum og þá sérstaklega Vettel sjálfur. Hann gekk berserksgang um svæðið eftir kappaksturinn og lét dómarana hafa það óþvegið. Hann hugðist ekki mæta á blaðamannafund sem ætlaður er þeim sem enda í þremur efstu sætunum en lét að lokum segjast og mætti þangað. Áður en hann mætti þangað sýndi hann vanþóknun sína með því að skipta um skilti fyrir framan bíl Hamilton.Parc Ferme... #CanadianGP#F1pic.twitter.com/cJOuT5hnwP — Formula 1 (@F1) June 9, 2019"Ekki baula á Lewis"Áhorfendur í Kanada virtust á einu máli um ákvörðunina og var mikið baulað þegar Hamilton var krýndur sigurvegari. „Eina sem ég get sagt er að ég tók ekki þessa ákvörðun svo ég veit ekki af hverju þeir ættu að baula á mig,“ sagði Hamilton og Vettel tók undir orð hans. „Fólkið ætti ekki að baula á Lewis. Það á að baula á þá sem taka þessar ákvarðanir,“ sagði hundfúll Vettel.Hér fyrir neðan má sjá atvikið sem varð til þess að Vettel var refsað en líklegt má þykja að niðurstöður kappaksturins muni hafa einhverja eftirmála. Kanada kappakstrinum verður gerð frekari skil á Vísi á morgun.Race. Defining. Moment. #CanadianGP #F1 pic.twitter.com/053sau3we1— Formula 1 (@F1) June 9, 2019
Formúla Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira