Ferðamennska á Íslandi

Fréttamynd

Hollywood-leikstjóri nýtur lífsins á Ís­landi

Óskarsverðlaunaleikstjórinn Ron Howard er nú á Íslandi og nýtur lífsins. Á reikningi sínum á samfélagsmiðlinum X segir hann frá því að hann sé á landinu ásamt eiginkonu sinni, Cheryl. Við færsluna setur hann myllumerkin Iceland, eða Ísland, og bucketlist, eða laupalisti. Svo spyr hann hvort fólk vilji sjá fleiri myndir. 

Lífið
Fréttamynd

Ís­lendingar eyða og eyða þrátt fyrir verð­bólgu og háa vexti

Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Play ætti að geta hækk­að verð

Play ætti að hafa meira svigrúm til að hækka verð vegna minna framboðs flugferða til Íslands og minni áherslu á flug yfir Atlantshafið á seinni hluta ársins, segir í hlutabréfagreiningu þar sem flugfélagið er verðmetið í takt við markaðsgengi. Sami hlutabréfagreinandi verðmetur Icelandair langt yfir markaðsverði.

Innherji
Fréttamynd

Mun um­fangs­meir­i end­ur­skoð­un á töl­um um kort­a­velt­u en bú­ist var við

Endurskoðun Seðlabanka Íslands á tölum um kortaveltu frá upphafi árs 2023 var mun umfangsmeiri en Greining Arion banka vænti. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs var kortavelta um 6,1 prósent meiri en áður var talið og staða ferðaþjónustu virðist því betri en reiknað var með. „Yfir sumarmánuðina mælist neysla á hvern ferðamann nú meiri en í fyrra.“

Innherji
Fréttamynd

Syntu í hverri einustu laug landsins

Þær Hildur Helgadóttir og Margrét Guðjónsdóttir tóku upp á því fyrir tveimur árum síðan að heimsækja hverja einustu sundlaug landsins. Fyrst um sinn kepptust þær í að safna sundlaugum en áttuðu sig fljótt á því að það væri sennilega betra fyrir vinskapinn að klára laugarnar saman.

Lífið
Fréttamynd

Í­búa­fundur um upp­byggingu sem ógni flúðunum skil­yrði

Sveitarstjóri Bláskógabyggðar hvetur alla sem hafa eitthvað að athuga við áform um virkjun í Tungufljóti til að skila inn athugasemdum fyrr en síðar. Áformunum, sem gera einnig ráð fyrir 70 húsum á frístundalóðum auk gisti- og veitingaþjónustu, var hleypt til skipulagsnefndar og sveitarstjórnar með skilyrði um að íbúafundur yrði haldinn um þau. 

Innlent
Fréttamynd

Óttast að tapa bestu flúðum landsins í virkjun

Björgunarsveitarfólk auk kajak samfélagsins á Íslandi óttast áform um virkjun Tungufljóts í Bláskógabyggð. Fljótið er nýtt undir æfingar í straumvatnsbjörgun af björgunarsveitum og þykir einstakt hér á landi. Eigandi Arctic Rafting óttast að árlegt kajakmót sem þar fer fram nú um helgina verði það síðasta.

Innlent
Fréttamynd

Að virkja upp í loft

Landsvirkjun stefnir nú á að reisa þrjátíu 150 metra háar vindmyllur í svonefndum Búrfellslundi, við inngang hálendisins á Sprengisandsleið þar sem þúsundir Íslendinga og erlendra ferðamanna halda á hverju ári upp á Sprengisand, inn í Landmannalaugar og upp í Veiðivötn.

Skoðun
Fréttamynd

Or­sök veikindanna enn á huldu

Tugir hafa veikst af iðrasýkingu vegna mögulegrar E.coli- mengunar á Rjúpnavöllum á Rangárvöllum. Nokkrir hafa þurft að leggjast inn. Settur sóttvarnarlæknir segir enn ekki búið staðfesta að uppruni veikindanna sé mengað neysluvatn

Innlent
Fréttamynd

Ætla aftur til Ís­lands til að græða sárin

Breskir ferðamenn sem slösuðust alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl ætla að heimsækja landið aftur í október. Ferðamennirnir þeir Zak Nelson og Elliot Griffiths lentu í hörðum árekstri á hringveginum og trúlofuðu sig svo á Landspítalanum þar sem hlúð var að þeim.

Lífið
Fréttamynd

Ölfus, land tæki­færanna

Atvinnulífið blómstrar í Ölfusi. Sveitarfélagið og innviðir þess standa sterkum fótum og tækifærin eru fjölmörg. Eitt þeirra tækifæra sem blasa við er að ýta undir sérstöðu sveitarfélagsins sem býður upp á raunverulega einstakt svæði til brimbrettaiðkunar, ekki aðeins á landsvísu heldur á heimsvísu. Svæðið er hins vegar í mikilli hættu vegna þess að meirihluti sveitarfélagsins hefur samþykkt að moka yfir það landfyllingu.

Skoðun
Fréttamynd

Stór banka­fjár­festir kallar eftir „frekari hag­ræðingu“ á fjár­mála­markaði

Langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í Arion og Kviku banka segir ljóst að sífellt strangara regluverk ásamt aukinni erlendri samkeppni kalli á meiri stærðarhagkvæmni og því sé eðlilegt að skoða hvort ekki séu tækifæri til „frekari hagræðingar“ á íslenskum fjármálamarkaði, en Landsbankinn er núna að klára kaup á TM af Kviku. Forstjóri Stoða, leiðandi hluthafi í umsvifamiklum ferðaþjónustufyrirtækjum, segir að ef Ísland sé orðið of dýr áfangastaður muni það „óumflýjanlega“ leiðréttast þannig að annaðhvort lækki verð á þjónustu eða gengi krónunnar gefi einfaldlega eftir.

Innherji
Fréttamynd

Blöskrar græðgi á kostnað gæða

Flugrekstrarstjóri HeliAir Iceland segir atvik þar sem þyrla lenti á malarbílastæði og olli að líkindum skemmdum á bíl dæmi um það þegar menn hugsi aðeins um gróða en ekki gæði.

Innlent
Fréttamynd

Rán um há­bjartan dag

Um verslunarmannahelgina fórum við konan til Akureyrar, höfuðstaðar Norðurlands. Þangað er gott að koma og veðrið var frábært. Nú, þegar maður er á ferðalagi, þá þarf maður að borða, maður losnar ekkert við það.

Skoðun
Fréttamynd

Ein og hálf milljón í sekt vegna leyfis­lausrar Airbnb út­­leigu

Maður þarf að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 1.471.500 króna, eftir að hafa leigt út fjórar íbúðir í gegnum Airbnb án tilskilins rekstrarleyfis á árunum 2019-2021. Við ákvörðun sektar var tillit tekið til þess að hann hefði ekki gerst brotlegur gegn reglunum áður, og hefði endurnýjað leyfið eftir ábendingar sýslumanns. Sektin var lækkuð í málsmeðferð ráðuneytisins, en hún var upphaflega 4.960.000 krónur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Út­kall vegna ferða­manna sem segjast lokaðir inni í helli

Björgunarsveitir á Suðurlandi og rústabjörgunarhópar á höfuðborgarsvæði hafa verið kallaðar út vegna tilkynningar um ferðamenn sem hafi fest sig inni í helli á Suðurlandi. Um stórt útkall er að ræða en lélegt skyggni á svæðinu hjálpar ekki til. 

Innlent
Fréttamynd

„Ekkert hrun“ í ferða­þjónustu en stöðnun getur hitt sum fyrir­tæki illa fyrir

Nýjustu tölur um fjölda gistinátta erlendra ferðamanna í júní benda til þess að það sé „ekkert hrun“ í ferðaþjónustu, að sögn hagfræðinga Arion banka, en fyrir atvinnugrein sem hefur vaxið hratt og fjárfest í samræmi við það getur stöðnun hitt mögulega sum fyrirtæki illa fyrir. Stöðug fækkun að undanförnu í gistinóttum ferðamanna frá Bretlandi, næst fjölmennasta þjóðin til að sækja landið heim, gæti aukið á árstíðarsveifluna en þeir hafa verið duglegir að ferðast til Íslands yfir vetrarmánuðina.

Innherji
Fréttamynd

Besta veðrið um verslunar­manna­helgina?

Útlit er fyrir nokkuð úrkomusama verslunarmannahelgi, þar á meðal í Vestmannaeyjum. Á Vesturlandi og suðvesturhorni verður ágætis veður að sögn Einar Sveinbjörnssonar veðurfræðings hjá blika.is. Hann vill ekkert gefa upp um það hvar hann verður staddur um helgina.

Veður
Fréttamynd

Bjórinn á rúm­lega tvö þúsund krónur í erfiðum rekstri

Hálfur lítri af bjórnum Bola kostar 2250 krónur á barnum Ja Ja Ding Dong á Húsavík. Á þessu vekur árvökull neytandi á Facebookhópi sem snýst um verðlagshækkanir. Eigandi staðarins segir reksturinn erfiðan og beinir sjónum að slæmum samgöngum á Norðausturlandi sem verði til þess að ferðamenn hringsnúist aðeins á Suðurlandinu. 

Neytendur
Fréttamynd

Hótel­gistinóttum fækkar á lands­vísu

Gistinóttum á hótelum í júní fækkaði um sex prósent á milli ára samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Mesta fækkunin varð á Austurlandi og á Suðurnesjum en á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum lítillega.

Viðskipti innlent