Justin Bieber með tónleika á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 10. desember 2015 10:55 Sena hefur tilkynnt um að Evrópuhluti Purpose tónleikatúrs Justin Bieber hefjist þann 9. september í Kórnum í Kópavogi. Eru þetta einir stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið hérlendis. Alls verða 19 þúsund miðar í boði. Miðasalan á tónleikana hefst á slaginu klukkan 10 þann19. desember á tix.is. Samkvæmt tilkynningu frá Senu kemur fram að meðlimir aðdáendaklúbbs Justins Bieber fá tækifæri til að kaupa miða á tónleikana fimmtudaginn 17. desember kl. 16. Íslenskar forsölur fara fram daginn áður en almenn sala hefst, eða föstudaginn 18. desember kl. 10. Sena ætlar að kynna fyrirkomulag á þessum forsölum nánar á morgun, föstudag.Þessa mynd setti Justin Bieber á Instagram eftir sundsprett í Fjaðrárglúfri í haust og vakti hún heimsathygli.vísirEins og flestum er kunnugt var Bieber hér á landi í september með ljósmyndaranum Chris Burkard. Bieber fór víða, bæði um sveitirnar og á frétta- og samfélagsmiðlum. Síðar kom í ljós að afrakstur dvalarinnar á Íslandi var nýtt tónlistarmyndband við lagið I'll Show You af plötunni Purpose. Myndbandið er hið glæsilegasta. Bieber sýnir melankólíska hlið á sér og nýtur íslensk náttúra sín til hins ítrasta. Í dag hafa 80 milljónir manns horft á myndbandið á Youtube og ríkir því mikil ánægja með ómetanlega landkynningu sem Ísland fær fyrir vikið. Í myndbandinu má sjá Bieber á nærbuxunum í Jökulsárlóni og í Fjaðrárgljúfri. Það var tekið upp á Suðurlandinu þar sem hann fór við Skógarfoss, Seljalandsfoss og að Sólheimasandi. Þegar Bieber var hér á landi heimsótti meðal annars Reykjanesbæ, Gullfoss og Geysi og Vestmannaeyjar.Purpose kom út 13, nóvember.Bieber gaf út plötuna Purpose nú í nóvember og sló rækilega í gegn. Rauk upp vinsældarlista í meira en 100 löndum og náði hverju laginu á fætur öðru í fyrsta sæti. Hann sló meðal annars met Bítlanna og Drake með því að vera með 17 lög á sama tíma á lista Billboard yfir 200 heitustu lögin nú í byrjun desember. Hann setti einnig nýtt met á Spotify þar sem plötunni var streymt rúmlega tvö hundruð milljón sinnum í útgáfuvikunni. Bieber tilkynnti Bandaríkjalegg tónleikaferðalagsins í spjallþætti Ellen í byrjun nóvember og viðtökurnar stóðu ekki á sér. Upp seldist á 58 tónleika á mettíma og var sex tónleikum bætt við samdægurs. Purpose-túrinn hefst í Seattle í Bandaríkjunum í mars og ferðast Bieber vítt og breidd um landið fram í lok júlí. Evrópuhlutinn hefst síðan á Íslandi 9. september og þaðan fer hann til Þýskalands, Frakklands, Noregs, Finnlands, Svíþjóðar, Danmörku, Bretlands og víðar um álfuna. Tónleikaferðalagi hans lýkur síðan í nóvember.Bieber tilkynnti Evrópubúum um tónleikaferðalagið á Twitter í gær. Europe... I'm coming. #PurposeWorldTour— Justin Bieber (@justinbieber) December 9, 2015 Myndbandið við lagið I'll Show You var allt tekið upp hér á landi í september á þessu ári. Það hefur verið skoðað 80 milljón sinnum á YouTube. Lagið Where Are Ü Now gerði Bieber með tónlistarmönnunum Skrillex and Diplo. Það kom út í vor og markaði endurkomu Bieber á vinsældarlista eftir tveggja ára fjarveru. Að mati gagnrýnenda gaf lagið einnig vísbendingu um að tónlist Bieber væri að breytast. Lagið What Do You Mean? kom út 28. ágúst og er aðalsmáskífa plötunnar Purpose. Lagið sló gjörsamlega í gegn og fór á toppinn út um allan heim. Sorry er önnur smáskífan af Purpose og kom út í lok október. Skrillex vann lagið með Bieber. Lagið mældist afar vel fyrir og hélt vinsældum Bieber uppi út um allan heim. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Á Justin Bieber bestu aðdáendur í heiminum? Ótrúlegur flutningur tónleikagesta Íslandsvinurinn Justin Bieber var mættur á jólatónleika útvarpsstöðvarinnar Capital FM á dögunum og tók órafmagnaða útgáfu af laginu Love Yourself. 8. desember 2015 13:43 Justin Bieber þakkar Íslandi Poppstjarnan fagnar því á Instagram-síðu sinni að nýtt myndband fyrir væntanlegu plötuna Purpose hefur slegið í gegn. 2. nóvember 2015 23:28 Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37 Vinsælustu myndböndin á Youtube 2015 Miðað við 2014 eyddu notendur 60 prósent meiri tíma á Youtube á þessu ári og er horft á milljarða myndbanda á degi hverjum. 9. desember 2015 17:45 Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Fleiri fréttir Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Sjá meira
Sena hefur tilkynnt um að Evrópuhluti Purpose tónleikatúrs Justin Bieber hefjist þann 9. september í Kórnum í Kópavogi. Eru þetta einir stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið hérlendis. Alls verða 19 þúsund miðar í boði. Miðasalan á tónleikana hefst á slaginu klukkan 10 þann19. desember á tix.is. Samkvæmt tilkynningu frá Senu kemur fram að meðlimir aðdáendaklúbbs Justins Bieber fá tækifæri til að kaupa miða á tónleikana fimmtudaginn 17. desember kl. 16. Íslenskar forsölur fara fram daginn áður en almenn sala hefst, eða föstudaginn 18. desember kl. 10. Sena ætlar að kynna fyrirkomulag á þessum forsölum nánar á morgun, föstudag.Þessa mynd setti Justin Bieber á Instagram eftir sundsprett í Fjaðrárglúfri í haust og vakti hún heimsathygli.vísirEins og flestum er kunnugt var Bieber hér á landi í september með ljósmyndaranum Chris Burkard. Bieber fór víða, bæði um sveitirnar og á frétta- og samfélagsmiðlum. Síðar kom í ljós að afrakstur dvalarinnar á Íslandi var nýtt tónlistarmyndband við lagið I'll Show You af plötunni Purpose. Myndbandið er hið glæsilegasta. Bieber sýnir melankólíska hlið á sér og nýtur íslensk náttúra sín til hins ítrasta. Í dag hafa 80 milljónir manns horft á myndbandið á Youtube og ríkir því mikil ánægja með ómetanlega landkynningu sem Ísland fær fyrir vikið. Í myndbandinu má sjá Bieber á nærbuxunum í Jökulsárlóni og í Fjaðrárgljúfri. Það var tekið upp á Suðurlandinu þar sem hann fór við Skógarfoss, Seljalandsfoss og að Sólheimasandi. Þegar Bieber var hér á landi heimsótti meðal annars Reykjanesbæ, Gullfoss og Geysi og Vestmannaeyjar.Purpose kom út 13, nóvember.Bieber gaf út plötuna Purpose nú í nóvember og sló rækilega í gegn. Rauk upp vinsældarlista í meira en 100 löndum og náði hverju laginu á fætur öðru í fyrsta sæti. Hann sló meðal annars met Bítlanna og Drake með því að vera með 17 lög á sama tíma á lista Billboard yfir 200 heitustu lögin nú í byrjun desember. Hann setti einnig nýtt met á Spotify þar sem plötunni var streymt rúmlega tvö hundruð milljón sinnum í útgáfuvikunni. Bieber tilkynnti Bandaríkjalegg tónleikaferðalagsins í spjallþætti Ellen í byrjun nóvember og viðtökurnar stóðu ekki á sér. Upp seldist á 58 tónleika á mettíma og var sex tónleikum bætt við samdægurs. Purpose-túrinn hefst í Seattle í Bandaríkjunum í mars og ferðast Bieber vítt og breidd um landið fram í lok júlí. Evrópuhlutinn hefst síðan á Íslandi 9. september og þaðan fer hann til Þýskalands, Frakklands, Noregs, Finnlands, Svíþjóðar, Danmörku, Bretlands og víðar um álfuna. Tónleikaferðalagi hans lýkur síðan í nóvember.Bieber tilkynnti Evrópubúum um tónleikaferðalagið á Twitter í gær. Europe... I'm coming. #PurposeWorldTour— Justin Bieber (@justinbieber) December 9, 2015 Myndbandið við lagið I'll Show You var allt tekið upp hér á landi í september á þessu ári. Það hefur verið skoðað 80 milljón sinnum á YouTube. Lagið Where Are Ü Now gerði Bieber með tónlistarmönnunum Skrillex and Diplo. Það kom út í vor og markaði endurkomu Bieber á vinsældarlista eftir tveggja ára fjarveru. Að mati gagnrýnenda gaf lagið einnig vísbendingu um að tónlist Bieber væri að breytast. Lagið What Do You Mean? kom út 28. ágúst og er aðalsmáskífa plötunnar Purpose. Lagið sló gjörsamlega í gegn og fór á toppinn út um allan heim. Sorry er önnur smáskífan af Purpose og kom út í lok október. Skrillex vann lagið með Bieber. Lagið mældist afar vel fyrir og hélt vinsældum Bieber uppi út um allan heim.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Á Justin Bieber bestu aðdáendur í heiminum? Ótrúlegur flutningur tónleikagesta Íslandsvinurinn Justin Bieber var mættur á jólatónleika útvarpsstöðvarinnar Capital FM á dögunum og tók órafmagnaða útgáfu af laginu Love Yourself. 8. desember 2015 13:43 Justin Bieber þakkar Íslandi Poppstjarnan fagnar því á Instagram-síðu sinni að nýtt myndband fyrir væntanlegu plötuna Purpose hefur slegið í gegn. 2. nóvember 2015 23:28 Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37 Vinsælustu myndböndin á Youtube 2015 Miðað við 2014 eyddu notendur 60 prósent meiri tíma á Youtube á þessu ári og er horft á milljarða myndbanda á degi hverjum. 9. desember 2015 17:45 Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Fleiri fréttir Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Sjá meira
Á Justin Bieber bestu aðdáendur í heiminum? Ótrúlegur flutningur tónleikagesta Íslandsvinurinn Justin Bieber var mættur á jólatónleika útvarpsstöðvarinnar Capital FM á dögunum og tók órafmagnaða útgáfu af laginu Love Yourself. 8. desember 2015 13:43
Justin Bieber þakkar Íslandi Poppstjarnan fagnar því á Instagram-síðu sinni að nýtt myndband fyrir væntanlegu plötuna Purpose hefur slegið í gegn. 2. nóvember 2015 23:28
Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37
Vinsælustu myndböndin á Youtube 2015 Miðað við 2014 eyddu notendur 60 prósent meiri tíma á Youtube á þessu ári og er horft á milljarða myndbanda á degi hverjum. 9. desember 2015 17:45