Úkraína

Fréttamynd

Rússar standi ekki við lof­orð um út­göngu­leiðir

Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Frá Kænu­garði til Ís­lands: „Við erum enn hrædd“

Það voru miklir fagnaðarfundir í Leifsstöð í nótt þegar tvær úkraínskar konur og börnin þeirra þrjú komu til landsins eftir vikulangt ferðalag frá Kænugarði í Úkraínu. Eiginmenn kvennanna beggja komust ekki út úr Úkraínu og hafa nú tekið upp vopn til að berjast gegn innrásarhernum.

Innlent
Fréttamynd

Tvær hafnarborgir í suðurhluta Úkraínu á valdi Rússa

Hafnarborgin Kherson er á valdi Rússa og Mariupol er við það að falla þótt heimamenn berjist enn við árásarherinn. Utanríkisráðherra Rússlands segir að þegar búið verði að splunda her Úkraínumanna og hreinsa landið af nasismanum verði almenningur í Úkraínu að ákveða framtíð landsins.

Erlent
Fréttamynd

Úkraínski herinn segir Maríupól enn ósigraða

Úkraínski herinn segir Rússum ekki hafa tekist að ná völdum í Maríupól, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Rússneskar hersveitir hafa setið um borgina síðustu daga og hefur hún sætt stöðugum árásum.

Erlent
Fréttamynd

Rússar hafa náð Kherson á sitt vald

Rússar hafa náð borginni Kherson á sitt vald. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum í Úkraínu. Borgarstjóri borgarinnar og bandarísk yfirvöld höfðu áður sagt að óvíst væri um stöðu mála þar sem bardagar stæðu enn yfir.

Erlent
Fréttamynd

Syngja fyrir Úkraínu

Íslenskir söngvarar, og aðrir sem vilja taka þátt, hyggjast hópast saman fyrir framan sendiráð Rússlands á Íslandi og sendiherrabústaðinn í Reykjavík og syngja til stuðnings Úkraínu klukkan níu í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Biden segir Pútín hafa hitt ofjarl sinni í úkraínsku þjóðinni

Rússar hafa hert mjög loftárásir sínar á borgir víðs vegar um Úkraínu í dag og fullyrða að þeir hafi náð einni þeirra alfarið á sitt vald. Forseti Bandaríkjanna segir Rússa eiga eftir að finna fyrir afleiðingum innrásarinnar á stöðu sína um langa framtíð. Talið er að um tvö þúsund óbreyttir borgarar hafi fallið frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Versti dagur stríðsins hingað til

Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 

Erlent
Fréttamynd

Blaðamannafélagið safnar fyrir úkraínska blaðamenn

Blaðamannafélag Íslands hefur hafið fjársöfnun til stuðnings blaðamönnum í Úkraínu. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að mikilvægi fjölmiðla á stríðstímum sé óumdeilt og blaðamenn í Úkraínu þurfi aðstoð til að geta stuðlað að öryggi sínu á meðan þeir miðli til umheimsins fréttum af ástandinu í kjölfar innrásar Rússa. 

Erlent
Fréttamynd

Er­lendum ríkis­borgurum meinað að flýja Úkraínu

Erlendir ríkisborgarar, sérstaklega af afrískum uppruna, hafa lent í miklum vandræðum við að flýja Úkraínu. Margir þeirra segja að þeim hafi verið vísað úr lestum og þeim meinaður aðgangur að almenningssamgöngum á leið úr landinu.

Erlent