Klinkið

Klinkið

Klinkið er spjallþáttur um viðskipti og efnahagsmál.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Klinkið: „Ísland er ekki eyland“

Katrín Olga Jóhannesdóttir, ein valdamesta konan í íslensku viðskiptalífi, segir að leiðandi fyrirtæki á íslenskum markaði séu ekki í samkeppni innanlands heldur við alþjóðleg stórfyrirtæki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lánstraust með starfsemi í Súdan og Afganistan

Creditinfo Group, áður Lánstraust, hefur hafið starfsemi í Súdan og Afganistan. Alþjóðabankinn samdi við fyrirtækið um uppsetningu á fjárhagsupplýsingakerfi með upplýsingum um lánstraust í Afganistan þrátt fyrir að fyrirtækið hefði átt hæsta tilboð í útboði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja hækka laun Landsbankastjóra

Starfskjör bankastjóra Landsbankans og helstu stjórnenda skulu vera samkeppnishæf við kjör stjórnenda í stærri fyrirtækjum og á fjármálamarkaði, en þó ekki leiðandi. Þetta kemur fram í nýrri starfskjarastefnu Landsbanka Íslands sem samþykkt var á aðalfundi bankans í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ísland er „jarðhitarisi“ - miklar áskoranir framundan í orkumálum heimsins

"Ísland er lítið land, en risi á sviði jarðhita,“ segir Dr. Sri Mulyani Indrawati, framkvæmdastjóri Alþjóðabankans og fyrrverandi fjármálaráðherra Indónesíu. Hún telur sérþekkingu á Íslandi, á sviði jarðhitanýtingar og nýtingar á endurnýjanlegum orkugjöfum, geta hjálpað ríkjum heims að takast á við miklar áskoranir á sviði orkumála sem heimurinn stendur nú frammi fyrir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

"Við þurfum að láta vita af okkur“

"Það skiptir máli að við látum vita af okkur, og hvað við höfum upp á að bjóða," segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, um þau tækifæri sem Ísland, og ekki síst Norðurland, standi frammi fyrir vegna vaxandi umsvifa á Norðurslóðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þórlindur: Einfaldlega ekki boðlegt að vera með krónu í höftum

"Fólk finnur fyrir ókostum krónunnar á eigin skinni. Það er ekki kostur í mínum huga að vera með krónu í höftum, það einfaldlega gengur ekki upp,“ segir Þórlindur Kjartansson, hagfræðingur og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins. Þórlindur er gestur nýjasta þáttar Klinksins og ræðir þar meðal annars um tillögur nefndarinnar sem hann stýrir, og hefur lagt fram fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins 24. febrúar nk.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Augljóst að fólk á erfitt með að ná endum saman

Íbúar á landsbyggðinni eyða umtalsvert meira fé í matarinnkaup í búðum, heldur en íbúar á höfuðborgarsvæðinu, og stór hluti almennings á í erfiðleikum með að láta enda saman um hver mánaðarmót. Þetta er eitt af því sem á lesa út úr gögnum, sem fréttastofa fékk hugbúnaðarfyrirtækið Meniga til þess að taka saman.

Viðskipti innlent