Úkraínski herinn sækir fram í hernumdu héraði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. júlí 2022 12:20 Úkraínski herinn og skriðdregar í framlínunni í Suður-Úkraínu. Getty Úkraínuforseti segir hersveitum sínum hafa orðið ágengt í Kherson héraði „skref fyrir skref“. Héraðið féll í hendur Rússa á fyrri dögum stríðsins en staðsetning héraðsins í suðri er hernaðarlega mikilvæg. Í gær greindi varnarmálaráðuneyti Rússa frá hörðum átökum nærri Kherson. Vegna aukins sóknarþunga Úkraínumanna eru birgðaflutningar Rússa vestanmegin árinnar í aukinni hættu, samkvæmt ráðuneytinu. Fyrr í þessum mánuði hafði Iryna Veretchuk, staðgengill forsætisráðherra, hvatt íbúa Kherson til að yfirgefa borgina sem fyrst til að komast hjá því að verða innlokaðir á meðan gagnsókn Úkraínu ætti sér stað. „Þetta er nauðsynlegt svo Úkraínuher ógni ekki óbreyttum borgurum á svæðinu,“ sagði Iryna í samtali við úkraínska ríkisútvarpið. Einblína á brýr Hersveitir Kænugarðs hafa beint hernaðarmætti sínum í auknum mæli að lykilbrúm á svæðinu til að koma höggi á birgðaflutningar Rússa. Á laugardag beittu Úkraínumenn stórskotaliðshernaði á Daryivskyi brúnna sem liggur yfir Danparfljót. „Hver brú er veikur punktur og hersveitir okkar eru að eyðileggja kerfi óvinarins,“ skrifar Serhiy Khlan, ráðgjafi héraðsstjóra Kherson á Facebook. „Við höfum enn ekki frelsað Kherson, en höfum stigið stór skref í átt að því markmiði.“ Varnamálaráðgjafi Selenskí Úkraínuforseta lýsti því jafnframt yfir að um þúsund rússneskir hermenn hafi verið króaðir af í héraðinu. Í frétt BBC er tekið fram að þessi frásögn hafi ekki fengist staðfest. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Gagnsókn í Kherson og vopnahlé kemur ekki til greina Minnst þrjú eru látin eftir að þrettán flugskeytum var skotið á herstöð úkraínska hersins og lestarstöðina í Kirovohrad í morgun. Úkraínuforseti segir vopnahlé ekki koma til greina og enn er hart barist um borgina Kherson. 23. júlí 2022 09:32 Stjórnvöld í Úkraínu hvetja íbúa að flýja fyrir gagnárás í Kherson og Zaporizhzhia Stjórnvöld í Úkraínu hafa varað íbúa í Kherson og Zaporizhzhia við yfirvofandi gagnsókn á svæðinu og hvatt þá til að flýja. Svæðin eru nú á valdi Rússa en Úkraínumenn hyggjast freista þess að ná þeim aftur á næstu dögum og vikum. 11. júlí 2022 08:45 Sprengjum varpað á höfnina klukkutímum eftir undirritun samningsins Rússar vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa í dag, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. 23. júlí 2022 12:42 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira
Héraðið féll í hendur Rússa á fyrri dögum stríðsins en staðsetning héraðsins í suðri er hernaðarlega mikilvæg. Í gær greindi varnarmálaráðuneyti Rússa frá hörðum átökum nærri Kherson. Vegna aukins sóknarþunga Úkraínumanna eru birgðaflutningar Rússa vestanmegin árinnar í aukinni hættu, samkvæmt ráðuneytinu. Fyrr í þessum mánuði hafði Iryna Veretchuk, staðgengill forsætisráðherra, hvatt íbúa Kherson til að yfirgefa borgina sem fyrst til að komast hjá því að verða innlokaðir á meðan gagnsókn Úkraínu ætti sér stað. „Þetta er nauðsynlegt svo Úkraínuher ógni ekki óbreyttum borgurum á svæðinu,“ sagði Iryna í samtali við úkraínska ríkisútvarpið. Einblína á brýr Hersveitir Kænugarðs hafa beint hernaðarmætti sínum í auknum mæli að lykilbrúm á svæðinu til að koma höggi á birgðaflutningar Rússa. Á laugardag beittu Úkraínumenn stórskotaliðshernaði á Daryivskyi brúnna sem liggur yfir Danparfljót. „Hver brú er veikur punktur og hersveitir okkar eru að eyðileggja kerfi óvinarins,“ skrifar Serhiy Khlan, ráðgjafi héraðsstjóra Kherson á Facebook. „Við höfum enn ekki frelsað Kherson, en höfum stigið stór skref í átt að því markmiði.“ Varnamálaráðgjafi Selenskí Úkraínuforseta lýsti því jafnframt yfir að um þúsund rússneskir hermenn hafi verið króaðir af í héraðinu. Í frétt BBC er tekið fram að þessi frásögn hafi ekki fengist staðfest.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Gagnsókn í Kherson og vopnahlé kemur ekki til greina Minnst þrjú eru látin eftir að þrettán flugskeytum var skotið á herstöð úkraínska hersins og lestarstöðina í Kirovohrad í morgun. Úkraínuforseti segir vopnahlé ekki koma til greina og enn er hart barist um borgina Kherson. 23. júlí 2022 09:32 Stjórnvöld í Úkraínu hvetja íbúa að flýja fyrir gagnárás í Kherson og Zaporizhzhia Stjórnvöld í Úkraínu hafa varað íbúa í Kherson og Zaporizhzhia við yfirvofandi gagnsókn á svæðinu og hvatt þá til að flýja. Svæðin eru nú á valdi Rússa en Úkraínumenn hyggjast freista þess að ná þeim aftur á næstu dögum og vikum. 11. júlí 2022 08:45 Sprengjum varpað á höfnina klukkutímum eftir undirritun samningsins Rússar vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa í dag, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. 23. júlí 2022 12:42 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira
Gagnsókn í Kherson og vopnahlé kemur ekki til greina Minnst þrjú eru látin eftir að þrettán flugskeytum var skotið á herstöð úkraínska hersins og lestarstöðina í Kirovohrad í morgun. Úkraínuforseti segir vopnahlé ekki koma til greina og enn er hart barist um borgina Kherson. 23. júlí 2022 09:32
Stjórnvöld í Úkraínu hvetja íbúa að flýja fyrir gagnárás í Kherson og Zaporizhzhia Stjórnvöld í Úkraínu hafa varað íbúa í Kherson og Zaporizhzhia við yfirvofandi gagnsókn á svæðinu og hvatt þá til að flýja. Svæðin eru nú á valdi Rússa en Úkraínumenn hyggjast freista þess að ná þeim aftur á næstu dögum og vikum. 11. júlí 2022 08:45
Sprengjum varpað á höfnina klukkutímum eftir undirritun samningsins Rússar vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa í dag, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. 23. júlí 2022 12:42