Lögreglumál

Fréttamynd

Borgari elti uppi stút á stolnum bíl

Í dag barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann í annarlegu ástandi ganga á milli bíla og reyna að komast inn í þá. Svo fór að hann komst inn í bíl einn og ók af stað, þrátt fyrir ástand sitt. Sá sem tilkynnti elti manninn þar til lögregla náði að stöðva för hans.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi ítrekað að flýja land: „I think I killed her“

Demetrius Allen, bandarískur karlmaður sem spilað hefur amerískan fótbolta hér á landi, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Allen kynntist brotaþola, íslenskri konu, á Tinder tíu dögum fyrir brotið og reyndi ítrekað að flýja land í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn á Vítalíu fyrir fjárkúgun felld niður

Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn sína á Vítalíu Lazarevu og Arnari Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar. Vítalía fagnar niðurstöðunni sem sé staðfesting á því að um þöggunartilburði hafi verið að ræða af hálfu þriggja karlmanna í viðskiptalífinu.

Innlent
Fréttamynd

Ný á­kæra í hryðju­verka­málinu

Héraðssaksóknari hefur ákveðið að gefa út nýja ákæru í hryðjuverkamálinu svokallaða, þar sem tveir menn voru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Fyrri ákæru var vísað frá dómi, bæði í héraði og fyrir Landsrétti.

Innlent
Fréttamynd

Manni og barni haldið í Leifs­stöð í þrjá­tíu tíma

Albanskur maður og ólögráða frænka hans hafa þurft að hírast í Leifsstöð í meira en þrjátíu klukkutíma. Lögreglan hótar að vísa honum úr landi en lögmaður mannsins segir hana ekki hafa heimild til þess. Dvalarleyfisumsókn sé enn þá í vinnslu.

Innlent
Fréttamynd

Mikið um slags­mál og ölvunar­akstur í nótt

Nóttin var annasöm hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu en ellefu gista nú fangageymslur vegna ýmissa brota, þar á meðal slagsmála og vörslu á fíkniefnum. Mikil ölvun var í miðborginni og var lögreglan kölluð í mörg samkvæmi vegna kvartana undan hávaða.

Innlent
Fréttamynd

Erilsöm nótt hjá lögreglu

Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast í nótt en 120 mál voru skráð í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá fimm í gærkvöldi til fimm í nótt. Þar af snerust mörg um umferð og bíla, þar sem fólk var stöðvað vegna öryggisbelta, nagladekkja ljósa og aksturs án ökuréttinda.

Innlent
Fréttamynd

Verk­ferlar í Reykja­dal hafi verið bættir strax í haust

Verfkerlar í Reykjadal, sumarbúðum fyrir fötluð börn, hafa verið uppfærðir og þeir lagfærðir, eftir að stúlka sem dvaldi þar síðasta sumar sagði þroskaskertan starfsmann hafa beitt hana kynferðisofbeldi. Forstöðumaður segir athugasemdir við viðbrögðum teknar alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Selfossi framlengt

Í dag féllst dómari við Héraðsdóm Suðurlands á kröfu Lögreglustjórans á Suðurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni, vegna rannsóknar á andláti ungrar konu á Selfossi frá því í apríl síðastliðnum. Gæsluvarðhald var framlengt til sextánda júní næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Þóttust betla peninga fyrir heyrnar­skerta

Lögreglan á Norðurlandi eystra hafði í gær afskipti af tveimur karlmönnum sem stóðu fyrir utan verslanir á Akureyri og betluðu pening sem þeir sögðust vera að safna fyrir heyrnarskerta. Síðar kom í ljós að ekki ræddi um neins konar góðgerðarsöfnun.

Innlent
Fréttamynd

Vopnaður maður hand­tekinn vegna þjófnaðar úr verslun

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók mann vegna þjófnaðar, en maðurinn hafði tekið vörur fyrir andvirði 200 þúsund króna. Við handtöku kom í ljós að maðurinn reyndist vera með vopn á sér, en hann var svo látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Innlent