Sóknarfæri fyrir íslenskar efnisveitur til að mæta Netflix Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. september 2014 10:09 Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone Sóknarfæri eru fyrir fjarskipta- og afþreyingarfyrirtæki að setja á markaðinn efnisveitur sambærilegar Netflix með íslensku sjónvarpsefni. Þetta segir Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone. Stefán er gestur okkar í nýjasta Klinkinu. Í viðtalinu fer hann yfir sóknarfæri Vodafone en hann telur að aukin arðsemi fyrirtækisins geti falist í Red vörulínunni sem hann segir einfalda og auðvelda upplifun viðskiptavinarins af fjarskiptaþjónustu. Þá upplýsir hann að Vodafone muni áfram stækka 4G kerfi sitt og muni ekki bíða eftir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins vegna umsóknar um samstarf við Nova um uppbyggingu á slíku kerfi. Ekki sé þó „þjóðhagslega hagkvæmt“ að mörg fyrirtæki séu samtímis að byggja upp 4G kerfi. Tilraunir til að hamla útbreiðslu Netflix ekki borið árangur Áætlað er að tæplega 30 þúsund Íslendingar séu ólöglega áskrifendur að Netflix efnisveitunni og noti þjónustuna með þar til gerðum búnaði eins og Apple TV en enginn veit þessa tölu með fullkominni vissu. Efnisveitur eins og Netflix og Hulu er ólöglegar á Íslandi vegna þess að það brýtur í bága við lög um höfundarrétt að þær bjóði efni sitt fram hér á landi. Netflix hefur ekki formlega boðið upp á þjónustuna hér á landi en notendur hafa getað nýtt sér hana með því að skrá sig inn á sérstakar síður og stilla búnaðinn í Bandaríkjunum. Þessi viðskipti eru brot á efniskaupasamningum sem íslensk afþreyingar og þjónustufyrirtæki hafa gert og eftir atvikum höfundar- og dreifingarrétti. Tilraunir til þess að fá Netflix til þess að bregðast við þessu hafa þó ekki borið árangur en íslenski markaðurinn er afskaplega lítill fyrir Netflix í stóra samhengi hlutanna. Markaður fyrir íslenskt Netflix Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone segir að það sé klárlega markaður fyrir íslenska efnisveitu, sambærilega Netflix, sem gæti boðið upp á íslenskt sjónvarpsefni gegn fastri mánaðarlegri áskrift. Vodafone sé þó ekki með slíka vöru í þróun en fyrirtækið styðji viðleitni manna við þróun á slíku. „Við búum við harða erlenda samkeppni á Íslandi á fleiri sviðum. Við þekkjum það úr fatageiranum að H&M er með háa markaðshlutdeild á Íslandi þrátt fyrir að vera ekki staðsett á Íslandi. Þetta er bagalegt fyrir þá sem kaupa efnið. Hins vegar er Netflix auðvitað hannað fyrir annan markað. Þetta er t.d. ekki textað efni o.s.frv. Þannig að maður hefur verið að vona að það geti komið samkeppnisleg svör frá íslensku efnisveitunum. Við með okkar sjónvarpsdreifingarkerfi erum auðvitað tilbúin að vinna með öllum markaðnum að því að koma með íslenskar lausnir á þessu sviði. Við erum ekki, eins og 365, í því að búa til sjónvarpsefni, eða RÚV en við erum með dreifinguna og höfum verið að vinna með öllum markaðnum á því sviði. Við erum sjálf með tengsl við erlendu stúdíóin sem eiga megnið af erlenda efninu í leigunni okkar, Vodinu. Þannig að við eigum alveg hagsmuna að gæta líka á þessum markaði. Mín skoðun hefur verið sú að það vanti íslenska svona vöru, sem er með íslensku efni,“ segir Stefán.Nýjasta Klinkið í heild sinni má sjá hér. Klinkið Netflix Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Sóknarfæri eru fyrir fjarskipta- og afþreyingarfyrirtæki að setja á markaðinn efnisveitur sambærilegar Netflix með íslensku sjónvarpsefni. Þetta segir Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone. Stefán er gestur okkar í nýjasta Klinkinu. Í viðtalinu fer hann yfir sóknarfæri Vodafone en hann telur að aukin arðsemi fyrirtækisins geti falist í Red vörulínunni sem hann segir einfalda og auðvelda upplifun viðskiptavinarins af fjarskiptaþjónustu. Þá upplýsir hann að Vodafone muni áfram stækka 4G kerfi sitt og muni ekki bíða eftir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins vegna umsóknar um samstarf við Nova um uppbyggingu á slíku kerfi. Ekki sé þó „þjóðhagslega hagkvæmt“ að mörg fyrirtæki séu samtímis að byggja upp 4G kerfi. Tilraunir til að hamla útbreiðslu Netflix ekki borið árangur Áætlað er að tæplega 30 þúsund Íslendingar séu ólöglega áskrifendur að Netflix efnisveitunni og noti þjónustuna með þar til gerðum búnaði eins og Apple TV en enginn veit þessa tölu með fullkominni vissu. Efnisveitur eins og Netflix og Hulu er ólöglegar á Íslandi vegna þess að það brýtur í bága við lög um höfundarrétt að þær bjóði efni sitt fram hér á landi. Netflix hefur ekki formlega boðið upp á þjónustuna hér á landi en notendur hafa getað nýtt sér hana með því að skrá sig inn á sérstakar síður og stilla búnaðinn í Bandaríkjunum. Þessi viðskipti eru brot á efniskaupasamningum sem íslensk afþreyingar og þjónustufyrirtæki hafa gert og eftir atvikum höfundar- og dreifingarrétti. Tilraunir til þess að fá Netflix til þess að bregðast við þessu hafa þó ekki borið árangur en íslenski markaðurinn er afskaplega lítill fyrir Netflix í stóra samhengi hlutanna. Markaður fyrir íslenskt Netflix Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone segir að það sé klárlega markaður fyrir íslenska efnisveitu, sambærilega Netflix, sem gæti boðið upp á íslenskt sjónvarpsefni gegn fastri mánaðarlegri áskrift. Vodafone sé þó ekki með slíka vöru í þróun en fyrirtækið styðji viðleitni manna við þróun á slíku. „Við búum við harða erlenda samkeppni á Íslandi á fleiri sviðum. Við þekkjum það úr fatageiranum að H&M er með háa markaðshlutdeild á Íslandi þrátt fyrir að vera ekki staðsett á Íslandi. Þetta er bagalegt fyrir þá sem kaupa efnið. Hins vegar er Netflix auðvitað hannað fyrir annan markað. Þetta er t.d. ekki textað efni o.s.frv. Þannig að maður hefur verið að vona að það geti komið samkeppnisleg svör frá íslensku efnisveitunum. Við með okkar sjónvarpsdreifingarkerfi erum auðvitað tilbúin að vinna með öllum markaðnum að því að koma með íslenskar lausnir á þessu sviði. Við erum ekki, eins og 365, í því að búa til sjónvarpsefni, eða RÚV en við erum með dreifinguna og höfum verið að vinna með öllum markaðnum á því sviði. Við erum sjálf með tengsl við erlendu stúdíóin sem eiga megnið af erlenda efninu í leigunni okkar, Vodinu. Þannig að við eigum alveg hagsmuna að gæta líka á þessum markaði. Mín skoðun hefur verið sú að það vanti íslenska svona vöru, sem er með íslensku efni,“ segir Stefán.Nýjasta Klinkið í heild sinni má sjá hér.
Klinkið Netflix Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira