Umfjöllun: Tékkland - Ísland 27-24 | Strákarnir sjálfum sér verstir í Tékklandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. júní 2017 18:00 Aron Pálmarsson á ferðinni í fyrri leik liðanna í Höllinni. vísir/ernir EM-draumur strákanna okkar er svo gott sem dáinn eftir grátlegt tap gegn Tékkum ytra. Ísland átti möguleika að fá að minnsta kosti stig úr leiknum en fór hrikalega illa að ráði sínu. Það er lítið annað um fyrri hálfleik að segja en að hann hafi verið hreinasta hörmung. Íslenska liðið var ömurlega lélegt. Sóknarleikurinn klaufalegur og hægur. Skotin léleg og enginn virtist vita hvað hann ætlaði sér að gera. Pínlegt að horfa á þetta. Dómgæslan var léleg en sóknarleikur Íslands var lélegri. Ekki bætti úr skák að Íslandsbaninn Martin Galia hélt uppteknum þeim óþolandi hætti að verja eins og berserkur gegn okkur. Hann varði um tíu skot í hálfleiknum. Varnarleikurinn var upp og ofan en Björgvin Páll gat ekki klukkað tuðruna í markinu. Aron Rafn kom allt of seint af bekknum. Ef hann hefði ekki komið inn hefði vond staða verið skelfileg í hálfleik. Aron Rafn bjargaði því sem hægt var að bjarga á lokamínútunum. Engu að síður leiddu Tékkar með fimm marka mun í hálfleik, 14-9. Lengi framan af síðari hálfleik gekk ekkert hjá strákunum að saxa á forskotið þó svo bæði vörn- og sóknarleikur væri mun betri en í fyrri hálfleik. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum hrökk íslenska liðið aftur á móti í gang. Er fimm mínútur voru eftir af leiknum var munurinn aðeins eitt mark, 23-22, og Tékkar að fara á taugum á meðan okkar menn voru í stuði. Tékkar fengu að hanga lengi á boltanum og skoruðu órúlega dýrmætt mark er þrjár mínútur voru eftir. 25-23. Aron lét svo verja frá sér og vonin dó endanlega er Tékkar skoruðu í kjölfarið. Þetta þýðir að vonin um að komast á EM er lítil. Íslenska liðið átti einfaldlega ekki góðan leik í dag. Aron Pálmarsson er stjarna liðsins og á að draga vagninn. Hann var heillum horfinn í þessum leik og munar um minna. Ólafur Guðmundsson hafði ekkert fram að færa, Rúnar Kárason gat ekkert í fyrri hálfleik og fór á bekkinn og sat þar til enda. Kári slakur á línunni og grátlegt að geta ekki fengið meira út úr línusendingum Arons. Guðjón Valur skilaði sínu allan leikinn og innkoma Janusar Daða í síðari hálfleik var vítamínið sem liðið þurfti. Hann var frábær. Stal boltum í vörninni, eins og Alexander Petersson, og var beittur í sókninni. Ómar Ingi lék af skynsemi en skoraði aðeins eitt mark. Aron Rafn varði ágætlega. Leikurinn var of kaflaskiptur og liðið nýtti færin sín hrikalega illa. Í raun var liðið sjálfu sér verst. Strákarnir köstuðu frá sér þeim tækifærum sem gáfust í leiknum. Andlegi styrkurinn virðist ekki vera nógu mikill. Þetta lið er einfaldlega ekki orðið nógu gott eins og þetta tap gegn Tékklandi sannaði. Frammistaða liðsins í undankeppninni hefur valdið vonbrigðum. Það eru leikmenn í liðinu sem geta mun betur en það er ekki nóg að tala um það. Það verður að sýna og sanna. Það gengur illa. Hér að neðan má sjá leiklýsinguna.Tékkland - Ísland:
EM-draumur strákanna okkar er svo gott sem dáinn eftir grátlegt tap gegn Tékkum ytra. Ísland átti möguleika að fá að minnsta kosti stig úr leiknum en fór hrikalega illa að ráði sínu. Það er lítið annað um fyrri hálfleik að segja en að hann hafi verið hreinasta hörmung. Íslenska liðið var ömurlega lélegt. Sóknarleikurinn klaufalegur og hægur. Skotin léleg og enginn virtist vita hvað hann ætlaði sér að gera. Pínlegt að horfa á þetta. Dómgæslan var léleg en sóknarleikur Íslands var lélegri. Ekki bætti úr skák að Íslandsbaninn Martin Galia hélt uppteknum þeim óþolandi hætti að verja eins og berserkur gegn okkur. Hann varði um tíu skot í hálfleiknum. Varnarleikurinn var upp og ofan en Björgvin Páll gat ekki klukkað tuðruna í markinu. Aron Rafn kom allt of seint af bekknum. Ef hann hefði ekki komið inn hefði vond staða verið skelfileg í hálfleik. Aron Rafn bjargaði því sem hægt var að bjarga á lokamínútunum. Engu að síður leiddu Tékkar með fimm marka mun í hálfleik, 14-9. Lengi framan af síðari hálfleik gekk ekkert hjá strákunum að saxa á forskotið þó svo bæði vörn- og sóknarleikur væri mun betri en í fyrri hálfleik. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum hrökk íslenska liðið aftur á móti í gang. Er fimm mínútur voru eftir af leiknum var munurinn aðeins eitt mark, 23-22, og Tékkar að fara á taugum á meðan okkar menn voru í stuði. Tékkar fengu að hanga lengi á boltanum og skoruðu órúlega dýrmætt mark er þrjár mínútur voru eftir. 25-23. Aron lét svo verja frá sér og vonin dó endanlega er Tékkar skoruðu í kjölfarið. Þetta þýðir að vonin um að komast á EM er lítil. Íslenska liðið átti einfaldlega ekki góðan leik í dag. Aron Pálmarsson er stjarna liðsins og á að draga vagninn. Hann var heillum horfinn í þessum leik og munar um minna. Ólafur Guðmundsson hafði ekkert fram að færa, Rúnar Kárason gat ekkert í fyrri hálfleik og fór á bekkinn og sat þar til enda. Kári slakur á línunni og grátlegt að geta ekki fengið meira út úr línusendingum Arons. Guðjón Valur skilaði sínu allan leikinn og innkoma Janusar Daða í síðari hálfleik var vítamínið sem liðið þurfti. Hann var frábær. Stal boltum í vörninni, eins og Alexander Petersson, og var beittur í sókninni. Ómar Ingi lék af skynsemi en skoraði aðeins eitt mark. Aron Rafn varði ágætlega. Leikurinn var of kaflaskiptur og liðið nýtti færin sín hrikalega illa. Í raun var liðið sjálfu sér verst. Strákarnir köstuðu frá sér þeim tækifærum sem gáfust í leiknum. Andlegi styrkurinn virðist ekki vera nógu mikill. Þetta lið er einfaldlega ekki orðið nógu gott eins og þetta tap gegn Tékklandi sannaði. Frammistaða liðsins í undankeppninni hefur valdið vonbrigðum. Það eru leikmenn í liðinu sem geta mun betur en það er ekki nóg að tala um það. Það verður að sýna og sanna. Það gengur illa. Hér að neðan má sjá leiklýsinguna.Tékkland - Ísland:
EM 2018 í handbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira