Lögreglumál

Fréttamynd

Teknir í spyrnu á 157 kílómetra hraða

Rétt fyrir klukkan tvö í nótt voru tvær bifreiðar stöðvaðar á Miklubraut eftir að hafa mælst á 157 kílómetra hraða á klukkustund en hámarkshraði á Miklubraut er 80 kílómetrar á klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

Þrír menn handteknir á lokuðu hafnarsvæði

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um þrjá menn á lokuðu hafnarsvæði í póstnúmeri 104. Voru þeir handteknir grunaðir um húsbrot og vistaðir í fangageymslum vegna rannsóknarhagsmuna.

Innlent
Fréttamynd

Sóttkvíarbrjótur strauk úr sóttvarnahúsi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um strok úr sóttvarnahúsi. Um var að ræða einstakling sem átti að vera í sóttkví en hann fannst skömmu síðar og var fylgt aftur í sóttvarnahús.

Innlent
Fréttamynd

Konu hrint niður stiga

Konu var hrint niður stiga á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti í gær. Hún fékk höfuðhögg og var meðvitundarlítil þegar lögregla kom á vettvang, og var flutt  á bráðadeild. Ekki er vitað um ástand hennar núna.

Innlent
Fréttamynd

Líkfundur á Selfossi

Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri fannst látinn á bak við verslunarhúsnæði á Selfossi fyrr í vikunni. Frá þessu er greint í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Ók fyrirtækjabíl á kyrrstæða bifreið

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í nótt um að ekið hefði verið á kyrrstæða bifreið í Laugardal. Ökumaðurinn fór af vettvangi og fannst ekki við leit en vitni náði skráningarnúmeri bílsins, sem reyndist skráð á fyrirtæki.

Innlent
Fréttamynd

Var stöðvaður með fjóra pakka af kjöti í bakpokanum

Lögregla var köllu til laust fyrir miðnætti í nótt vegna þjófnaðar úr verslun í Háaleitis- og Bústaðarhverfi. Þar hafði maður verið stöðvaður á leið sinni út og reyndist hafa sett fjóra pakka af kjöti í bakpoka sinn sem hann hugðist taka ófrjálsri hendi.

Innlent
Fréttamynd

Fluttur á Landspítala eftir hópárás

Lögregla var kölluð á vettvang rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi þegar tilkynnt var um líkamsárás í miðborginni. Þar hafði hópur manna ráðist á mann, með þeim afleiðingum að hann verkjaði um allan líkamann.

Innlent
Fréttamynd

Leituðu við Ölfus­á vegna bak­poka sem fannst við ána

Vegfarandi fann bakpoka við Ölfusá, rétt ofan við Ölfusárbrú og skilaði honum inn til Lögreglunnar á Suðurlandi. Bakpokinn var þá búinn að liggja á árbakkanum í yfir klukkustund að sögn tilkynnanda. Mikið af útivistarbúnaði var í bakpokanum en ekkert sem gaf vísbendingar um hver væri eigandi hans. Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Stakk af eftir að hafa keyrt á átta ára barn

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um að ekið hefði verið á átta ára dreng á rafmagnshlaupahjóli í Breiðholti. Ökumaðurinn er sagður hafa keyrt á brott eftir að drengurinn sagði honum að hann hefði meitt sig.

Innlent
Fréttamynd

Veittu sautján ára stút eftirför

Lögregluþjónar veittu bíl eftirför í nótt eftir að ökumaður hans neitaði að stöðva við merkjagjöf. Bílnum var ekið á miklum hraða á undan lögreglu og fór ökumaðurinn meðal annars yfir gatnamót á rauðu ljósi.

Innlent
Fréttamynd

Straukst utan í vegfaranda í háskalegum akstri um miðborgina

Rúmlega tvítugur karlmaður sem olli almannahættu þann 8. júlí síðastliðinn með ofsaakstri í miðbæ Reykjavíkur og víðar hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 27. ágúst. Hann er grunaður um fjölmörg afbrot undanfarnar vikur.

Innlent