Afsögn Þórólfs Árnasonar

Fréttamynd

Steinunn Valdís tekin við

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fulltrúi R-listans, tók við lyklavöldunum í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun þegar formleg borgarstjóraskipti fóru fram á borgarstjóraskrifstofunni.

Innlent
Fréttamynd

Síðasti dagur Þórólfs

Þórólfur Árnason lætur af störfum í dag sem borgarstjóri í Reykjavík. Við tekur Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Þórólfur kvaddi starfsmenn borgarinnar í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í morgun. Að sögn upplýsingafulltrúa Ráðhússins var boðið upp á morgunverð, hljómsveit Ráðhússins spilaði nokkur lög og tók borgarstjóri eitt lag með þeim.

Innlent
Fréttamynd

Steinunn Valdís XVI

Steinunn Valdís Óskarsdóttir verður sextándi borgarstjóri Reykjavíkur. Hún er þriðja konan sem gegnir embættinu. Sjö lögfræðingar hafa verið borgarstjórar, fjórir verkfræðingar og senn tveir sagnfræðingar. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Harmar þrákelkni Vilhjálms

Þórólfur Árnason borgarstjóri segist harma það að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, sé ekki maður til að draga til baka eða neita ummælum sínum í DV í gær þar sem haft er eftir honum að það liggi beint við að ætla að borgarstjóri fái laun út kjörtímabilið, sem gætu verið 20 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Málamiðlun allra málamiðlanna

Talsverður kurr er í Samfylkingunni yfir því með hverjum hætti kjör Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur bar að. "Það er óþolandi að Halldór Ásgrímsson skuli velja fyrir okkur borgarstjóra", segir einn helsti leiðtogi Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Borgarstjóraefni árið 2006?

Það skýrist ekki fyrr en þegar líða tekur á næsta ár hvort Steinunn Valdís Óskarsdóttir, verðandi borgarstjóri, verður borgarstjóraefni R-listans í næstu borgarstjórnarkosningum árið 2006. Þetta sagði Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í R-listanum, í viðtali við fréttastofuna í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Sakar Vilhjálm um róg

Þórólfur Árnason, fráfarndi borgarstjóri sakaði Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, oddvita Sjálfstæðismanna um "róg" í bókun á borgarráðsfundi í gær. Á fundinum baðst Þórólfur formlega lausnar sem borgarstjóri.

Innlent
Fréttamynd

R-listinn stóð ekki fyrir könnun

Stefán Jón Hafstein fullyrðir að Reykjavíkurlistinn hafi ekki látið kanna stöðu Þórólfs Árnasonar, fráfarandi borgarstjóra, með skoðanakönnunum. Því síður hafi borgin greitt fyrir slíkt.

Innlent
Fréttamynd

Framsókn vill óháðan borgarstjóra

Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis norður krefst þess að leitað verði nýs borgarstjóra utan raða kjörinna borgarfulltrúa til þess að sátt ríki um eftirmann Þórólfs Árnasonar.

Innlent
Fréttamynd

Steinunn Valdís borgarstjóri

Steinunn Valdís Óskarsdóttir verður næsti borgarstjóri í Reykjavík. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi R-listans í Ráðhúsinu rétt í þessu.

Innlent
Fréttamynd

Samstaða dugði ekki Degi

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, var valin borgarstjóri í gær eftir harðar deilur innan R-listans. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi utan flokkanna þriggja á R-listanum virtist um tíma vera með pálmann í höndunum.

Innlent
Fréttamynd

Óvissa um arftaka Þórólfs

R-listinn varpaði öndinni léttar við afsögn Þórólfs Árnasonar í gær. Hver höndin virðist hins vegar upp á móti annari um næsta borgarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Steinunn nefnd til sögunnar

Óvíst er að niðurstaða fáist í það í dag hver verður næsti borgarstjóri í Reykjavík en sá sem helst kemur til greina er Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í R-listanum, samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er ófrágengið og ágreiningur hefur verið innan R-listans um málið.

Innlent
Fréttamynd

Afsagnir í beinni útsendingu

Á síðustu tíu árum hafa tveir frammámenn í íslensku stjórnmálalífi sagt af sér embætti í beinni útsendingu. Þórólfur Árnason í fyrradag og Guðmundur Árni Stefánsson í nóvember 1994.

Innlent
Fréttamynd

Óformlegar viðræður um samstarf

Fulltrúar Reykjavíkurlistans sitja nú og reyna að leysa ágreining um hver verði næsti borgarstjóri. Oddviti sjálfstæðismanna í borginni segist hafa rætt óformlega við Vinstri - græna og Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf.

Innlent
Fréttamynd

Steinunn Valdís borgarstjóri

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi var í gær einróma kosin borgarstjóri á fundi borgarstjórnarflokks Reykjavíkurlistans eftir mikil átök foringja listans um hver yrði arftaki Þórólfs Árnasonar.

Innlent
Fréttamynd

Þórólfur segir af sér

Þórólfur Árnason sagði af sér embætti borgarstjóra í Reykjavík í gær með þeim orðum að það væri best fyrir Reykjavíkurlistann og hann sjálfan.

Innlent