Ronaldo skoraði tvö þegar Real Madrid varð Evrópumeistari annað árið í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2017 20:45 Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis þegar Real Madrid vann 1-4 sigur á Juventus í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Þúsaldarvellinum í Cardiff í kvöld. Real Madrid varð þar með fyrsta liðið í 27 ár, og fyrsta liðið síðan Meistaradeildin var sett á stofn, sem ver Evrópumeistaratitilinn. AC Milan var síðasta liðið sem afrekaði það árið 1990. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum og tólfta sinn alls sem Real Madrid verður Evrópumeistari. Ronaldo endaði sem markakóngur Meistaradeildarinnar með 12 mörk. Tíu þeirra komu í 8-liða úrslitunum, undanúrslitunum og úrslitaleiknum. Magnaður leikmaður. Juventus byrjaði leikinn í kvöld af krafti og á 7. mínútu átti Miralem Pjanic hörkuskot sem Keylor Navas varði vel. Á 20. mínútu kom Ronaldo Real Madrid yfir með góðu skoti eftir sendingu frá Dani Carvajal. Forystan entist aðeins í sjö mínútur því á 27. mínútu jafnaði Mario Mandzukic metin með stórkostlegu marki. Staðan var 1-1 í hálfleik. Real Madrid var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleik þar sem liðið skoraði þrjú mörk. Casemiro kom Madrídingum aftur yfir á 61. mínútu þegar skot hans fyrir utan teig fór af varnarmanni og inn. Aðeins þremur mínútum síðar skoraði Ronaldo sitt annað mark og þriðja mark Real Madrid eftir sendingu Luka Modric. Það var svo varamaðurinn Marco Asensio sem skoraði fjórða markið á lokamínútunni eftir sendingu frá Marcelo. Sex mínútum fékk Juan Cuadrado, leikmaður Juventus, að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Juventus hafði aðeins fengið á sig þrjú mörk í 12 leikjum í Meistaradeildinni fyrir úrslitaleikinn en leikmenn Real Madrid fóru illa með ógnarsterka vörn ítalska liðsins í kvöld. Meistaradeild Evrópu
Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis þegar Real Madrid vann 1-4 sigur á Juventus í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Þúsaldarvellinum í Cardiff í kvöld. Real Madrid varð þar með fyrsta liðið í 27 ár, og fyrsta liðið síðan Meistaradeildin var sett á stofn, sem ver Evrópumeistaratitilinn. AC Milan var síðasta liðið sem afrekaði það árið 1990. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum og tólfta sinn alls sem Real Madrid verður Evrópumeistari. Ronaldo endaði sem markakóngur Meistaradeildarinnar með 12 mörk. Tíu þeirra komu í 8-liða úrslitunum, undanúrslitunum og úrslitaleiknum. Magnaður leikmaður. Juventus byrjaði leikinn í kvöld af krafti og á 7. mínútu átti Miralem Pjanic hörkuskot sem Keylor Navas varði vel. Á 20. mínútu kom Ronaldo Real Madrid yfir með góðu skoti eftir sendingu frá Dani Carvajal. Forystan entist aðeins í sjö mínútur því á 27. mínútu jafnaði Mario Mandzukic metin með stórkostlegu marki. Staðan var 1-1 í hálfleik. Real Madrid var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleik þar sem liðið skoraði þrjú mörk. Casemiro kom Madrídingum aftur yfir á 61. mínútu þegar skot hans fyrir utan teig fór af varnarmanni og inn. Aðeins þremur mínútum síðar skoraði Ronaldo sitt annað mark og þriðja mark Real Madrid eftir sendingu Luka Modric. Það var svo varamaðurinn Marco Asensio sem skoraði fjórða markið á lokamínútunni eftir sendingu frá Marcelo. Sex mínútum fékk Juan Cuadrado, leikmaður Juventus, að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Juventus hafði aðeins fengið á sig þrjú mörk í 12 leikjum í Meistaradeildinni fyrir úrslitaleikinn en leikmenn Real Madrid fóru illa með ógnarsterka vörn ítalska liðsins í kvöld.