Lögreglumál

Fréttamynd

Almar Yngvi fannst látinn

Almar Yngvi Garðarsson, sem lýst var eftir síðdegis í gær, fannst látinn í kvöld. Hann var 29 ára að aldri og lætur eftir sig sambýliskonu og son.

Innlent
Fréttamynd

Suður­lands­vegur lokaður eftir harðan á­rekstur

Harður tveggja bíla árekstur átti sér stað á Suðurlandsvegi um klukkan 18 í kvöld og er vegurinn nú lokaður rétt austan við Þingborg. Þrír einstaklingar voru fluttir á Landspítala og er talið að líklegt að einhverjir séu alvarlega slasaðir.  

Innlent
Fréttamynd

Fáar vís­bendingar í máli Al­mars sem enn er saknað

Enn bólar ekkert á Almari Yngva Garðarssyni, 29 ára karlmanni sem ekki hefur sést til síðan aðfaranótt sunnudags. Lögreglu hefur borist fáar vísbendingar vegna leitarinnar og því beinist hún að stóru svæði, í raun öllu suðvesturhorninu.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekki bannað að hafa gaman“

Bagga­lútur harmar mjög ef að sótt­varna­brot voru framin á tón­leikum þeirra í gær eins og lög­reglan greindi frá í dag. Hljóm­sveitin hafi látið al­manna­varnir taka út fyrir­komu­lag viðburðarins í síðustu viku til að passa að allt væri í sam­ræmi við gildandi reglur og eina brotið sem með­limir hljóm­sveitarinnar hafi tekið eftir í gær hafi verið grímu­leysi margra gesta, sem er ef­laust vanda­mál við flesta við­burði í dag.

Innlent
Fréttamynd

Lýst eftir Almari Yngva

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir Almari Yngva Garðarssyni. Síðast er vitað um ferðir hans í Hafnarfirði milli klukkan 2 og 3 í nótt. 

Innlent
Fréttamynd

Engin merki um byrlun

Engin merki voru um deyfilyf eða fíkniefni í sýnum sem tekin voru vegna gruns um að þremur einstaklingum hafi verið byrlað á skemmtistöðum eða heimahúsum á Akureyri í lok október.

Innlent
Fréttamynd

Vagnstjórinn hyggst kæra árásina

Vagnstjórinn sem varð fyrir árás hóps ungmenna í Spönginni seint í gærkvöldi hyggst kæra árásina. Stjórnendur Strætó ræddu við vagnstjórann í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Þaul­skipu­lagðir merkja­vöru­þjófar dæmdir

Tveir rúmenskir karlmenn hafa verið dæmdir í nokkurra mánaða fangelsi fyrir að hafa látið greipar sópa í ýmsum verslunum víðs vegar um landið á skipulagðan hátt. Þeir virðast hafa verið sólgnir í úlpur og aðra merkjavöru.

Innlent
Fréttamynd

Ungmenni réðust á strætóbílstjóra

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til rétt fyrir klukkan 21 vegna slagsmála í strætó en samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni réðust ungmenni á bílstjóra bifreiðarinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Gerðu húsleit vegna rann­sóknar á sölu tveggja skipa Eim­skips

Embætti héraðssaksóknara gerði í dag húsleit á aðalskrifstofu Eimskipafélagsins. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaskóknari í samtali við Vísi. Embættið fékk úrskurð til húsleitar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og óskaði eftir afmörkuðum gögnum vegna sölu skipanna Goðafoss og Laxfoss á árinu 2019 sem Umhverfisstofnun kærði til héraðssaksóknara 2020.

Viðskipti innlent