Úkraínski herinn sækir fram í hernumdu héraði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. júlí 2022 12:20 Úkraínski herinn og skriðdregar í framlínunni í Suður-Úkraínu. Getty Úkraínuforseti segir hersveitum sínum hafa orðið ágengt í Kherson héraði „skref fyrir skref“. Héraðið féll í hendur Rússa á fyrri dögum stríðsins en staðsetning héraðsins í suðri er hernaðarlega mikilvæg. Í gær greindi varnarmálaráðuneyti Rússa frá hörðum átökum nærri Kherson. Vegna aukins sóknarþunga Úkraínumanna eru birgðaflutningar Rússa vestanmegin árinnar í aukinni hættu, samkvæmt ráðuneytinu. Fyrr í þessum mánuði hafði Iryna Veretchuk, staðgengill forsætisráðherra, hvatt íbúa Kherson til að yfirgefa borgina sem fyrst til að komast hjá því að verða innlokaðir á meðan gagnsókn Úkraínu ætti sér stað. „Þetta er nauðsynlegt svo Úkraínuher ógni ekki óbreyttum borgurum á svæðinu,“ sagði Iryna í samtali við úkraínska ríkisútvarpið. Einblína á brýr Hersveitir Kænugarðs hafa beint hernaðarmætti sínum í auknum mæli að lykilbrúm á svæðinu til að koma höggi á birgðaflutningar Rússa. Á laugardag beittu Úkraínumenn stórskotaliðshernaði á Daryivskyi brúnna sem liggur yfir Danparfljót. „Hver brú er veikur punktur og hersveitir okkar eru að eyðileggja kerfi óvinarins,“ skrifar Serhiy Khlan, ráðgjafi héraðsstjóra Kherson á Facebook. „Við höfum enn ekki frelsað Kherson, en höfum stigið stór skref í átt að því markmiði.“ Varnamálaráðgjafi Selenskí Úkraínuforseta lýsti því jafnframt yfir að um þúsund rússneskir hermenn hafi verið króaðir af í héraðinu. Í frétt BBC er tekið fram að þessi frásögn hafi ekki fengist staðfest. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Gagnsókn í Kherson og vopnahlé kemur ekki til greina Minnst þrjú eru látin eftir að þrettán flugskeytum var skotið á herstöð úkraínska hersins og lestarstöðina í Kirovohrad í morgun. Úkraínuforseti segir vopnahlé ekki koma til greina og enn er hart barist um borgina Kherson. 23. júlí 2022 09:32 Stjórnvöld í Úkraínu hvetja íbúa að flýja fyrir gagnárás í Kherson og Zaporizhzhia Stjórnvöld í Úkraínu hafa varað íbúa í Kherson og Zaporizhzhia við yfirvofandi gagnsókn á svæðinu og hvatt þá til að flýja. Svæðin eru nú á valdi Rússa en Úkraínumenn hyggjast freista þess að ná þeim aftur á næstu dögum og vikum. 11. júlí 2022 08:45 Sprengjum varpað á höfnina klukkutímum eftir undirritun samningsins Rússar vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa í dag, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. 23. júlí 2022 12:42 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Héraðið féll í hendur Rússa á fyrri dögum stríðsins en staðsetning héraðsins í suðri er hernaðarlega mikilvæg. Í gær greindi varnarmálaráðuneyti Rússa frá hörðum átökum nærri Kherson. Vegna aukins sóknarþunga Úkraínumanna eru birgðaflutningar Rússa vestanmegin árinnar í aukinni hættu, samkvæmt ráðuneytinu. Fyrr í þessum mánuði hafði Iryna Veretchuk, staðgengill forsætisráðherra, hvatt íbúa Kherson til að yfirgefa borgina sem fyrst til að komast hjá því að verða innlokaðir á meðan gagnsókn Úkraínu ætti sér stað. „Þetta er nauðsynlegt svo Úkraínuher ógni ekki óbreyttum borgurum á svæðinu,“ sagði Iryna í samtali við úkraínska ríkisútvarpið. Einblína á brýr Hersveitir Kænugarðs hafa beint hernaðarmætti sínum í auknum mæli að lykilbrúm á svæðinu til að koma höggi á birgðaflutningar Rússa. Á laugardag beittu Úkraínumenn stórskotaliðshernaði á Daryivskyi brúnna sem liggur yfir Danparfljót. „Hver brú er veikur punktur og hersveitir okkar eru að eyðileggja kerfi óvinarins,“ skrifar Serhiy Khlan, ráðgjafi héraðsstjóra Kherson á Facebook. „Við höfum enn ekki frelsað Kherson, en höfum stigið stór skref í átt að því markmiði.“ Varnamálaráðgjafi Selenskí Úkraínuforseta lýsti því jafnframt yfir að um þúsund rússneskir hermenn hafi verið króaðir af í héraðinu. Í frétt BBC er tekið fram að þessi frásögn hafi ekki fengist staðfest.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Gagnsókn í Kherson og vopnahlé kemur ekki til greina Minnst þrjú eru látin eftir að þrettán flugskeytum var skotið á herstöð úkraínska hersins og lestarstöðina í Kirovohrad í morgun. Úkraínuforseti segir vopnahlé ekki koma til greina og enn er hart barist um borgina Kherson. 23. júlí 2022 09:32 Stjórnvöld í Úkraínu hvetja íbúa að flýja fyrir gagnárás í Kherson og Zaporizhzhia Stjórnvöld í Úkraínu hafa varað íbúa í Kherson og Zaporizhzhia við yfirvofandi gagnsókn á svæðinu og hvatt þá til að flýja. Svæðin eru nú á valdi Rússa en Úkraínumenn hyggjast freista þess að ná þeim aftur á næstu dögum og vikum. 11. júlí 2022 08:45 Sprengjum varpað á höfnina klukkutímum eftir undirritun samningsins Rússar vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa í dag, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. 23. júlí 2022 12:42 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Gagnsókn í Kherson og vopnahlé kemur ekki til greina Minnst þrjú eru látin eftir að þrettán flugskeytum var skotið á herstöð úkraínska hersins og lestarstöðina í Kirovohrad í morgun. Úkraínuforseti segir vopnahlé ekki koma til greina og enn er hart barist um borgina Kherson. 23. júlí 2022 09:32
Stjórnvöld í Úkraínu hvetja íbúa að flýja fyrir gagnárás í Kherson og Zaporizhzhia Stjórnvöld í Úkraínu hafa varað íbúa í Kherson og Zaporizhzhia við yfirvofandi gagnsókn á svæðinu og hvatt þá til að flýja. Svæðin eru nú á valdi Rússa en Úkraínumenn hyggjast freista þess að ná þeim aftur á næstu dögum og vikum. 11. júlí 2022 08:45
Sprengjum varpað á höfnina klukkutímum eftir undirritun samningsins Rússar vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa í dag, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. 23. júlí 2022 12:42