Stjórnlaus sprenging í bílastæðagjöldum við náttúruperlur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 21:08 Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri segir ný bílastæðagjöld nánast daglegt brauð við náttúruperlur landsins. Mikilvægt sé að koma böndum á þessa þróun. Vísir/Arnar Á fáeinum árum hefur orðið sprenging í bílastæðagjöldum við margar af helstu náttúruperlum landsins. Ferðamálastjóri segir stjórnleysi ríkja í málaflokknum og gjöldin leggist misvel í landann. Nauðsynlegt sé að koma böndum á þessa þróun. Bílastæðagjöld hafa sprottið upp eins og gorkúlur við margar helstu náttúruperlur landsins undanfarin ár. Slík gjöld eru til dæmis við Þingvelli, Landmannalaugar, Fjaðrárgljúfur, Jökulsárlón, Skaftafell, Reynisfjöru og Reykjadal svo fátt eitt sé nefnt. Við lauslega rannsókn fréttastofu í dag kom í ljós að bílastæðagjöld hafa verið tekin upp á næstum þrjátíu vinsælum ferðamannastöðum á fáeinum árum. Oftast er rukkað um þúsund krónur fyrir fólksbíl. Gjöldin hækka svo fyrir stærri bíla. Ferðamannastaðir þar sem rukkað er bílastæðagjald.vísir Ný gjöld næstum daglega Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri segir mikilvægt að koma böndum á þessa þróun. „Þetta hefur gerst mjög hratt og ný bílastæðagjöld koma nánast daglega upp vítt og breitt um landið. Miðað við hraðann og þróunina þarf að koma böndum á þetta sem fyrst,“ segir hann. Félag íslenskra bifreiðaeigenda benti í vor á ófremdarástand í málaflokknum á höfuðborgarsvæðinu. Ástandinu var líkt við frumskóg þar sem sífellt fleiri fyrirtæki rukki fyrir stæði á mismunandi máta. Neytendastofa ákvað í framhaldinu að rannsaka gjaldtökuna. Skýra þurfi hlutverk og ábyrgð Arnar lýsir svipuðu ástandi á ferðamannastöðum vítt og breytt um landið. „Sumir líkja ástandinu við villta vestrið, aðrir stjórnleysi og kaos. Ég get tekið undir þetta allt. Það þarf að skýra hlutverk og ábyrgð þeirra sem standa fyrir þessum rukkunum,“ segir hann. Arnar segir að ný ferðamálastefna og aðgerðaráætlun stjórnvalda geri ráð fyrir að tekið sé á málinu. „Þar er komið inn á þessi mál. Það er verið að ýta aðgerðum úr vör. Ég á von á því að fljótlega skýrist þessi mál af einhverju leyti,“ segir hann. Hvergi er hægt að finna á einum stað upplýsingar um hvar eigi að greiða bílastæðagjald við náttúruperlur. Þá er afar misjafnt hvort ferðamannastaðirnir gefa upp upplýsingar um gjaldtökuna. Aðspurður segir Arnar æskilegt að hægt væri að nálgast slíkar upplýsingar á einum stað. „Það þarf að ákveða hvar best er að safna upplýsingum um bílastæðagjöld í náttúru Íslands. Hvort það eigi að gera það hér á Ferðamálastofu, hjá Vegagerðinni eða Visit Iceland. Þetta er meðal þess sem ætti að skýrast í aðgerðaráætlun stjórnvalda,“ segir hann. Pirraðir Íslendingar Hann telur Íslendinga almennt ósátta við þessa þróun. „Það er ekki búið að gera sérstaka viðhorfkönnun um þetta mál hér á landi. Ég heyri hins vegar og sé á samfélagsmiðlum að þetta fer misvel í landann,“ segir hann og bætir við: Fólk vill geta ferðast um landið sitt frjálst og óáreitt án þess að þurfa að greiða í hvert skipti sem það stoppar bílinn. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Bílastæðagjöld hafa sprottið upp eins og gorkúlur við margar helstu náttúruperlur landsins undanfarin ár. Slík gjöld eru til dæmis við Þingvelli, Landmannalaugar, Fjaðrárgljúfur, Jökulsárlón, Skaftafell, Reynisfjöru og Reykjadal svo fátt eitt sé nefnt. Við lauslega rannsókn fréttastofu í dag kom í ljós að bílastæðagjöld hafa verið tekin upp á næstum þrjátíu vinsælum ferðamannastöðum á fáeinum árum. Oftast er rukkað um þúsund krónur fyrir fólksbíl. Gjöldin hækka svo fyrir stærri bíla. Ferðamannastaðir þar sem rukkað er bílastæðagjald.vísir Ný gjöld næstum daglega Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri segir mikilvægt að koma böndum á þessa þróun. „Þetta hefur gerst mjög hratt og ný bílastæðagjöld koma nánast daglega upp vítt og breitt um landið. Miðað við hraðann og þróunina þarf að koma böndum á þetta sem fyrst,“ segir hann. Félag íslenskra bifreiðaeigenda benti í vor á ófremdarástand í málaflokknum á höfuðborgarsvæðinu. Ástandinu var líkt við frumskóg þar sem sífellt fleiri fyrirtæki rukki fyrir stæði á mismunandi máta. Neytendastofa ákvað í framhaldinu að rannsaka gjaldtökuna. Skýra þurfi hlutverk og ábyrgð Arnar lýsir svipuðu ástandi á ferðamannastöðum vítt og breytt um landið. „Sumir líkja ástandinu við villta vestrið, aðrir stjórnleysi og kaos. Ég get tekið undir þetta allt. Það þarf að skýra hlutverk og ábyrgð þeirra sem standa fyrir þessum rukkunum,“ segir hann. Arnar segir að ný ferðamálastefna og aðgerðaráætlun stjórnvalda geri ráð fyrir að tekið sé á málinu. „Þar er komið inn á þessi mál. Það er verið að ýta aðgerðum úr vör. Ég á von á því að fljótlega skýrist þessi mál af einhverju leyti,“ segir hann. Hvergi er hægt að finna á einum stað upplýsingar um hvar eigi að greiða bílastæðagjald við náttúruperlur. Þá er afar misjafnt hvort ferðamannastaðirnir gefa upp upplýsingar um gjaldtökuna. Aðspurður segir Arnar æskilegt að hægt væri að nálgast slíkar upplýsingar á einum stað. „Það þarf að ákveða hvar best er að safna upplýsingum um bílastæðagjöld í náttúru Íslands. Hvort það eigi að gera það hér á Ferðamálastofu, hjá Vegagerðinni eða Visit Iceland. Þetta er meðal þess sem ætti að skýrast í aðgerðaráætlun stjórnvalda,“ segir hann. Pirraðir Íslendingar Hann telur Íslendinga almennt ósátta við þessa þróun. „Það er ekki búið að gera sérstaka viðhorfkönnun um þetta mál hér á landi. Ég heyri hins vegar og sé á samfélagsmiðlum að þetta fer misvel í landann,“ segir hann og bætir við: Fólk vill geta ferðast um landið sitt frjálst og óáreitt án þess að þurfa að greiða í hvert skipti sem það stoppar bílinn.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira