Fékk símtal sem allar svartar mæður hræðast Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2022 19:22 Móðir unglingspilts, sem lögregla hafði í tvígang afskipti af vegna leitar að strokufanga í vikunni, segist hafa verið hrædd og niðurlægð þegar lögreglu var sigað á son hennar. Hún telur lögreglu hafa gert alvarleg mistök og segir vitundarvakningu um raunveruleika ungmenna af erlendum uppruna nauðsynlega. Mál Gabríels Boama, sem var á flótta undan lögreglu í þrjá daga, vakti mikla athygli en vakti ekki síður upp umræðu um kynþáttafordóma í íslensku samfélagi. Lögregla fékk gríðarmargar ábendingar í tengslum við leitina; og elti eina slíka upp í strætisvagn á miðvikudag. Þar sat sextán ára sonur Claudiu Wilson, algjörlega ótengdur málinu en dökkur á hörund eins og Gabríel. Hún fékk þannig símtal með orðum sem hún segir enga svarta móður vilja heyra; lögregla, barnið þitt og byssa. „Það skiptir engu máli að við erum á Íslandi. Ekki í Bandaríkjunum. Það er sami ótti og hræðsla sem vaknar hjá manni,“ segir Claudia. Getur ekki horft á myndbandið Mæðginin voru í bakaríi í Mjóddinni morguninn eftir þegar lögregla vitjaði piltsins aftur. Claudia segir það hafa verið mjög niðurlægjandi fyrir þau bæði. Myndband af atvikinu komst í dreifingu á samfélagsmiðlum. „Það segir sig sjálft að ég get ekki horft á þetta myndband. Þetta var móment þar sem ég var móðir og er að hugsa um barnið mitt á þessari stundu og einhvern veginn hætt að sjá að það var fólk í kringum mig. Ég var bara að hugsa um að vernda hann.“ Sonur Claudiu hefur fengið áfallahjálp. „Og hann segir að þó að þetta sé náttúrulega mjög slæmt og að hann hefði viljað sleppa því að fá athygli út af þessu máli, að kannski hafi það verið nauðsynlegt til þess að þessi umræða geti farið fram.“ Hefði mátt koma í veg fyrir sérsveitina Lögregla og ríkislögreglustjóri hafa sagt að ekki hefði verið hægt að bregðast öðruvísi við. Lögregla hafi þurft að fylgja ábendingum við leit að hættulegum manni. Þessu er Claudia ósammála. Lögregla hefði til dæmis mátt vera gagnrýnni á lýsingar manns sem hún telur tilkynnandann. „Maðurinn í Teslunni sá á hvaða bíl við komum og hefði auðvitað getað lesið upp bílnúmer. Það hefði auðveldlega verið hægt að fletta því upp hver á bílinn, sem er ég. Í öðru lagi skilst mér að Gabríel sé áberandi hávaxinn. Strákurinn minn er það ekki,“ segir Claudia. „Í mínum huga áttu alvarleg mistök sér stað. Sem stöfuðu að mínu mati á vanþekkingu hennar [lögreglu] á hættunni sem fylgir kynþáttamiðaðri löggæslu, á ensku racial profiling.“ Eðlilegt sé að gera ríkari kröfur til lögreglu en almennra borgara sem tilkynntu piltinn í þessum efnum. Þá kveðst hún nú skynja mikið vantraust meðal fólks af erlendum uppruna í garð lögreglu. Þetta verði að fyrirbyggja, sem hún vinni nú að. „Og ríkislögreglustjóri hefur sýnt bæði í orði og verki að hún er að hlusta. Og ég held að á þessum tímapunkti, það er náttúrulega allt frekar hrátt, að það sé mikilvægt að fólk hlusti.“ Lögreglumál Mannréttindi Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Mál Gabríels Boama, sem var á flótta undan lögreglu í þrjá daga, vakti mikla athygli en vakti ekki síður upp umræðu um kynþáttafordóma í íslensku samfélagi. Lögregla fékk gríðarmargar ábendingar í tengslum við leitina; og elti eina slíka upp í strætisvagn á miðvikudag. Þar sat sextán ára sonur Claudiu Wilson, algjörlega ótengdur málinu en dökkur á hörund eins og Gabríel. Hún fékk þannig símtal með orðum sem hún segir enga svarta móður vilja heyra; lögregla, barnið þitt og byssa. „Það skiptir engu máli að við erum á Íslandi. Ekki í Bandaríkjunum. Það er sami ótti og hræðsla sem vaknar hjá manni,“ segir Claudia. Getur ekki horft á myndbandið Mæðginin voru í bakaríi í Mjóddinni morguninn eftir þegar lögregla vitjaði piltsins aftur. Claudia segir það hafa verið mjög niðurlægjandi fyrir þau bæði. Myndband af atvikinu komst í dreifingu á samfélagsmiðlum. „Það segir sig sjálft að ég get ekki horft á þetta myndband. Þetta var móment þar sem ég var móðir og er að hugsa um barnið mitt á þessari stundu og einhvern veginn hætt að sjá að það var fólk í kringum mig. Ég var bara að hugsa um að vernda hann.“ Sonur Claudiu hefur fengið áfallahjálp. „Og hann segir að þó að þetta sé náttúrulega mjög slæmt og að hann hefði viljað sleppa því að fá athygli út af þessu máli, að kannski hafi það verið nauðsynlegt til þess að þessi umræða geti farið fram.“ Hefði mátt koma í veg fyrir sérsveitina Lögregla og ríkislögreglustjóri hafa sagt að ekki hefði verið hægt að bregðast öðruvísi við. Lögregla hafi þurft að fylgja ábendingum við leit að hættulegum manni. Þessu er Claudia ósammála. Lögregla hefði til dæmis mátt vera gagnrýnni á lýsingar manns sem hún telur tilkynnandann. „Maðurinn í Teslunni sá á hvaða bíl við komum og hefði auðvitað getað lesið upp bílnúmer. Það hefði auðveldlega verið hægt að fletta því upp hver á bílinn, sem er ég. Í öðru lagi skilst mér að Gabríel sé áberandi hávaxinn. Strákurinn minn er það ekki,“ segir Claudia. „Í mínum huga áttu alvarleg mistök sér stað. Sem stöfuðu að mínu mati á vanþekkingu hennar [lögreglu] á hættunni sem fylgir kynþáttamiðaðri löggæslu, á ensku racial profiling.“ Eðlilegt sé að gera ríkari kröfur til lögreglu en almennra borgara sem tilkynntu piltinn í þessum efnum. Þá kveðst hún nú skynja mikið vantraust meðal fólks af erlendum uppruna í garð lögreglu. Þetta verði að fyrirbyggja, sem hún vinni nú að. „Og ríkislögreglustjóri hefur sýnt bæði í orði og verki að hún er að hlusta. Og ég held að á þessum tímapunkti, það er náttúrulega allt frekar hrátt, að það sé mikilvægt að fólk hlusti.“
Lögreglumál Mannréttindi Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira