Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Svíþjóð 24-27 | Jákvæð teikn á lofti þrátt fyrir tap Anton Ingi Leifsson skrifar 28. október 2017 16:30 Rúnar Kárason skoraði fimm mörk. vísir/laufey Ísland beið í lægra haldi gegn Svíum í síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöll í dag, 27-24. Svíar leiddu í hálfleik 13-9 og voru sterkari heilt yfir í leiknum í dag. Framan af fyrri hálfleik var leikur íslenska liðsins ekki burðugur. Sóknarleikurinn gekk afar illa og Svíarnir fundu mjög auðveldlega lausnir á íslensku vörninni. Mest náðu þeir sjö marka forskoti, 12-5. Geir hafði þá tekið tvö leikhlé, en leikur Ísland skánaði þá sem um munaði. Okkar menn hertu varnarleikinn, byrjuðu að spila sjö í sókninni og við það mynduðust glufur í sænsku vörninni sem hafði staðið framar og betur en þeir gerðu á fimmtudag. Hægt og rólega náðu strákarnir okkar að komast nær og nær þeim sænsku, en þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn einungis fjögur mörk 13-9. Það var staða sem Ísland gat vel við unað eftir að hafa einungis skorað fjögur mörk fyrstu 22 mínúturnar. Ísland byrjaði af miklum krafti í síðari hálfleik og allt annað var að sjá til liðsins en lungan úr fyrri hálfleik. Svíarnir voru í vandræðum og Ágúst Elí Björgvinsson átti fínu innkomu í markið. Áfram héldu strákarnir að spila sjö í sókninni og það var að reynast vel. Þeir bláklæddu náðu mest að minnka muninn í tvö mörk, en nær komust þeir ekki. Svíarnir héldu vel á spilunum og Ísland náði aldrei að komast nær þeim. Svíarnir unnu að lokum góðan þriggja marka sigur, 27-24. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur hjá Íslandi með 6 mörk, en næstur kom Rúnar Kárason með fimm mörk. Markverðirnir vörðu samtals sextán skot (Ágúst 10 og Björgvin 6). Þrátt fyrir tapið má taka marga jákvæða punkta úr þessu tapi. Margir ungir leikmenn voru að spila sína fyrstu landsleiki í þessum tveimur leikjum og margir þeirra stóðu sig með mikilli prýði.Ómar Ingi Magnússon stýrði leik Íslands af festu.vísir/laufeyAf hverju vann Svíþjóð? Gestirnir byrjuðu af miklum krafti og náðu góðu forskoti sem þeir létu aldrei af hendi, en byrjun okkar manna var hræðileg. Þeir náðu mest sjö marka forskoti og þeir misstu það aldrei niður þrátt fyrir ógnir Íslendinga. Tólf Svíar komust á blað og margir þeirra voru að leggja hönd á plög, en þeir spiluðu vel jafnt varnar- sem sóknarlega.Hverjir stóðu upp úr? Ýmir Örn Gíslason var besti maður Íslands í leiknum. Hann var stórbrotinn í miðri vörn liðsins og stoppaði hverja sóknina á fætur annarri. Guðjón Valur Sigurðsson var seigur í síðari hálfleiknum og skoraði sex mörk. Óðinn Þór Ríkharðsson nýtti tækifæri sín vel í horninu í fyrri hálfleik. Hann klúðraði fyrsta skotinu, en skoraði úr næstu þremur skotum sínum og meðal annars eitt sirkusmark. Margir aðrir lögðu hönd á plóg til að mynda Janus Daði sem stýrði leiknum af mikilli festu, Ómar Ingi og fleiri væri hægt að telja upp.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Ísland var hræðilegur lengstum í fyrri hálfleik. Eins og áður segir hafði liðið einungis skorað fjögur mörk fyrstu 22 mínútur leiksins og lítil sem engin vörn var fyrir framan Björgvin Pál sem náði að klukka fáa bolta.Hvað gerist næst? Leikmenn fara nú aftur til sinna liða, en það styttist í mótið stóra í Króatíu í janúar. Þar verður Ísland á meðal keppenda, en það verður fróðlegt að sjá hvernig hópurinn verður í Króatíu. Liðið á eðlilega eftir að spila fleiri æfingarleiki fyrir Evrópumótið í janúar, en ungir leikmenn eru að banka hressilega á dyrnar og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu landsliðsins - í komandi vináttulandsleikjum.Guðjón Valur var öruggur á vítalínunni.vísir/laufeyGuðjón Valur: Hefði verið auðveldara að fela sig og gefast upp „Aldrei sáttir við tap en liðið sýndi karakter eftir erfiðar fyrstu tuttugu mínútur. Við vorum að reyna gera okkar besta,” sagði markahæsti leikmaður Íslands og fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, í samtali við Vísi í leikslok. „Ekki sáttir við tap, en ég er ánægður með viðhorfið hjá strákunum og hvernig þeir komu í leikinn,” en hvað gerðist í byrjun þar sem liðið lenti sjö mörkum undir? „Ég held að það sé bara óöryggi og ekkert annað. Menn eru að læra inn á landsliðið; ný kerfi og eru að koma úr félagsliðum þar sem þeir kunna allt saman. Nú eru þeir með menn vinstra og hægra megin við sig sem þeir hafa ekki spilað með áður, hvorki í vörn né sókn.” „Þetta tekur tíma að stilla svoleiðis af og ég er mjög ánægður með hvernig strákarnir komu til baka þegar það hefði verið auðveldara að fela sig og gefast upp. Ég er mjög ánægður með að þeir gerðu það ekki.” Margir ungir leikmenn, eins og tíðrætt hefur verið um, eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu og fyrirliðinn og sá elsti í liðinu var ánægður með þá. „Heldur betur ánægður með þá. Arnar og Ómar eru svo ekki gamlir og Janus hefur ekkert verið að spila í fleiri ár með landsliðinu. Það eru mjög margir ungir og þess vegna er þessi vika svo kærkomin; bæði æfingar og leikir sem hafa verið góðir upp á það að slípa okkur saman.” Er ekki framtíðin bara björt? „Það ætla ég að vona, allavega hjá þeim!” sagði glaðbeittur fyrirliðinn í leikslok.Geir fékk svar við nokkrum spurningum í dag.vísir/eyþórGeir: Menn áttuðu sig á því að það væri verið að lemja okkur í spað „Fyrstu tuttugu mínúturnar voru í sjálfu sér afleitar. Við komum illa stefndir inn í verkefnið og létum þá lemja okkur og hörfuðum út úr því. Við fundum engan takt sóknarlega. Í varnarlega vorum við einnig ekki að svara í sömu mynt,” sagði Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari Íslands, um byrjunina á leiknum. „Ég er klárlega óhress með það hvernig við komum til leiks. Ég skynjaði þetta smá á æfingu í gær að þetta gæti gerst og það þurfti að hamra á því, en það gekk ekki.” „Síðan áttuðu menn sig á því að það væri verið að lemja okkur hérna í spað og að við þyrftum að svara fyrir okkur. Síðan náðum við betri tökum á varnarleiknum og sóknarleikurinn kom smátt og smátt.” „Að endingu vinnum við seinni hálfleikinn með einu marki sem ég er mjög sáttur við,” en leikur Íslands breyttist þegar þeir byrjuðu að spila sjö í sókninni. Geir segir að það hafi verið ætlunin á einhverjum tímapunkti í leiknum. „Það gaf mönnum ákveðið búst. Það hjálpaði okkur, en ég var búinn að ákveða að finna tímapunkt í leiknum til þess að gera það og menn gerðu það nokkuð vel. Það kom meiri yfirvegun og við fengum flot á boltann.” „Mér fannst gaman að geta prófað Ómar á miðjunni. Mér fannst það koma vel út. Ómar er fljótur að lesa og góður að skilja og það leysti hann bara virkilega vel, en það er margt jákvætt.” Landsliðshópurinn er að stækka og fleiri leikmenn eru að banka á dyrnar. Það gleður landsliðsþjálfarann eðlilega. „Ég held að það sé alveg klárt að margir hafa komið og sýnt það að þeir eru að banka á dyrnar og vilja vera með. Í desember veljum við 28 manna hóp og svo skerum við þetta niður í framhaldinu. Okkur er að takast það að fjölga leikmönnum,” sagi Geir.Laufey Elíasdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í dag og tók myndirnar hér að neðan. Íslenski handboltinn
Ísland beið í lægra haldi gegn Svíum í síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöll í dag, 27-24. Svíar leiddu í hálfleik 13-9 og voru sterkari heilt yfir í leiknum í dag. Framan af fyrri hálfleik var leikur íslenska liðsins ekki burðugur. Sóknarleikurinn gekk afar illa og Svíarnir fundu mjög auðveldlega lausnir á íslensku vörninni. Mest náðu þeir sjö marka forskoti, 12-5. Geir hafði þá tekið tvö leikhlé, en leikur Ísland skánaði þá sem um munaði. Okkar menn hertu varnarleikinn, byrjuðu að spila sjö í sókninni og við það mynduðust glufur í sænsku vörninni sem hafði staðið framar og betur en þeir gerðu á fimmtudag. Hægt og rólega náðu strákarnir okkar að komast nær og nær þeim sænsku, en þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn einungis fjögur mörk 13-9. Það var staða sem Ísland gat vel við unað eftir að hafa einungis skorað fjögur mörk fyrstu 22 mínúturnar. Ísland byrjaði af miklum krafti í síðari hálfleik og allt annað var að sjá til liðsins en lungan úr fyrri hálfleik. Svíarnir voru í vandræðum og Ágúst Elí Björgvinsson átti fínu innkomu í markið. Áfram héldu strákarnir að spila sjö í sókninni og það var að reynast vel. Þeir bláklæddu náðu mest að minnka muninn í tvö mörk, en nær komust þeir ekki. Svíarnir héldu vel á spilunum og Ísland náði aldrei að komast nær þeim. Svíarnir unnu að lokum góðan þriggja marka sigur, 27-24. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur hjá Íslandi með 6 mörk, en næstur kom Rúnar Kárason með fimm mörk. Markverðirnir vörðu samtals sextán skot (Ágúst 10 og Björgvin 6). Þrátt fyrir tapið má taka marga jákvæða punkta úr þessu tapi. Margir ungir leikmenn voru að spila sína fyrstu landsleiki í þessum tveimur leikjum og margir þeirra stóðu sig með mikilli prýði.Ómar Ingi Magnússon stýrði leik Íslands af festu.vísir/laufeyAf hverju vann Svíþjóð? Gestirnir byrjuðu af miklum krafti og náðu góðu forskoti sem þeir létu aldrei af hendi, en byrjun okkar manna var hræðileg. Þeir náðu mest sjö marka forskoti og þeir misstu það aldrei niður þrátt fyrir ógnir Íslendinga. Tólf Svíar komust á blað og margir þeirra voru að leggja hönd á plög, en þeir spiluðu vel jafnt varnar- sem sóknarlega.Hverjir stóðu upp úr? Ýmir Örn Gíslason var besti maður Íslands í leiknum. Hann var stórbrotinn í miðri vörn liðsins og stoppaði hverja sóknina á fætur annarri. Guðjón Valur Sigurðsson var seigur í síðari hálfleiknum og skoraði sex mörk. Óðinn Þór Ríkharðsson nýtti tækifæri sín vel í horninu í fyrri hálfleik. Hann klúðraði fyrsta skotinu, en skoraði úr næstu þremur skotum sínum og meðal annars eitt sirkusmark. Margir aðrir lögðu hönd á plóg til að mynda Janus Daði sem stýrði leiknum af mikilli festu, Ómar Ingi og fleiri væri hægt að telja upp.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Ísland var hræðilegur lengstum í fyrri hálfleik. Eins og áður segir hafði liðið einungis skorað fjögur mörk fyrstu 22 mínútur leiksins og lítil sem engin vörn var fyrir framan Björgvin Pál sem náði að klukka fáa bolta.Hvað gerist næst? Leikmenn fara nú aftur til sinna liða, en það styttist í mótið stóra í Króatíu í janúar. Þar verður Ísland á meðal keppenda, en það verður fróðlegt að sjá hvernig hópurinn verður í Króatíu. Liðið á eðlilega eftir að spila fleiri æfingarleiki fyrir Evrópumótið í janúar, en ungir leikmenn eru að banka hressilega á dyrnar og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu landsliðsins - í komandi vináttulandsleikjum.Guðjón Valur var öruggur á vítalínunni.vísir/laufeyGuðjón Valur: Hefði verið auðveldara að fela sig og gefast upp „Aldrei sáttir við tap en liðið sýndi karakter eftir erfiðar fyrstu tuttugu mínútur. Við vorum að reyna gera okkar besta,” sagði markahæsti leikmaður Íslands og fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, í samtali við Vísi í leikslok. „Ekki sáttir við tap, en ég er ánægður með viðhorfið hjá strákunum og hvernig þeir komu í leikinn,” en hvað gerðist í byrjun þar sem liðið lenti sjö mörkum undir? „Ég held að það sé bara óöryggi og ekkert annað. Menn eru að læra inn á landsliðið; ný kerfi og eru að koma úr félagsliðum þar sem þeir kunna allt saman. Nú eru þeir með menn vinstra og hægra megin við sig sem þeir hafa ekki spilað með áður, hvorki í vörn né sókn.” „Þetta tekur tíma að stilla svoleiðis af og ég er mjög ánægður með hvernig strákarnir komu til baka þegar það hefði verið auðveldara að fela sig og gefast upp. Ég er mjög ánægður með að þeir gerðu það ekki.” Margir ungir leikmenn, eins og tíðrætt hefur verið um, eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu og fyrirliðinn og sá elsti í liðinu var ánægður með þá. „Heldur betur ánægður með þá. Arnar og Ómar eru svo ekki gamlir og Janus hefur ekkert verið að spila í fleiri ár með landsliðinu. Það eru mjög margir ungir og þess vegna er þessi vika svo kærkomin; bæði æfingar og leikir sem hafa verið góðir upp á það að slípa okkur saman.” Er ekki framtíðin bara björt? „Það ætla ég að vona, allavega hjá þeim!” sagði glaðbeittur fyrirliðinn í leikslok.Geir fékk svar við nokkrum spurningum í dag.vísir/eyþórGeir: Menn áttuðu sig á því að það væri verið að lemja okkur í spað „Fyrstu tuttugu mínúturnar voru í sjálfu sér afleitar. Við komum illa stefndir inn í verkefnið og létum þá lemja okkur og hörfuðum út úr því. Við fundum engan takt sóknarlega. Í varnarlega vorum við einnig ekki að svara í sömu mynt,” sagði Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari Íslands, um byrjunina á leiknum. „Ég er klárlega óhress með það hvernig við komum til leiks. Ég skynjaði þetta smá á æfingu í gær að þetta gæti gerst og það þurfti að hamra á því, en það gekk ekki.” „Síðan áttuðu menn sig á því að það væri verið að lemja okkur hérna í spað og að við þyrftum að svara fyrir okkur. Síðan náðum við betri tökum á varnarleiknum og sóknarleikurinn kom smátt og smátt.” „Að endingu vinnum við seinni hálfleikinn með einu marki sem ég er mjög sáttur við,” en leikur Íslands breyttist þegar þeir byrjuðu að spila sjö í sókninni. Geir segir að það hafi verið ætlunin á einhverjum tímapunkti í leiknum. „Það gaf mönnum ákveðið búst. Það hjálpaði okkur, en ég var búinn að ákveða að finna tímapunkt í leiknum til þess að gera það og menn gerðu það nokkuð vel. Það kom meiri yfirvegun og við fengum flot á boltann.” „Mér fannst gaman að geta prófað Ómar á miðjunni. Mér fannst það koma vel út. Ómar er fljótur að lesa og góður að skilja og það leysti hann bara virkilega vel, en það er margt jákvætt.” Landsliðshópurinn er að stækka og fleiri leikmenn eru að banka á dyrnar. Það gleður landsliðsþjálfarann eðlilega. „Ég held að það sé alveg klárt að margir hafa komið og sýnt það að þeir eru að banka á dyrnar og vilja vera með. Í desember veljum við 28 manna hóp og svo skerum við þetta niður í framhaldinu. Okkur er að takast það að fjölga leikmönnum,” sagi Geir.Laufey Elíasdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í dag og tók myndirnar hér að neðan.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti